Verstappen tryggði sér besta tíma dagsins á sínum síðasta hring og var um hálfri sekúndu á undan Lando Norris sem keyrir fyrir McLaren og George Russel hjá Mercedes. Það gekk á ýmsu í tímatökunum í dag og rauða flaggið fór ítrekað á loft.
Leclerc skidded off onto the grass and took a fairly hefty hit to the barriers
— Formula 1 (@F1) August 26, 2023
Pride bruised, otherwise okay #DutchGP #F1 pic.twitter.com/L7avBtLK9V
Hvorugur bíll Alfa Romeo náði að ljúka tímatökunni og þá var Lewis Hamilton útilokaður frá frekari tímatöku eftir aðra umferð og verður að gera sér 13. sætið að góðu á morgun.
Úrslit tímatökunnar í heild má sjá hér
Útsending frá keppninni hefst á morgun kl. 12:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.