Umfjöllun: Selfoss - Þór/KA 1-2 | Fallið blasir við Selfyssingum Dagur Lárusson skrifar 20. ágúst 2023 16:05 Melissa Anne Lowder og stöllur í Þór/KA unnu góðan sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét Þór/KA vann góðan 2-1 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Selfyssingar eru nú sjö stigum frá öruggu sæti og fallið blasir við liðinu. Fyrir leikinn var Selfoss sem fyrr á botni deildarinnar með 11 stig á meðan Þór/KA var í sjötta sætinu með 22 stig. Það tók gestina ekki langan tíma að komast yfir í leiknum en það gerðist þegar um tuttugu sekúndur voru búnar af leiknum. Mistök inn á miðju Selfyssinga sem gerði það að verkum að gestirnir fengu skyndisókn sem endaði með því að Margrét Árnadóttir fékk boltann rétt fyrir utan teig og átti hnitmiðað skot meðfram jörðinni sem endaði í netinu. Eftir þetta mark fengu bæði lið sín færi en það voru þó gestirnir sem voru sterkari aðilinn og áttu hættulegri færi. Sandra María var sem fyrr öflug í sóknarleik Þórs/KA. En það var hins vegar Selfoss sem skoraði næsta mark leiksins og það var heldur skrautlegt. Sif Atladóttir tók hornspyrnu og lyfti boltanum á nærstöngina þar sem Melissa, markvörður Þórs/KA, virtist kýla boltann í Áslaugu Dóru og þaðan fór boltinn í netið. Það átti þó eftir að draga aftur til tíðinda áður en flauta varð til hálfleiksins því á 42.mínútu fékk Katla María Þórðardóttir að líta rauða spjaldið eftir að hún virtist sparka í Dominique, leikmann Þórs/KA. Selfoss því manni færri og róðurinn orðinn heldur þungur. Í seinni hálfleiknum var nánast einstefna að marki Selfyssinga. Gestirnir héldu boltanum meira og minna og náðu forystunni á nýjan leik á 65.mínútu þegar Hulda Ósk fékk boltann á vinstri kantinum eftir sendingu frá Agnesi. Þar lék hún á varnarmann, leitaði inn á teig áður en hún lyfti boltanum yfir Idunni í marki Selfoss og þaðan í markið. Staðan orðin 1-2. Þór/KA fékk hvert færið á fætur öðru eftir þetta en Idun varði og varði í marki Selfoss og því komu ekki fleiri mörk í þennan leik. Lokastaðan 1-2. Afhverju vann Þór/KA? Mikið meiri áræðni og leikgleði í leikmönnum Þórs/KA. Það leit út fyrir að það væri pirringur í leikmönnum Selfoss sem er að einhverju leyti skiljanlegt, en það má samt sem áður ekki hafa áhrif á spilamennskuna en mér fannst það gerast í dag. Katla María virtist missa stjórn á skapi sína þegar hún fékk rauða spjaldið og Sif Atladóttir virtist einnig mjög pirruð á köflum. Hverjar stóðu uppúr? Hulda Ósk Jónsdóttir var frábær í liði Þórs/KA og var allt í öllu í sóknarleiknum og kórónaði frábæran leik sinn með glæsilegu marki. Idun var síðan frábær í marki Selfyssinga og hélt þeim inn í leiknum. Hvað fór illa? Eins og ég nefndi hér að ofan þá var pirringur í leikmönnum Selfoss sem varð til dæmis til þess að einn leikmaður liðsins fékk rautt spjald og eftir það var heldur betur á brattann að sækja. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA UMF Selfoss
Þór/KA vann góðan 2-1 sigur er liðið heimsótti botnlið Selfoss í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Selfyssingar eru nú sjö stigum frá öruggu sæti og fallið blasir við liðinu. Fyrir leikinn var Selfoss sem fyrr á botni deildarinnar með 11 stig á meðan Þór/KA var í sjötta sætinu með 22 stig. Það tók gestina ekki langan tíma að komast yfir í leiknum en það gerðist þegar um tuttugu sekúndur voru búnar af leiknum. Mistök inn á miðju Selfyssinga sem gerði það að verkum að gestirnir fengu skyndisókn sem endaði með því að Margrét Árnadóttir fékk boltann rétt fyrir utan teig og átti hnitmiðað skot meðfram jörðinni sem endaði í netinu. Eftir þetta mark fengu bæði lið sín færi en það voru þó gestirnir sem voru sterkari aðilinn og áttu hættulegri færi. Sandra María var sem fyrr öflug í sóknarleik Þórs/KA. En það var hins vegar Selfoss sem skoraði næsta mark leiksins og það var heldur skrautlegt. Sif Atladóttir tók hornspyrnu og lyfti boltanum á nærstöngina þar sem Melissa, markvörður Þórs/KA, virtist kýla boltann í Áslaugu Dóru og þaðan fór boltinn í netið. Það átti þó eftir að draga aftur til tíðinda áður en flauta varð til hálfleiksins því á 42.mínútu fékk Katla María Þórðardóttir að líta rauða spjaldið eftir að hún virtist sparka í Dominique, leikmann Þórs/KA. Selfoss því manni færri og róðurinn orðinn heldur þungur. Í seinni hálfleiknum var nánast einstefna að marki Selfyssinga. Gestirnir héldu boltanum meira og minna og náðu forystunni á nýjan leik á 65.mínútu þegar Hulda Ósk fékk boltann á vinstri kantinum eftir sendingu frá Agnesi. Þar lék hún á varnarmann, leitaði inn á teig áður en hún lyfti boltanum yfir Idunni í marki Selfoss og þaðan í markið. Staðan orðin 1-2. Þór/KA fékk hvert færið á fætur öðru eftir þetta en Idun varði og varði í marki Selfoss og því komu ekki fleiri mörk í þennan leik. Lokastaðan 1-2. Afhverju vann Þór/KA? Mikið meiri áræðni og leikgleði í leikmönnum Þórs/KA. Það leit út fyrir að það væri pirringur í leikmönnum Selfoss sem er að einhverju leyti skiljanlegt, en það má samt sem áður ekki hafa áhrif á spilamennskuna en mér fannst það gerast í dag. Katla María virtist missa stjórn á skapi sína þegar hún fékk rauða spjaldið og Sif Atladóttir virtist einnig mjög pirruð á köflum. Hverjar stóðu uppúr? Hulda Ósk Jónsdóttir var frábær í liði Þórs/KA og var allt í öllu í sóknarleiknum og kórónaði frábæran leik sinn með glæsilegu marki. Idun var síðan frábær í marki Selfyssinga og hélt þeim inn í leiknum. Hvað fór illa? Eins og ég nefndi hér að ofan þá var pirringur í leikmönnum Selfoss sem varð til dæmis til þess að einn leikmaður liðsins fékk rautt spjald og eftir það var heldur betur á brattann að sækja.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti