Segir hefndarbrot gegn lögreglu viðvörunarmerki fyrir samfélagið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 10:33 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Vísir/Einar Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands segir íkveikju í bíl lögreglumanns sem rannsökuð er sem hefndaraðgerð vera viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og íslenskt samfélag. Hann segir ofbeldisbrotum gegn lögreglu þó ekki fara fjölgandi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, gestur. Rætt var við hann um rannsókn héraðssaksóknara á íkveikju í bíl lögreglumanns í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Íkveikjan er rannsökuð sem hefndaraðgerð og því sem brot gegn valdstjórninni. „Ef við skoðum ofbeldisbrot gegn lögreglu, þá höfum við ekki séð aukningu í slíkum málum síðustu misseri. Það hefur þó verið til staðar og þá er um að ræða ofbeldi gegn lögreglumönnum sem þá meiðast á vettvangi við skyldustörf,“ segir Helgi. Hann segir dæmið frá því í síðustu viku, þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans, tiltölulega einstakt. Vonandi sé um að ræða einangrað atvik. „En þetta er samt sem áður einhverskonar viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og kannski líka okkur sem samfélag um það hvernig við ætlum að takast á við þessa þjóðfélagsmynd sem er smám saman að myndast og verða til hjá okkur.“ Samfélagið sé orðið miklu margbreytilegra en það var heldur en til dæmis síðustu aldamót. Nú séu ólíkir menningarstraumar í íslensku samfélagi og segir Helgi mikilvægt að lögreglan sé næm á það hvernig taka megi á þeim straumum. „Menn þurfa að vera næmir á þessa ólíku þjóðfélagshópa og hafa skilning á aðstæðum þeirra og vera til þess búin að takast á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp. Spurningin er alltaf hvers eðlis viðbúnaður lögreglu á að vera.“ Lögreglumál Bítið Lögreglan Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en þar var Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur, gestur. Rætt var við hann um rannsókn héraðssaksóknara á íkveikju í bíl lögreglumanns í vesturbæ Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag. Íkveikjan er rannsökuð sem hefndaraðgerð og því sem brot gegn valdstjórninni. „Ef við skoðum ofbeldisbrot gegn lögreglu, þá höfum við ekki séð aukningu í slíkum málum síðustu misseri. Það hefur þó verið til staðar og þá er um að ræða ofbeldi gegn lögreglumönnum sem þá meiðast á vettvangi við skyldustörf,“ segir Helgi. Hann segir dæmið frá því í síðustu viku, þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans, tiltölulega einstakt. Vonandi sé um að ræða einangrað atvik. „En þetta er samt sem áður einhverskonar viðvörunarmerki fyrir löggæsluyfirvöld og kannski líka okkur sem samfélag um það hvernig við ætlum að takast á við þessa þjóðfélagsmynd sem er smám saman að myndast og verða til hjá okkur.“ Samfélagið sé orðið miklu margbreytilegra en það var heldur en til dæmis síðustu aldamót. Nú séu ólíkir menningarstraumar í íslensku samfélagi og segir Helgi mikilvægt að lögreglan sé næm á það hvernig taka megi á þeim straumum. „Menn þurfa að vera næmir á þessa ólíku þjóðfélagshópa og hafa skilning á aðstæðum þeirra og vera til þess búin að takast á við erfiðar aðstæður sem geta komið upp. Spurningin er alltaf hvers eðlis viðbúnaður lögreglu á að vera.“
Lögreglumál Bítið Lögreglan Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Fleiri fréttir Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Sjá meira