„Þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. ágúst 2023 22:29 Kristrún ræddi verðbólgu og aðgerðir gegn henni í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/arnar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir verðbólguvæntingar benda til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgu niður. Fjármagna þurfi að fullu næsta kjarapakka sem sé ómögulegt með ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um ákvarðanir. Stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósent í gær sem er meira en hafði verið spáð fyrir um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við formann neytendasamtakanna telur að ferðaþjónustan eigi að axla ábyrgð á verðbólgunni en ekki neytendur. Kristrún ræddi málið sömuleiðis í kvöldfréttum: Segir hún að aðgerðir Seðlabankans skýrist að einhverju leyti af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Það er þannig að þegar ríkið gerir minna þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Það þarf ekki annað en að horfa á þessa runu stýrivaxtahækkana til að átta sig á því að það er ákveðið andvaraleysi hjá ríkinu,“ segir Kristrún. Verðbólguvæntingar séu enn háar sem bendi til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti ekki náð verðbólgunni niður. Gamlar tillögur kallaðar nýjar lausnir Spurð hvað hún myndi sjálf gera í stöðunni sem upp er komin, segir Kristrún að það hafi ekki staðið á tillögum úr hennar flokki. „Við lögðum fram kjarapakka í tengslum við fjárlög í fyrra. Í vor vorum við með verkefnalista þar sem við kölluðum etir vaxtabótaauka. Við töluðum um leigubremsu og höfum talað um barnabætur og húsnæðisbætur í gegnum tíðina.“ Segir hún að ríkisstjórnin hafi hins vegar lagt fram gamlar tillögur og kallað þær nýjar lausnir. „Það er oft verið að tala um hækkanir á barnabótum sem reynast miklu lægri en raun ber vitni. Við spáðum fyrir um það fyrir jól, þegar fjárlög voru samþykkt og takmörkuð úrræði komu, að venjulegt fólk myndi bara finna það á eigin skinni hvort ríkisstjórnin væri að segja satt um þær tillögur sem hún var að leggja til. Vegna þess að fólk finnur það ef peningurinn er að koma inn til þeirra eða ekki. Núna upplifir fólk kjararýrnun og ofan á það koma þessar stýrivaxtahækkanir.“ Sækja fjármagn í fjármagnstekjur og hærri bankaskatt Hún segir að áhersla innan Samfylkingar verði lögð á kjarapakka í haust og aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Fyrst og fremst viljum við að þessar aðgerðir verði fjármagnaðar. Það þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er til tekjuauka.“ Hvar? „Til að mynda í fjármagnstekjum. Við höfum kallað eftir því að klóruð sé til baka þessi lækkun á bankaskattinum á sínum tíma. Við viljum líka horfa almennt á staði þar sem þensla hefur verið í samfélaginu. Það gengur ekki að ríkisstjórnin sé stöðugt að koma með vilyrði sem eru ekki fjármögnuð. Það er lykilatriði nú í aðdraganda kjarasamninga að það komi kjarapakki sem verkalýðsforystunni og vinnumarkaðnum hugnast þannig að það sé minni pressa á launahækkanir. En það þarf að vera fjármagnað að fullu og rúmlega það svo þetta leiti ekki inn í verðbólgu. Þar þarf pólítiska forystu en vandinn er sá að þar getur þessi stjórn ekki komið sér saman um ákvarðanir.“ Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Fjármál heimilisins Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. 23. ágúst 2023 18:19 Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. 23. ágúst 2023 19:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósent í gær sem er meira en hafði verið spáð fyrir um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við formann neytendasamtakanna telur að ferðaþjónustan eigi að axla ábyrgð á verðbólgunni en ekki neytendur. Kristrún ræddi málið sömuleiðis í kvöldfréttum: Segir hún að aðgerðir Seðlabankans skýrist að einhverju leyti af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. „Það er þannig að þegar ríkið gerir minna þá þarf Seðlabankinn að gera meira. Það þarf ekki annað en að horfa á þessa runu stýrivaxtahækkana til að átta sig á því að það er ákveðið andvaraleysi hjá ríkinu,“ segir Kristrún. Verðbólguvæntingar séu enn háar sem bendi til þess að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti ekki náð verðbólgunni niður. Gamlar tillögur kallaðar nýjar lausnir Spurð hvað hún myndi sjálf gera í stöðunni sem upp er komin, segir Kristrún að það hafi ekki staðið á tillögum úr hennar flokki. „Við lögðum fram kjarapakka í tengslum við fjárlög í fyrra. Í vor vorum við með verkefnalista þar sem við kölluðum etir vaxtabótaauka. Við töluðum um leigubremsu og höfum talað um barnabætur og húsnæðisbætur í gegnum tíðina.“ Segir hún að ríkisstjórnin hafi hins vegar lagt fram gamlar tillögur og kallað þær nýjar lausnir. „Það er oft verið að tala um hækkanir á barnabótum sem reynast miklu lægri en raun ber vitni. Við spáðum fyrir um það fyrir jól, þegar fjárlög voru samþykkt og takmörkuð úrræði komu, að venjulegt fólk myndi bara finna það á eigin skinni hvort ríkisstjórnin væri að segja satt um þær tillögur sem hún var að leggja til. Vegna þess að fólk finnur það ef peningurinn er að koma inn til þeirra eða ekki. Núna upplifir fólk kjararýrnun og ofan á það koma þessar stýrivaxtahækkanir.“ Sækja fjármagn í fjármagnstekjur og hærri bankaskatt Hún segir að áhersla innan Samfylkingar verði lögð á kjarapakka í haust og aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Fyrst og fremst viljum við að þessar aðgerðir verði fjármagnaðar. Það þarf að fara og sækja tekjur þar sem svigrúm er til tekjuauka.“ Hvar? „Til að mynda í fjármagnstekjum. Við höfum kallað eftir því að klóruð sé til baka þessi lækkun á bankaskattinum á sínum tíma. Við viljum líka horfa almennt á staði þar sem þensla hefur verið í samfélaginu. Það gengur ekki að ríkisstjórnin sé stöðugt að koma með vilyrði sem eru ekki fjármögnuð. Það er lykilatriði nú í aðdraganda kjarasamninga að það komi kjarapakki sem verkalýðsforystunni og vinnumarkaðnum hugnast þannig að það sé minni pressa á launahækkanir. En það þarf að vera fjármagnað að fullu og rúmlega það svo þetta leiti ekki inn í verðbólgu. Þar þarf pólítiska forystu en vandinn er sá að þar getur þessi stjórn ekki komið sér saman um ákvarðanir.“
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Fjármál heimilisins Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. 23. ágúst 2023 18:19 Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. 23. ágúst 2023 19:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. 23. ágúst 2023 18:19
Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. 23. ágúst 2023 19:00