Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2023 16:00 Luis Rubiales fagnar heimsmeistaratitli Spánverja. getty/Alex Pantling Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. Þegar spænsku leikmennirnir tóku á móti gullmedalíunum eftir 1-0 sigurinn á Englendingum í úrslitaleik HM í gær kyssi Rubiales Hermoso beint á munninn. Kossinn hefur vakið mikla athygli. Fyrst sagðist Hermoso vera ósátt við hann en dró síðan í land og bar blak af Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Sjálfur segist Rubiales ekki hafa gert neitt rangt og fór mikinn í viðtali við Radio Marca þar sem hann baunaði á þá sem hafa gagnrýnt hann fyrir kossinn alræmda. „Kossinn með Jenni? Það eru hálfvitar alls staðar. Þegar fólk sýnir smá ástúð er ekki hægt að hlusta á hálfvitana. Við erum heimsmeistarar. Ég held mig við það,“ sagði Rubiales. Við sama tón kvað í viðtali við El Partidazo. „Við gefum kjaftæðinu ekki gaum. Eftir allt sem ég hef gengið í gegnum nenni ég ekki meira kjaftæði og fleiri hálfvitum. Hunsum þetta og njótum okkar. Ekki segja mér frá hálfvitum sem sjá ekkert jákvætt. Það var ekkert illt í þessu. Leyfum hálfvitunum að bulla áfram. Það eru til fleiri hálfvitar en gluggar. Einbeitum okkur að þeim sem eru ekki fífl.“ Hermoso klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleiknum en það kom ekki að sök. Mark Olgu Carmona tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Þegar spænsku leikmennirnir tóku á móti gullmedalíunum eftir 1-0 sigurinn á Englendingum í úrslitaleik HM í gær kyssi Rubiales Hermoso beint á munninn. Kossinn hefur vakið mikla athygli. Fyrst sagðist Hermoso vera ósátt við hann en dró síðan í land og bar blak af Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Sjálfur segist Rubiales ekki hafa gert neitt rangt og fór mikinn í viðtali við Radio Marca þar sem hann baunaði á þá sem hafa gagnrýnt hann fyrir kossinn alræmda. „Kossinn með Jenni? Það eru hálfvitar alls staðar. Þegar fólk sýnir smá ástúð er ekki hægt að hlusta á hálfvitana. Við erum heimsmeistarar. Ég held mig við það,“ sagði Rubiales. Við sama tón kvað í viðtali við El Partidazo. „Við gefum kjaftæðinu ekki gaum. Eftir allt sem ég hef gengið í gegnum nenni ég ekki meira kjaftæði og fleiri hálfvitum. Hunsum þetta og njótum okkar. Ekki segja mér frá hálfvitum sem sjá ekkert jákvætt. Það var ekkert illt í þessu. Leyfum hálfvitunum að bulla áfram. Það eru til fleiri hálfvitar en gluggar. Einbeitum okkur að þeim sem eru ekki fífl.“ Hermoso klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleiknum en það kom ekki að sök. Mark Olgu Carmona tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil í kvennaflokki.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira