Majónesframleiðandinn greindi frá því í morgun að fyrirtækið og Levis væru búin að undirrita samning sem mun veita leikmanninum lífstíðarbirgðir af majónesi.
Eins og áður segir vakti þetta athæfi Levis að setja majónes í kaffið sitt mikla athygli á sínum tíma, ekki síst fyrir þær sakir hversu furðuleg og ógeðfeld fólki fannst hugmyndin vera.
Have you ever had Mayonnaise with your morning coffee?@UKFootball QB @will_levis is known to dabble w/ said combo 😳 pic.twitter.com/ZuR92Toa4m
— CBS Sports (@CBSSports) July 20, 2022
„Hellmann's majónes tilkynnir um fordæmalausan samning við íþróttastjörnuna og majónesáhugamanninn Will Levis,“ segir í tilkynningu Hellmann's.
„Leikstjórnandinn fangaði hjörtu - og sjokkeraði - aðdáenda þegar hann sýndi skilyrðislausa ást sína á majónesi með því að setja það í kaffið sitt. Með þessu viðurkennir Hellmann's gífurlega hæfileika íþróttamannsins og ást hans á rjómakenndu sósunni okkar og verðlaunar hann með óviðjafnanlegium samningi: Lífstíðarbirgðir af majónesi.“