Var á sínum besta tíma en rankaði við sér í sjúkratjaldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2023 07:00 Kristján var í góðum gír að hlaupa við Hörpuna þegar hann rankaði svo skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Kristján Hafþórsson, stjórnandi Jákastsins, var í góðum gír í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og í þann mund að setja sinn besta tíma í hálfmaraþoni þegar hann rankaði skyndilega við sér í sjúkratjaldi. Ástæðan reyndist ofreynsla og ofþornun og flytja þurfti Kristján á Landspítalann. „Ég er eldhress í dag en þetta var gjörsamlega galið í gær,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján heldur úti hlaðvarpsþáttunum Jákastið og er líklega best þekktur fyrir endalausa jákvæðni. „Ég ætlaði mér bara að besta tímann minn eins og maður segir og þetta gekk glimrandi vel, ég var á undan mönnum sem voru að taka 1:28, sem er metið mitt, þannig að ég var í góðum gír. Svo var ég kominn á sautjánda kílómetrann, við Hörpuna, sem var það síðasta sem ég man. Svo allt í einu ranka ég bara við mér í sjúkratjaldi, alveg gjörsamlega ruglaður.“ Kristján var í góðum gír þegar hann hélt út í hlaup í gærmorgun. Kristján segir að sér hafi liðið eins og rúta hefði keyrt á sig. Hann hafi fengið vökva í æð og svo verið færður í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann hafi dvalið þar til um níuleytið í gærkvöldi. „Ég var alveg kolruglaður fyrst að reyna að átta mig á því sem var að gerast. En þetta er víti til varnaðar fyrir aðra, ég vökvaði mig greinilega ekki nóg og borðaði kannski ekki alveg nógu vel og svona.“ Þakklátur viðbragðsaðilum Kristján er reynslumikill hlaupari og hafði hlaupið hálfmaraþon fjögur ár í röð. Hann hljóp líka í miðnæturhlaupi Suzuki í júní og fór þar hálfmaraþon. „Þannig að stundum heldur maður kannski að maður sé ósigrandi og að maður geti bara tekið Forrest Gump á þetta og hlaupið bara. Það er það sem maður lærir af þessu,“ segir Kristján hlæjandi. Hann kveðst fyrst og fremst innilega þakklátur viðbragsaðilum á vettvangi maraþonsins og á spítalanum. Hann hafi bara rankað við sér með síma og heyrnartól í vasanum í sjúkratjaldinu. „Ég er bara svo þakklátur og ég veit ekki einu sinni ennþá hverjir það voru sem hlúðu að mér á svæðinu. Það er bara stórt takk frá mér, þið eruð bara dýrlingar, fólkið í sjúkratjaldinu, sjúkraflutningamennirnir og fólkið á spítalanum. Maður fær trú á mannkyninu og áttar sig á því hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, af því að ég aldrei farið í sjúkrabíl áður. Maður er ekkert smá þakklátur.“ Ertu eitthvað svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára hlaupið? „Auðvitað er ég það, sérstaklega af því að ég held að ég hafi verið á mínum besta tíma þegar þetta gerðist. En það er einmitt kannski ástæðan fyrir þessu, það var þessi ofkeyrsla. En auðvitað hefði maður frekar viljað eiga daginn með fjölskyldunni, konu og börnum niðri í bæ en fyrst þetta gerðist þá er þetta víti til varnaðar og eitthvað sem maður lærir mjög mikið af.“ Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Ég er eldhress í dag en þetta var gjörsamlega galið í gær,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Kristján heldur úti hlaðvarpsþáttunum Jákastið og er líklega best þekktur fyrir endalausa jákvæðni. „Ég ætlaði mér bara að besta tímann minn eins og maður segir og þetta gekk glimrandi vel, ég var á undan mönnum sem voru að taka 1:28, sem er metið mitt, þannig að ég var í góðum gír. Svo var ég kominn á sautjánda kílómetrann, við Hörpuna, sem var það síðasta sem ég man. Svo allt í einu ranka ég bara við mér í sjúkratjaldi, alveg gjörsamlega ruglaður.“ Kristján var í góðum gír þegar hann hélt út í hlaup í gærmorgun. Kristján segir að sér hafi liðið eins og rúta hefði keyrt á sig. Hann hafi fengið vökva í æð og svo verið færður í sjúkrabíl upp á Landspítala, þar sem hann hafi dvalið þar til um níuleytið í gærkvöldi. „Ég var alveg kolruglaður fyrst að reyna að átta mig á því sem var að gerast. En þetta er víti til varnaðar fyrir aðra, ég vökvaði mig greinilega ekki nóg og borðaði kannski ekki alveg nógu vel og svona.“ Þakklátur viðbragðsaðilum Kristján er reynslumikill hlaupari og hafði hlaupið hálfmaraþon fjögur ár í röð. Hann hljóp líka í miðnæturhlaupi Suzuki í júní og fór þar hálfmaraþon. „Þannig að stundum heldur maður kannski að maður sé ósigrandi og að maður geti bara tekið Forrest Gump á þetta og hlaupið bara. Það er það sem maður lærir af þessu,“ segir Kristján hlæjandi. Hann kveðst fyrst og fremst innilega þakklátur viðbragsaðilum á vettvangi maraþonsins og á spítalanum. Hann hafi bara rankað við sér með síma og heyrnartól í vasanum í sjúkratjaldinu. „Ég er bara svo þakklátur og ég veit ekki einu sinni ennþá hverjir það voru sem hlúðu að mér á svæðinu. Það er bara stórt takk frá mér, þið eruð bara dýrlingar, fólkið í sjúkratjaldinu, sjúkraflutningamennirnir og fólkið á spítalanum. Maður fær trú á mannkyninu og áttar sig á því hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er, af því að ég aldrei farið í sjúkrabíl áður. Maður er ekkert smá þakklátur.“ Ertu eitthvað svekktur yfir því að hafa ekki náð að klára hlaupið? „Auðvitað er ég það, sérstaklega af því að ég held að ég hafi verið á mínum besta tíma þegar þetta gerðist. En það er einmitt kannski ástæðan fyrir þessu, það var þessi ofkeyrsla. En auðvitað hefði maður frekar viljað eiga daginn með fjölskyldunni, konu og börnum niðri í bæ en fyrst þetta gerðist þá er þetta víti til varnaðar og eitthvað sem maður lærir mjög mikið af.“
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira