Tveir bestu CrossFit karlar heimsins í ár eru þjálfaðir af konum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 08:31 Caroline Lambray óskar Jeffery Adler til hamingju með heimsmeistaratitilinn. Instagram/@crossfitgames Jeffery Adler varð á dögunum heimsmeistari í CrossFit í fyrsta sinn og landi hans Pat Vellner varð í öðru sæti á heimsleikunum. Þeir eiga meira sameiginlegt en að vera báðir frá Kanada. Svo skemmtilega vill til að tveir bestu CrossFit karlar heimsins eru báðir þjálfaðir af konum. Caroline Lambray byrjaði að þjálfa Adler fyrir mörgum árum en hann hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár. Þekkt var þegar hann mætti sem sjálfboðaliði á leikana fyrir sjö árum en undanfarin ár hefur hann verið meðal keppanda á heimsleikunum. Fyrir ári síðan birtist viðtal við Lambray sem sá inn í framtíðina. „Það yrði virkilega gaman að vera fyrsta konan til að gera skjólstæðing sinn að heimsmeistara í CrossFit. Það er eitthvað á mínum óskalista,“ sagði Caroline Lambray fyrir rúmu ári síðan í samtali við Emily Beers hjá Morning Chalk Up. Í ár fór Adler síðan alla leið og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Lambray byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hans og halda utan um árangurinn. Samvinna þeirra hefur síðan eflst og breyst þannig að hún hefur tekið að sér meiri utanumhald og stjórn á hans málum. Þau eru líka kærustupar fyrir utan það að vinna saman í CrossFit íþróttinni. Undanfarin ár hefur samvinna þeirra vakið mikla athygli og um leið og hann hefur orðið sá besti í heimi hefur hún unnið sér inn virðingu sem ein af bestu þjálfurum CrossFit íþróttarinnar. „Samstarf okkar hefur þróast mikið í gegnum árin,“ sagði Caroline Lambray í viðtali við Morning Chalk Up. Silfurmaðurinn Pat Vellner er líka með konu sem þjálfara en það er Michele Letendre. Samvinna þeirra hefur skilað honum þrisvar upp á verðlaunapallinn á síðustu fimm árum. „Ég hef alltaf viljað kallað mig þjálfara en staðreyndin er sú að ég sting í stúf. Það eru ekki margar konur í mínu starfi,“ sagði Michele Letendre í viðtali við Morning Chalk Up. „Ég held samt að það breyti engu um gæði þjálfunarinnar hvort þjálfarinn sé karla eða kona. Það breytir hins vegar sjónarhorni fólks,“ sagði Letendre. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Svo skemmtilega vill til að tveir bestu CrossFit karlar heimsins eru báðir þjálfaðir af konum. Caroline Lambray byrjaði að þjálfa Adler fyrir mörgum árum en hann hefur sýnt stöðugar framfarir síðustu ár. Þekkt var þegar hann mætti sem sjálfboðaliði á leikana fyrir sjö árum en undanfarin ár hefur hann verið meðal keppanda á heimsleikunum. Fyrir ári síðan birtist viðtal við Lambray sem sá inn í framtíðina. „Það yrði virkilega gaman að vera fyrsta konan til að gera skjólstæðing sinn að heimsmeistara í CrossFit. Það er eitthvað á mínum óskalista,“ sagði Caroline Lambray fyrir rúmu ári síðan í samtali við Emily Beers hjá Morning Chalk Up. Í ár fór Adler síðan alla leið og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Lambray byrjaði á því að skipuleggja æfingarnar hans og halda utan um árangurinn. Samvinna þeirra hefur síðan eflst og breyst þannig að hún hefur tekið að sér meiri utanumhald og stjórn á hans málum. Þau eru líka kærustupar fyrir utan það að vinna saman í CrossFit íþróttinni. Undanfarin ár hefur samvinna þeirra vakið mikla athygli og um leið og hann hefur orðið sá besti í heimi hefur hún unnið sér inn virðingu sem ein af bestu þjálfurum CrossFit íþróttarinnar. „Samstarf okkar hefur þróast mikið í gegnum árin,“ sagði Caroline Lambray í viðtali við Morning Chalk Up. Silfurmaðurinn Pat Vellner er líka með konu sem þjálfara en það er Michele Letendre. Samvinna þeirra hefur skilað honum þrisvar upp á verðlaunapallinn á síðustu fimm árum. „Ég hef alltaf viljað kallað mig þjálfara en staðreyndin er sú að ég sting í stúf. Það eru ekki margar konur í mínu starfi,“ sagði Michele Letendre í viðtali við Morning Chalk Up. „Ég held samt að það breyti engu um gæði þjálfunarinnar hvort þjálfarinn sé karla eða kona. Það breytir hins vegar sjónarhorni fólks,“ sagði Letendre. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira