Framvísaði fölsuðum skilríkjum og fer í fangelsi Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 14:48 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, þar af tveggja óskilorðsbundinna, fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og koma því þannig til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í fyrradag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga, útlendingalögum og skjalafals, með því að hafa framvísað í blekkingarskyni við starfsfólk Þjóðskrár Íslands grunnfölsuðu ítölsku kennivottorði. Þannig hafi honum verið kleift að starfa hér á landi á fölsku auðkenni hjá ótilgreindu fyrirtæki á árunum 2019 og 2020, án þess að sækja um atvinnuleyfi, og dvalið í heimildarleysi á Íslandi og Schengen-svæðinu, án áritana og dvalarleyfis, á framangreindu tímabili. Skrópaði Maðurinn var ekki viðstaddur þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll. Því gekk útivistardómur í málinu og háttsemi hans talin sönnuð með vísan til rannsóknargagna. Við ákvörðun refsingar var til þess litið að með brotum sínum var manninum kleift að starfa hér á landi um sextán mánaða skeið án þess að sækja um atvinnuleyfi. Þá var einnig tekið mið af því að ríkir einstaklings-og almannahagsmunir eru bundnir við það að einstaklingar noti rétt persónuauðkenni. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar. Fullnustu þrjátíu daga refsingarinnar var frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í fyrradag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga, útlendingalögum og skjalafals, með því að hafa framvísað í blekkingarskyni við starfsfólk Þjóðskrár Íslands grunnfölsuðu ítölsku kennivottorði. Þannig hafi honum verið kleift að starfa hér á landi á fölsku auðkenni hjá ótilgreindu fyrirtæki á árunum 2019 og 2020, án þess að sækja um atvinnuleyfi, og dvalið í heimildarleysi á Íslandi og Schengen-svæðinu, án áritana og dvalarleyfis, á framangreindu tímabili. Skrópaði Maðurinn var ekki viðstaddur þingfestingu málsins og hafði ekki boðað forföll. Því gekk útivistardómur í málinu og háttsemi hans talin sönnuð með vísan til rannsóknargagna. Við ákvörðun refsingar var til þess litið að með brotum sínum var manninum kleift að starfa hér á landi um sextán mánaða skeið án þess að sækja um atvinnuleyfi. Þá var einnig tekið mið af því að ríkir einstaklings-og almannahagsmunir eru bundnir við það að einstaklingar noti rétt persónuauðkenni. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar. Fullnustu þrjátíu daga refsingarinnar var frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira