Bestu mörkin: Tap í bikarúrslitum gerði útslagið í titilbaráttu Blika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 13:01 Breiðablik mátti þola óvænt 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum og gengi liðsins hefur verið slakt síðan þá. Vísir/Hulda Margrét Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Breiðabliki hefur fatast flugið í síðustu leikjum og liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Vals. Breiðablik og Valur háðu harða toppbaráttu lengst af í sumar og lengi vel voru Blikar skrefi framar. Íslandsmeistarar Vals hafa þó sigið fram úr á undanförnum vikum, enda er Breiðablik án sigurs í síðustu þremur leikjum. Raunar hefur Breiðablik aðeins unnið tvo leiki af þeim sex sem liðið hefur leikið eftir landsleikjahléið sem var í síðasta mánuði og þrátt fyrir að hafa skorað 42 mörk í þessum 18 umferðum virðist draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn vera að fjara út áður en úrslitakeppnin hefst. „Þær voru svo frábærar og við ræddum það fyrir hlé. Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks] sagði það í viðtali að liðið hefði eiginlega ekki kosið að fá hlé,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Síðan svona hökta þær aðeins eftir það og þessi bikarúrslit fóru með þetta,“ bætti Helena við, en Breiðablik þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum. Sérfræðingar þáttarins hrósuðu Breiðabliki þó fyrir fjölda marka sem liðið hefur skorað í sumar og hversu stór hluti leikmannahópsins hefur komið að mörkum liðsins. Meiðsli og brotthvarf leikmanna í háskóla hafi þó sett strik í reikninginn og voru þær flestar sammála um það að liðinu vanti breidd til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Klippa: Bestu mörkin - Breiðablik Eins og áður segir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar nú þegar komið er að úrslitakeppninni. Liðið er átta stigum á eftir ríkjandi og verðandi Íslandsmeistum Vals og þurfa Blikar líklega frekar að horfa niður fyrir sig í töfluna og einbeita sér að því að halda öðru sætinu frekar en að hafa áhyggjur af titilbaráttu. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Breiðablik og Valur háðu harða toppbaráttu lengst af í sumar og lengi vel voru Blikar skrefi framar. Íslandsmeistarar Vals hafa þó sigið fram úr á undanförnum vikum, enda er Breiðablik án sigurs í síðustu þremur leikjum. Raunar hefur Breiðablik aðeins unnið tvo leiki af þeim sex sem liðið hefur leikið eftir landsleikjahléið sem var í síðasta mánuði og þrátt fyrir að hafa skorað 42 mörk í þessum 18 umferðum virðist draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn vera að fjara út áður en úrslitakeppnin hefst. „Þær voru svo frábærar og við ræddum það fyrir hlé. Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks] sagði það í viðtali að liðið hefði eiginlega ekki kosið að fá hlé,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Síðan svona hökta þær aðeins eftir það og þessi bikarúrslit fóru með þetta,“ bætti Helena við, en Breiðablik þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum. Sérfræðingar þáttarins hrósuðu Breiðabliki þó fyrir fjölda marka sem liðið hefur skorað í sumar og hversu stór hluti leikmannahópsins hefur komið að mörkum liðsins. Meiðsli og brotthvarf leikmanna í háskóla hafi þó sett strik í reikninginn og voru þær flestar sammála um það að liðinu vanti breidd til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Klippa: Bestu mörkin - Breiðablik Eins og áður segir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar nú þegar komið er að úrslitakeppninni. Liðið er átta stigum á eftir ríkjandi og verðandi Íslandsmeistum Vals og þurfa Blikar líklega frekar að horfa niður fyrir sig í töfluna og einbeita sér að því að halda öðru sætinu frekar en að hafa áhyggjur af titilbaráttu.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira