Anníe Mist var sárþjáð á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur gert upp heimsleikana í nokkrum færslum á samfélagsmiðlum og þar kom í ljós að hún gekk ekki alveg heil til skógar á heimsleikunum í ár. Anníe Mist endaði í þrettánda sæti á heimsleikunum að þessu sinni eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lokin. Anníe sagði frá sinni uppáhaldsgrein á heimsleikunum í ár en þar vöktu hún og Katrín Tanja mikla lukku með því að fagna saman að henni lokinni eftir að hafa báðar klárað lyftu rétt áður en tímamörkin runnu út. Anníe greindi líka frá því við sama tilefni að hún hafi verið að glíma við mjaðmarmeiðsli í næstum því heilt ár. Þessi mjaðmar- og nárameiðsli höfðu veruleg áhrif þegar kom að ólympísku lyftingunum. „Mjöðmin og nárinn minn hafa verið til vandræða síðan í október á síðasta ári en vandamálið hefur komið og farið,“ skrifaði Anníe Mist. Á myndunum sem Anníe birti af sér með færslunni má sjá greinilega að hún var sárþjáð í æfingunni en harkaði af sér og kláraði hana vel. „Þetta þýddi það að ég náði ekki að spyrna mér eins vel frá gólfinu og fara eins auðveldlega niður á hækjur og ég er vön,“ skrifaði Anníe. „Ég var svo ánægð að ná þessum lyftingatölum í keppninni í ár af því að ég hafði ekki þorað að lyfta svo þungu í langan tíma,“ skrifaði Anníe. „Eftir greinina þá passaði Andrew Martin (kírópraktor) upp á það að ég var í góðu lagi fyrir næstu grein,“ skrifaði Anníe. Hún hrósaði líka þjálfara sínum Jami Tikkanen og segist aldrei hafa verið sterkari en í ár. Hann tók líka undir það í athugsemdum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Anníe Mist endaði í þrettánda sæti á heimsleikunum að þessu sinni eftir að hafa gefið aðeins eftir undir lokin. Anníe sagði frá sinni uppáhaldsgrein á heimsleikunum í ár en þar vöktu hún og Katrín Tanja mikla lukku með því að fagna saman að henni lokinni eftir að hafa báðar klárað lyftu rétt áður en tímamörkin runnu út. Anníe greindi líka frá því við sama tilefni að hún hafi verið að glíma við mjaðmarmeiðsli í næstum því heilt ár. Þessi mjaðmar- og nárameiðsli höfðu veruleg áhrif þegar kom að ólympísku lyftingunum. „Mjöðmin og nárinn minn hafa verið til vandræða síðan í október á síðasta ári en vandamálið hefur komið og farið,“ skrifaði Anníe Mist. Á myndunum sem Anníe birti af sér með færslunni má sjá greinilega að hún var sárþjáð í æfingunni en harkaði af sér og kláraði hana vel. „Þetta þýddi það að ég náði ekki að spyrna mér eins vel frá gólfinu og fara eins auðveldlega niður á hækjur og ég er vön,“ skrifaði Anníe. „Ég var svo ánægð að ná þessum lyftingatölum í keppninni í ár af því að ég hafði ekki þorað að lyfta svo þungu í langan tíma,“ skrifaði Anníe. „Eftir greinina þá passaði Andrew Martin (kírópraktor) upp á það að ég var í góðu lagi fyrir næstu grein,“ skrifaði Anníe. Hún hrósaði líka þjálfara sínum Jami Tikkanen og segist aldrei hafa verið sterkari en í ár. Hann tók líka undir það í athugsemdum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira