Hvað á gera við stórstjörnuna sem hefur verið í banni í tveimur síðustu leikjum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 13:00 Lauren James átti ekki taka þátt í síðustu tveimur leikjum enska landsliðsins eftir að hafa stigið á bak leikmanns Nígeríu og fengið rautt spjald. Getty/Mark Metcalfe Enska kvennalandsliðið í fótbolta er komið alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins sem fer fram á sunnudaginn. Það gerði liðið án þess að vera að vera með sinn markahæsta og stoðsendingahæsta leikmann. Lauren James fékk rautt spjald í sextán liða úrslitunum og var dæmd í tveggja leikja bann. Hún hafði áður skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í riðlakeppninni. Landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman fann hins vegar lausn á því að vera án James og Manchester United leikmaðurinn Ella Toone kom sterk inn í staðin. Enska liðið sló bæði út Kólumbíu og Ástralíu á leið sinni í úrslitaleikinn. Toone skoraði fyrsta markið í sigrinum á Ástralíu. Nú er stóra spurningin hvað Wiegman gerir fyrir úrslitaleikinn. Heldur hún sama liði og hefur unnið leikina í átta liða og undanúrslitum eða tekur hún James inn í liðið á ný. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Það væri sárt fyrir Toone að missa sæti sitt eftir hetjudáðir hennar í síðasta leik en einnig hefur það verið grátlegt fyrir James að þurfa að vera upp í stúku í síðustu tveimur leikjum. James er stórstjarna og af mörgum talin vera ein af bestu knattspyrnukonum heims. Liðið þarf á öllu sínum bestu leikmönnum að halda í úrslitaleiknum á móti gríðarlega sterku liði Spánverja. Wiegman hefur tekið réttu ákvarðanirnar hingað til en að velja á milli Ellu Toone og Lauren James hlýtur að vera með þeim erfiðari hingað til. James þarf að bæta fyrir mistök sín á móti Nígeríu og kemur líka úthvíld inn í leikinn. Það er margt sem mælir með því að setja nbesta leikmann liðsins ferska inn í byrjunarliðið nú þegar liðin eru búin að spila sex leiki á innan við mánuði. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Lauren James fékk rautt spjald í sextán liða úrslitunum og var dæmd í tveggja leikja bann. Hún hafði áður skorað þrjú mörk og gefið þrjár stoðsendingar í riðlakeppninni. Landsliðsþjálfarinn Sarina Wiegman fann hins vegar lausn á því að vera án James og Manchester United leikmaðurinn Ella Toone kom sterk inn í staðin. Enska liðið sló bæði út Kólumbíu og Ástralíu á leið sinni í úrslitaleikinn. Toone skoraði fyrsta markið í sigrinum á Ástralíu. Nú er stóra spurningin hvað Wiegman gerir fyrir úrslitaleikinn. Heldur hún sama liði og hefur unnið leikina í átta liða og undanúrslitum eða tekur hún James inn í liðið á ný. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Það væri sárt fyrir Toone að missa sæti sitt eftir hetjudáðir hennar í síðasta leik en einnig hefur það verið grátlegt fyrir James að þurfa að vera upp í stúku í síðustu tveimur leikjum. James er stórstjarna og af mörgum talin vera ein af bestu knattspyrnukonum heims. Liðið þarf á öllu sínum bestu leikmönnum að halda í úrslitaleiknum á móti gríðarlega sterku liði Spánverja. Wiegman hefur tekið réttu ákvarðanirnar hingað til en að velja á milli Ellu Toone og Lauren James hlýtur að vera með þeim erfiðari hingað til. James þarf að bæta fyrir mistök sín á móti Nígeríu og kemur líka úthvíld inn í leikinn. Það er margt sem mælir með því að setja nbesta leikmann liðsins ferska inn í byrjunarliðið nú þegar liðin eru búin að spila sex leiki á innan við mánuði.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira