Fram greinir frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum, en þar kemur einnig fram að Igor Bjarni Kostic verðir Ragnari til halds og trausts sem aðstoðarþjálfari.
Ragnar hefur stýrt Fram frá því í lok síðasta mánaðar þegar Jón Sveinsson var látinn fara frá félaginu. Ragnar hafði verið aðstoðarmaður Jóns frá því í lok síðasta árs.
Verkefnið sem bíður Ragnars er ærið, enda situr Fram í næst neðsta sæti Bestu-deildarinnar með 15 stig þegar þrír leikir eru eftir áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta.
Nú þegar er ljóst að Fram mun leika í neðri hlutanum og Ragnar fær það verkefni að sjá til þess að félagið haldi sæti sínu í deild þeirra bestu. Fram er tveimur stigum frá öruggu sæti og fjórum stigum fyrir ofan Keflavík sem situr á botninum.