Meintur handrukkari aftur á bak við lás og slá Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 15:21 Maðurinn er á leiðinni í fangelsi aftur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir. Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að manninum yrði gert að afplána eftirstöðvarnar, segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggur sterkur grunur um að hann hafi meðal annars gerst sekur um brot sem varðað geta allt að tíu ára fangelsi. „Hefur hann að mati lögreglustjóra með háttsemi sinni undanfarið þannig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar.“ Þrjú nægilega alvarleg mál Í úrskurði héraðsdóms segir að samkvæmt lögreglunni sé maðurinn með 26 ókláruð mál í kerfinu. Krafa hennar byggi hins vegar aðeins á þremur málum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga um sex ára refsiramma. Í því fyrsta er hann undir grun um þjófnað í félagi við annan mann með því að hafa stolið verkfærum í Hafnarfirði í júní þessa árs. „Við skoðun lögreglu á upptöku vegna málsins var að sjá aðila sem lögregla þekkir sem kærða. Þá bárust lögreglu áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að kærði væri með á leigu geymslu að [...] í Garðabæ og þar væri að finna þýfi. Kvaðst upplýsingagjafinn margoft hafa séð [manninn] koma með þýfi í geymsluna og nú síðast úr innbrotinu að [...]. Verkfærin fundust í kjölfarið í geymslunni,“ segir í dóminum. Hið annað var öllu alvarlegra. Þar er maðurinn grunaður um frelsissviptingu, rán og líkamsárás í félagi við aðra menn á Akureyri seinna í júní þessa árs. Loks er maðurinn grunaður um sömu brot í Hafnarfirði í júlí í fyrra. Sterkur grunur í einu máli Í niðurstöðukafla dómsins segir að að virtum fyrirliggjandi málsgögnum má fallast á það með lögreglu að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi framið líkamsárás, frelssviptingu og rán á Akureyri. Það sé byggt á framburði vitnis, brotaþola og tveggja annarra sakborninga í málinu. „Annar þeirra lýsti því meðal annars að hafa fengið kærða ásamt öðrum manni til að taka í brotaþola en vísað var í skuld brotaþola í þeim efnum. Þá lýsti sá síðarnefndi margvíslegu ofbeldi af hálfu kærða í garð brotaþola, en kærði hafi meðal annars notað í þeim efnum hamar og kylfu með oddi. Hann hafi verið klæddur svörtum hönskum og slegið brotaþola margsinnis. Kærði hafi einnig tekið armbandsúr af brotaþola og rafhlaupahjól hans,“ segir í dóminum. Hvað hin brotin varðar sé aðeins uppi rökstuddur grunur um brot og skilyrði laganna um sterkan grun ekki uppfyllt. Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að manninum yrði gert að afplána eftirstöðvarnar, segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggur sterkur grunur um að hann hafi meðal annars gerst sekur um brot sem varðað geta allt að tíu ára fangelsi. „Hefur hann að mati lögreglustjóra með háttsemi sinni undanfarið þannig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar.“ Þrjú nægilega alvarleg mál Í úrskurði héraðsdóms segir að samkvæmt lögreglunni sé maðurinn með 26 ókláruð mál í kerfinu. Krafa hennar byggi hins vegar aðeins á þremur málum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga um sex ára refsiramma. Í því fyrsta er hann undir grun um þjófnað í félagi við annan mann með því að hafa stolið verkfærum í Hafnarfirði í júní þessa árs. „Við skoðun lögreglu á upptöku vegna málsins var að sjá aðila sem lögregla þekkir sem kærða. Þá bárust lögreglu áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að kærði væri með á leigu geymslu að [...] í Garðabæ og þar væri að finna þýfi. Kvaðst upplýsingagjafinn margoft hafa séð [manninn] koma með þýfi í geymsluna og nú síðast úr innbrotinu að [...]. Verkfærin fundust í kjölfarið í geymslunni,“ segir í dóminum. Hið annað var öllu alvarlegra. Þar er maðurinn grunaður um frelsissviptingu, rán og líkamsárás í félagi við aðra menn á Akureyri seinna í júní þessa árs. Loks er maðurinn grunaður um sömu brot í Hafnarfirði í júlí í fyrra. Sterkur grunur í einu máli Í niðurstöðukafla dómsins segir að að virtum fyrirliggjandi málsgögnum má fallast á það með lögreglu að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi framið líkamsárás, frelssviptingu og rán á Akureyri. Það sé byggt á framburði vitnis, brotaþola og tveggja annarra sakborninga í málinu. „Annar þeirra lýsti því meðal annars að hafa fengið kærða ásamt öðrum manni til að taka í brotaþola en vísað var í skuld brotaþola í þeim efnum. Þá lýsti sá síðarnefndi margvíslegu ofbeldi af hálfu kærða í garð brotaþola, en kærði hafi meðal annars notað í þeim efnum hamar og kylfu með oddi. Hann hafi verið klæddur svörtum hönskum og slegið brotaþola margsinnis. Kærði hafi einnig tekið armbandsúr af brotaþola og rafhlaupahjól hans,“ segir í dóminum. Hvað hin brotin varðar sé aðeins uppi rökstuddur grunur um brot og skilyrði laganna um sterkan grun ekki uppfyllt.
Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira