Vondu minningarnar styrkja sigurvegarann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2023 12:36 Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst íslenskra kvenna í mark. Vísir/Steingrímur Dúi Andrea Kolbeinsdóttir er sigurvegari Reykjavíkurmaraþonsins í ár. Hún segir erfiðar minningar hafa keyrt sig áfram til sigurs. „Ég er mjög þreytt, en mér líður mjög vel,“ sagði Andrea einfaldlega eftir að hún kom í mark í dag. Hún segir formúluna að árangri ekki vera flókna. „Það er bara að æfingar, hugsa vel um sjálfa sig og borða hollt og allt þetta.“ Andrea bætti tíma sinn frá því í fyrra og þakkar hún helst góðu veðri fyrir það. „Veðrið er mun betra en í fyrra. Mér líður svona eins og ég sé jafn þreytt og fyrir hlaupið í fyrra. En ég stefndi á betri tíma. Ég stefndi á 2:38.00, en ég er bara mjög sátt með þetta. Ég klessti á smá vegg síðustu tíu og þetta var smá barátta við hausinn, en ég er bara mjög sátt,“ sagði Andrea sem var rétt rúmum fjórum mínútum frá markmiði sínu. Klippa: Vondu minningarnar styrkja sigurvegarann Fær orku frá fólkinu Andrea segir einnig að það gefi henni auka orku að sjá allt fólkið sem mætti að styðja keppendur í hlaupinu í morgun. „Þegar maður sér allt þetta fólk hérna þá á maður smá auka orku inni. Þannig maður gaf aðeins aukalega í síðustu 400 metrana.“ Þá segir hún að henni hafi liðið mjög vel framan af hlaupi, en síðustu kílómetrarnir hafi verið erfiðir. „Mér leið ótrúlega vel fyrstu 25 og rúllaði þetta með 3-4 öðrum strákum. Svo þegar við vorum komin á kílómeter 30 missti ég þá frá mér og var bara ein að reyna að berjast.“ „Að hafa lent í svona erfiðu hlaupi þarna á HM styrkir hausinn ótrúlega mikið. Þetta var ekkert miðað við það þannig ég hugsaði um það móment og hugsaði að fyrst ég gat klárað það þá get ég drullast til að klára þetta. Það er gott að eiga vondar minningar því þær styrkja mann bara,“ sagði Andrea, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá Andreu, og Sigurjón Erni Sturluson sem sigraði karlaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Sjá meira
„Ég er mjög þreytt, en mér líður mjög vel,“ sagði Andrea einfaldlega eftir að hún kom í mark í dag. Hún segir formúluna að árangri ekki vera flókna. „Það er bara að æfingar, hugsa vel um sjálfa sig og borða hollt og allt þetta.“ Andrea bætti tíma sinn frá því í fyrra og þakkar hún helst góðu veðri fyrir það. „Veðrið er mun betra en í fyrra. Mér líður svona eins og ég sé jafn þreytt og fyrir hlaupið í fyrra. En ég stefndi á betri tíma. Ég stefndi á 2:38.00, en ég er bara mjög sátt með þetta. Ég klessti á smá vegg síðustu tíu og þetta var smá barátta við hausinn, en ég er bara mjög sátt,“ sagði Andrea sem var rétt rúmum fjórum mínútum frá markmiði sínu. Klippa: Vondu minningarnar styrkja sigurvegarann Fær orku frá fólkinu Andrea segir einnig að það gefi henni auka orku að sjá allt fólkið sem mætti að styðja keppendur í hlaupinu í morgun. „Þegar maður sér allt þetta fólk hérna þá á maður smá auka orku inni. Þannig maður gaf aðeins aukalega í síðustu 400 metrana.“ Þá segir hún að henni hafi liðið mjög vel framan af hlaupi, en síðustu kílómetrarnir hafi verið erfiðir. „Mér leið ótrúlega vel fyrstu 25 og rúllaði þetta með 3-4 öðrum strákum. Svo þegar við vorum komin á kílómeter 30 missti ég þá frá mér og var bara ein að reyna að berjast.“ „Að hafa lent í svona erfiðu hlaupi þarna á HM styrkir hausinn ótrúlega mikið. Þetta var ekkert miðað við það þannig ég hugsaði um það móment og hugsaði að fyrst ég gat klárað það þá get ég drullast til að klára þetta. Það er gott að eiga vondar minningar því þær styrkja mann bara,“ sagði Andrea, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan má sjá Andreu, og Sigurjón Erni Sturluson sem sigraði karlaflokkinn, koma í mark. Klippa: Sigurjón Ernir og Andrea koma í mark
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Sjá meira