Það þarf ekki að sækja tekjur þar sem svigrúm er Kristófer Már Maronsson skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni. Hver er þróunin í helstu undirliðum verðbólgunnar? Húsnæðisliðurinn og alþjóðlegar verðhækkanir hafa minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun og gengi krónunnar hækkað, sem ætti að gefa tilefni til þess að verð geti lækkað innanlands að öðru óbreyttu. Annað helst þó ekki óbreytt, heldur hafa laun hækkað um 10% undanfarið ár. Þá lentu mörg fyrirtæki í því að greiða afturvirkt laun eftir kjarasamninga í vor, en vörur og þjónusta höfðu verið seld á verði sem reiknað er út með þeim launum sem voru í gildi á hverjum tíma. Fyrirtæki þurftu að bregðast við með meiri hækkunum en ella til þess að fjármagna afturvirknina. Af hverju hækkuðu þá stýrivextir? Peningastefnunefnd, eins og markaðsaðilar og almenningur veit að fram undan er harður vetur. Kjarasamningar losna og samið verður um laun hjá flestum aðilum samfélagsins. Framleiðniaukning í landinu ber fyrrgreindar launahækkanir engan veginn. Það þýðir að verðmætasköpunin sem er að verða til í samfélaginu er minni en launahækkanirnar. Launahækkanir eru innistæðulausar til meðallangs tíma ef verðmætasköpun stendur ekki undir þeim. Það er eins og að hækka heimildina á kreditkortinu, á endanum kemur að skuldadögum og greiða þarf vexti af kreditkortaskuldinni. Í tilfelli óábyrgra launahækkana birtast skuldadagar sem verðbólga og við greiðum skuldina saman. Á hverjum bitnar verðbólgan verst? Verðbólgan bitnar verst á þeim sem lítið hafa á milli handanna. Þeir verkalýðsforkólfar sem hæst hrópa um kjör hinna verst stöddu þurfa að skoða samhengi hlutanna ef þeim er virkilega annt um þá sem verst hafa kjörin. Launahækkanir umfram framleiðniaukningu er einfaldasta uppskriftin að verðbólgu. Er aðilum vinnumarkaðarins einum um að kenna? Nei. Getur ríkisstjórnin gert betur? Já. Það þurfa allir að gera betur, ekki bara ríkisstjórnin og ekki bara aðilar vinnumarkaðarins. Það þarf samspil peningastefnu, ríkisfjármála og aðila vinnumarkaðarins auk stöðugleika í helstu viðskiptalöndum okkar til að halda stöðugu verðlagi á Íslandi. Að sækja tekjur í bankana Samfylkingin vill hækka bankaskattinn aftur til að fjármagna svokallaðan kjarapakka. Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar nauðsynlegur vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður. Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Kristrún vill gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem eru með lán þá ætti hún að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra vöruverði. Það er alvöru aðgerð gegn verðbólgu. Hvað þarf þá að gera? Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að sækja tekjur þar sem svigrúm er. Verðbólgan er sameiginlegur óvinur ríkisins, atvinnulífs og borgara. Samningsaðilar þessara aðila þurfa að koma sér saman um að lækka ríkisútgjöld og semja um launahækkanir til langs tíma sem taka fyrst og fremst mið af framleiðniaukningu. Þá þarf að einfalda regluverk og lækka sértæka skatta sem skuldsett heimili borga með hærri vöxtum og hærra verðlagi. Þá lækka verðbólga og vextir í kjölfarið. Það er besta kjaraaðgerð sem hægt er að fara í fyrir íslenskan almenning í vetur, sérstaklega þá sem minnst hafa á milli handanna. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur eina helstu ástæðu stýrivaxtahækkunar vera að almenningur hafi ekki trú á því að ríkisstjórnin geti náð verðbólgunni niður. Í fyrsta lagi er það hlutverk Seðlabankans að ná verðbólgu niður, en ríkisfjármálin spila auðvitað stóran þátt. Í öðru lagi spila aðilar vinnumarkaðarins enn stærra hlutverk en ríkisstjórnin og það sér það hver maður að verkalýðshreyfingin er ekki að tala fyrir því að samið verði um hóflegar launahækkanir. Slíkt birtist augljóslega í verðbólguvæntingum. Kristrún veit það vel að stýrivaxtahækkunin byggir ekki á því að almenningur hafi ekki trú á ríkisstjórninni. Hver er þróunin í helstu undirliðum verðbólgunnar? Húsnæðisliðurinn og alþjóðlegar verðhækkanir hafa minnkað frá síðustu vaxtaákvörðun og gengi krónunnar hækkað, sem ætti að gefa tilefni til þess að verð geti lækkað innanlands að öðru óbreyttu. Annað helst þó ekki óbreytt, heldur hafa laun hækkað um 10% undanfarið ár. Þá lentu mörg fyrirtæki í því að greiða afturvirkt laun eftir kjarasamninga í vor, en vörur og þjónusta höfðu verið seld á verði sem reiknað er út með þeim launum sem voru í gildi á hverjum tíma. Fyrirtæki þurftu að bregðast við með meiri hækkunum en ella til þess að fjármagna afturvirknina. Af hverju hækkuðu þá stýrivextir? Peningastefnunefnd, eins og markaðsaðilar og almenningur veit að fram undan er harður vetur. Kjarasamningar losna og samið verður um laun hjá flestum aðilum samfélagsins. Framleiðniaukning í landinu ber fyrrgreindar launahækkanir engan veginn. Það þýðir að verðmætasköpunin sem er að verða til í samfélaginu er minni en launahækkanirnar. Launahækkanir eru innistæðulausar til meðallangs tíma ef verðmætasköpun stendur ekki undir þeim. Það er eins og að hækka heimildina á kreditkortinu, á endanum kemur að skuldadögum og greiða þarf vexti af kreditkortaskuldinni. Í tilfelli óábyrgra launahækkana birtast skuldadagar sem verðbólga og við greiðum skuldina saman. Á hverjum bitnar verðbólgan verst? Verðbólgan bitnar verst á þeim sem lítið hafa á milli handanna. Þeir verkalýðsforkólfar sem hæst hrópa um kjör hinna verst stöddu þurfa að skoða samhengi hlutanna ef þeim er virkilega annt um þá sem verst hafa kjörin. Launahækkanir umfram framleiðniaukningu er einfaldasta uppskriftin að verðbólgu. Er aðilum vinnumarkaðarins einum um að kenna? Nei. Getur ríkisstjórnin gert betur? Já. Það þurfa allir að gera betur, ekki bara ríkisstjórnin og ekki bara aðilar vinnumarkaðarins. Það þarf samspil peningastefnu, ríkisfjármála og aðila vinnumarkaðarins auk stöðugleika í helstu viðskiptalöndum okkar til að halda stöðugu verðlagi á Íslandi. Að sækja tekjur í bankana Samfylkingin vill hækka bankaskattinn aftur til að fjármagna svokallaðan kjarapakka. Það þarf að hafa í huga að við lifum í dýnamísku samfélagi. Ef bankaskattur hækkar, þá hækkar nauðsynlegur vaxtamunur banka. Bankarnir bregðast hratt við - eins og þeir lækkuðu vexti á lánum þegar bankaskatturinn var lækkaður. Hækkun bankaskatts þýðir að vextir verða hærri en ellegar - m.a. á húsnæðislánum og fyrirtækjalánum. Ef Kristrún vill gera eitthvað fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem eru með lán þá ætti hún að tala fyrir afnámi bankaskattsins og annarra sértækra skatta á fjármálafyrirtæki sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum. Afleiðingarnar yrðu lægri vextir á húsnæðislánum og lægri vextir til fyrirtækja - sem stuðlar að lægra vöruverði. Það er alvöru aðgerð gegn verðbólgu. Hvað þarf þá að gera? Það er alveg á hreinu að það er engin þörf á því að sækja tekjur þar sem svigrúm er. Verðbólgan er sameiginlegur óvinur ríkisins, atvinnulífs og borgara. Samningsaðilar þessara aðila þurfa að koma sér saman um að lækka ríkisútgjöld og semja um launahækkanir til langs tíma sem taka fyrst og fremst mið af framleiðniaukningu. Þá þarf að einfalda regluverk og lækka sértæka skatta sem skuldsett heimili borga með hærri vöxtum og hærra verðlagi. Þá lækka verðbólga og vextir í kjölfarið. Það er besta kjaraaðgerð sem hægt er að fara í fyrir íslenskan almenning í vetur, sérstaklega þá sem minnst hafa á milli handanna. Höfundur er hagfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun