Baldur's Gate 3: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2023 11:13 Spilarar fara víða um Faerún í Baldur's Gate 3. Larian Studios Baldur‘s Gate 3 er líklega besti Dungeons & Dragons leikur sem gerður hefur verið. Spilun hans er einkar skemmtileg og fjölbreytt. Í fljótu bragði man ég ekki eftir að hafa upplifað annað eins frelsi við að leysa úr verkefnum leiks og drepa skrímsli og drullusokka. Persónurnar eru sömuleiðis vel skrifaðar og áhugaverðar, auk þess sem talsetning leiksins er einfaldlega framúrskarandi. Það er líka eitthvað svo merkilegt að fá leik sem virðist bara virka ágætlega. Það er eitthvað sem maður virðist ekki eiga að venjast þessa dagana. Það þýðir samt ekki að BG3 sé gallalaus. Hann er það ekki. Leikurinn er framhald tveggja gífurlega vinsælla leikja frá Bioware sem komu út árið 1998 og 2000 og gerist á Sverðsströndinni í Forgotten Realms, þar sem finna má borgir eins og Baldur‘s Gate og og Neverwinter, þó spilarar heimsæki eingöngu fyrri borgina í þessum leik. Þriðji leikurinn er gerður af fyrirtækinu Larian Studios, sem hafa áður gert Divinity leikina. Það eru mjög góðir sambærilegir ævintýraleikir og BG3 ber mikinn keim af þeim leikjum, sem er að mestu jákvætt. Spilarar setja sig í spor þess sem þeir vilja og taka á honum stóra sínum til að bjarga eigin lífi en sá leiðangur opinberar brátt mikla og alvarlega ógn sem spilarar þurfa að stöðva. Leikurinn hefur verið gefinn út á PC og kemur út á PS5 þann 3. september. Hægt er að spila hann einn og með allt að þremur vinum. Merkilegt að fá kláraðan leik Ég er svolítið seinn í þetta partí, enda kom leikurinn út í byrjun ágúst. Sumarfrí og annað hefur þó komið niður á spilunartíma mínum ég hef ekki haft tök á að skrifa um Baldur‘s Gate fyrr en nú. Betra er seint en aldrei. Það fyrsta sem ég vil segja er: Voðalega er eitthvað kósí að fá leik í hendurnar sem inniheldur ekki eitthvað season pass eða einhverja kaupauka. Bara fullkláraður leikur sem er tiltölulega vel pússaður og maður þarf ekki að borga peninga fyrir nýjan lit á skikkju eða eitthvað svoleiðis kjaftæði. Þetta er hrikalega indælt allt saman. Ég verð að taka fram að ég er ekki búinn með leikinn. Ég er þó langt kominn með einn galdrakarl eftir um fjörutíu klukkustundir. Gallinn er bara að ég er alltaf að búa til nýjar persónur en ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef spilað leikinn. Svo hjálpaði ekki til að við upphaf lokakafla leiksins komst ég að því að ég hafði gert temmilega stór mistök með galdrakarlinn minn, sem heitir Samdalf (Elf-Wizard), og missti smá áhugann á honum. Þá bjó ég til Tiefling Paladin sem heitir einmitt Samadin. Ég hef einnig verið að leika mér með Drow Ranger sem heitir Samolas og fleiri karla sem ég hef notað minna. Larian Studios Spilarar hvattir til tilrauna Eitt það merkilegasta við BG3 er það hve opinn leikurinn er og það meira en flestir aðrir hlutverkaleikir eins af þessari gerð. Þó hann skiptist niður á mörg svæði eru þau mjög stór og borðin gífurlega umfangsmikil. Það er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt og spilarar hafa merkilega mikið frelsi til að leysa verkefni leiksins og ganga frá óvinum sínum, og vinum. Verkefni er hægt að nálgast og leysa á marga vegu og leikurinn hvetur mann til að prófa sig áfram. Sem dæmi, ef þú ert að berjast við óvin sem er viðkvæmur fyrir rafmagni gæti verið gott að byrja á því að kasta vatnsflösku í hann og bleyta hann, áður en þú skýtur í hann eldingaör. Bardagakerfi BG3 er „Turn based“ eins og það er kallað á ensku en það felur í sér að spilarar hreyfa eina persónu í einu. Í upphafi bardaga kastar hver persóna tening, eða tölvan velur tölu af handahófi sem ákvarðar sess viðkomandi í röðinni. Þetta getur verið óþolandi þar sem leikurinn hendir manni stundum í bardaga með persónurnar á asnalegum stöðum. Mér finnst stundum eins og leikurinn taki af manni yfirburðastöðu en það er kannski bara persónulegur pirringur í mér yfir töpuðum bardögum sem ég átti að vinna. Bardagar BG3 eru nefnilega ekki auðveldir og þá sérstaklega snemma í leiknum. Maður þarf að undirbúa sig fyrir bardaga og hugsa út í þá, þar sem ekki gengur upp að reyna að nálgast þá alla með því að hlaupa að óvinunum og berja hann eða stinga. Staðsetning skiptir máli og sömuleiðis er nánast alltaf hægt að finna eitthvað í umhverfinu sem getur hjálpað manni. Í BG3, eins og í D&D, ráða teningarnir öllu. Þegar maður þarf að sjá gildru, slá óvin eða reyna að biðja íkorna um að hætta að bíta þig í fótinn, þá kastar leikurinn tening til að sjá hvort það tekst eða ekki. Þetta getur verið algjörlega óþolandi en það er bara D&D. Það getur þó verið þreytandi að horfa á teninginn rúlla aftur og aftur. Sérstaklega þegar hann er vondur við mann, eins og mér finnst hann mjög oft vera. Galdrar skipta miklu máli í leiknum og það borgar sig að kynna sér vel hvað þeir og aðrir hæfileikar gera.Larian Studios Vel gerðar persónur og mikil talsetning Persónur BG3 standa upp úr. Þær eru merkilega vel skrifaðar og talsettar og á það sérstaklega við þær persónur sem fylgja aðalhetju spilarans eftir. Þar má nefna galdrakarlinn Gale, vampíruna Astarion og hetjuna Wyll. Allar persónurnar eiga sér áhugaverða baksögu sem maður opinberar með því að spila með þeim. Það er samt erfitt að halda öllum ánægðum, þar sem fylgisveinar manns eru mjög mismunandi og sumir eru einfaldlega bara drullusokkar. Það bætir þó endurspilunargildi og gefur manni meira tilefni til að prófa að spila sem „vondi kallinn“ en það er eitthvað sem ég á alltaf erfitt með að gera. Það er í sjálfu sér mjög merkilegt hve mikil talsetningin er fyrir þennan leik. Nánast allar persónur leiksins eru talsettar og það á meira að segja við dýrin. Galdurinn „Speak with animals“ er mjög mikilvægur í þessum leik, þar sem samtöl við dýrin geta verið það allra fyndnasta við BG3. Það getur borgað sig að tala við flestar persónur sem verða á vegi manns í BG3, þó það geti tekið tíma, því það er hægt að finna ný verkefni þannig og jafnvel mikilvæg vopn og aðra hluti. Nánast hver einasta persóna Baldur's Gate er talsett, sem er ákveðið afrek.Larian Studios Ekki gallalaus Þrátt fyrir að ég kunni mjög vel við BG3 er hann ekki gallalaus. Ég hef orðið var við útlitsgalla og spilunargalla og leikurinn hefur nokkrum sinnum frosið eða crashað. Starfsmenn Larian Studios eru þó búnir að gefa út nokkra plástra og ég hef fulla trú á því að þeir muni standa þétt við þennan leik. Leikurinn getur líka verið flókinn og kerfi hans eru oft illa útskýrð. Það finnst mér allavega. Kannski er ég bara vitlaus en það borgar sig að lesa almennilega um hvað galdrar og hæfileikar leiksins gera og prófa sig áfram. Þá er vert að nefna að kerfi leiksins sem heldur utan um eigur manns og muni sökkar stundum. Ég er búinn að verja merkilega miklum tíma í að færa mat, mixtúrur og vopn milli kista og bakpoka, sem getur verið frekar þreytandi. Það getur verið erfitt að halda utan um þetta. Það sama er hægt að segja um dagbók spilara í leiknum. Hún segir manni oft lítið um það hvað maður á að gera og maður þarf oft að verja töluverðum tíma í að átta sig á því, eða nota netið. Það er líka hægt. Annar galli er sá að fylgisveinar manns geta verið mjög heimskir þegar kemur að því að fylgja manni eftir. Sérstaklega þegar maður hoppar eitthvað, eins og maður þarf að gera mjög oft. Það kemur reglulega fyrir að maður þarf að handstýra öllum fjórum persónunum í gegnum eitthvað svæði, sem er pirrandi. Umhverfi Baldur's Gate 3 er oftar en ekki mjög flott.Larian Studios Samantekt-ish Starfsmenn Larian Studios hafa skilað af sér mögnuðum leik sem ég á erfitt með að gagnrýna af einhverju viti. Það er vel hægt að tapa sér klukkustundunum saman í þessum leik og skemmta sér konunglega. Baldur's Gate 3 er heljarinnar leikur sem enginn aðdáandi hlutverkaleikja á að láta fram hjá sér fara. Eitt stærsta vandamálið er þó það að hann krefst mikillar skuldbindingar og það tekur tugi klukkustunda að fara einu sinni í gegnum hann og endurspilunargildi leiksins er mjög mikið. Það er best að líta á þetta sem langtímafjárfestingu. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Persónurnar eru sömuleiðis vel skrifaðar og áhugaverðar, auk þess sem talsetning leiksins er einfaldlega framúrskarandi. Það er líka eitthvað svo merkilegt að fá leik sem virðist bara virka ágætlega. Það er eitthvað sem maður virðist ekki eiga að venjast þessa dagana. Það þýðir samt ekki að BG3 sé gallalaus. Hann er það ekki. Leikurinn er framhald tveggja gífurlega vinsælla leikja frá Bioware sem komu út árið 1998 og 2000 og gerist á Sverðsströndinni í Forgotten Realms, þar sem finna má borgir eins og Baldur‘s Gate og og Neverwinter, þó spilarar heimsæki eingöngu fyrri borgina í þessum leik. Þriðji leikurinn er gerður af fyrirtækinu Larian Studios, sem hafa áður gert Divinity leikina. Það eru mjög góðir sambærilegir ævintýraleikir og BG3 ber mikinn keim af þeim leikjum, sem er að mestu jákvætt. Spilarar setja sig í spor þess sem þeir vilja og taka á honum stóra sínum til að bjarga eigin lífi en sá leiðangur opinberar brátt mikla og alvarlega ógn sem spilarar þurfa að stöðva. Leikurinn hefur verið gefinn út á PC og kemur út á PS5 þann 3. september. Hægt er að spila hann einn og með allt að þremur vinum. Merkilegt að fá kláraðan leik Ég er svolítið seinn í þetta partí, enda kom leikurinn út í byrjun ágúst. Sumarfrí og annað hefur þó komið niður á spilunartíma mínum ég hef ekki haft tök á að skrifa um Baldur‘s Gate fyrr en nú. Betra er seint en aldrei. Það fyrsta sem ég vil segja er: Voðalega er eitthvað kósí að fá leik í hendurnar sem inniheldur ekki eitthvað season pass eða einhverja kaupauka. Bara fullkláraður leikur sem er tiltölulega vel pússaður og maður þarf ekki að borga peninga fyrir nýjan lit á skikkju eða eitthvað svoleiðis kjaftæði. Þetta er hrikalega indælt allt saman. Ég verð að taka fram að ég er ekki búinn með leikinn. Ég er þó langt kominn með einn galdrakarl eftir um fjörutíu klukkustundir. Gallinn er bara að ég er alltaf að búa til nýjar persónur en ég hef ekki tölu á því hve oft ég hef spilað leikinn. Svo hjálpaði ekki til að við upphaf lokakafla leiksins komst ég að því að ég hafði gert temmilega stór mistök með galdrakarlinn minn, sem heitir Samdalf (Elf-Wizard), og missti smá áhugann á honum. Þá bjó ég til Tiefling Paladin sem heitir einmitt Samadin. Ég hef einnig verið að leika mér með Drow Ranger sem heitir Samolas og fleiri karla sem ég hef notað minna. Larian Studios Spilarar hvattir til tilrauna Eitt það merkilegasta við BG3 er það hve opinn leikurinn er og það meira en flestir aðrir hlutverkaleikir eins af þessari gerð. Þó hann skiptist niður á mörg svæði eru þau mjög stór og borðin gífurlega umfangsmikil. Það er alltaf hægt að finna eitthvað nýtt og spilarar hafa merkilega mikið frelsi til að leysa verkefni leiksins og ganga frá óvinum sínum, og vinum. Verkefni er hægt að nálgast og leysa á marga vegu og leikurinn hvetur mann til að prófa sig áfram. Sem dæmi, ef þú ert að berjast við óvin sem er viðkvæmur fyrir rafmagni gæti verið gott að byrja á því að kasta vatnsflösku í hann og bleyta hann, áður en þú skýtur í hann eldingaör. Bardagakerfi BG3 er „Turn based“ eins og það er kallað á ensku en það felur í sér að spilarar hreyfa eina persónu í einu. Í upphafi bardaga kastar hver persóna tening, eða tölvan velur tölu af handahófi sem ákvarðar sess viðkomandi í röðinni. Þetta getur verið óþolandi þar sem leikurinn hendir manni stundum í bardaga með persónurnar á asnalegum stöðum. Mér finnst stundum eins og leikurinn taki af manni yfirburðastöðu en það er kannski bara persónulegur pirringur í mér yfir töpuðum bardögum sem ég átti að vinna. Bardagar BG3 eru nefnilega ekki auðveldir og þá sérstaklega snemma í leiknum. Maður þarf að undirbúa sig fyrir bardaga og hugsa út í þá, þar sem ekki gengur upp að reyna að nálgast þá alla með því að hlaupa að óvinunum og berja hann eða stinga. Staðsetning skiptir máli og sömuleiðis er nánast alltaf hægt að finna eitthvað í umhverfinu sem getur hjálpað manni. Í BG3, eins og í D&D, ráða teningarnir öllu. Þegar maður þarf að sjá gildru, slá óvin eða reyna að biðja íkorna um að hætta að bíta þig í fótinn, þá kastar leikurinn tening til að sjá hvort það tekst eða ekki. Þetta getur verið algjörlega óþolandi en það er bara D&D. Það getur þó verið þreytandi að horfa á teninginn rúlla aftur og aftur. Sérstaklega þegar hann er vondur við mann, eins og mér finnst hann mjög oft vera. Galdrar skipta miklu máli í leiknum og það borgar sig að kynna sér vel hvað þeir og aðrir hæfileikar gera.Larian Studios Vel gerðar persónur og mikil talsetning Persónur BG3 standa upp úr. Þær eru merkilega vel skrifaðar og talsettar og á það sérstaklega við þær persónur sem fylgja aðalhetju spilarans eftir. Þar má nefna galdrakarlinn Gale, vampíruna Astarion og hetjuna Wyll. Allar persónurnar eiga sér áhugaverða baksögu sem maður opinberar með því að spila með þeim. Það er samt erfitt að halda öllum ánægðum, þar sem fylgisveinar manns eru mjög mismunandi og sumir eru einfaldlega bara drullusokkar. Það bætir þó endurspilunargildi og gefur manni meira tilefni til að prófa að spila sem „vondi kallinn“ en það er eitthvað sem ég á alltaf erfitt með að gera. Það er í sjálfu sér mjög merkilegt hve mikil talsetningin er fyrir þennan leik. Nánast allar persónur leiksins eru talsettar og það á meira að segja við dýrin. Galdurinn „Speak with animals“ er mjög mikilvægur í þessum leik, þar sem samtöl við dýrin geta verið það allra fyndnasta við BG3. Það getur borgað sig að tala við flestar persónur sem verða á vegi manns í BG3, þó það geti tekið tíma, því það er hægt að finna ný verkefni þannig og jafnvel mikilvæg vopn og aðra hluti. Nánast hver einasta persóna Baldur's Gate er talsett, sem er ákveðið afrek.Larian Studios Ekki gallalaus Þrátt fyrir að ég kunni mjög vel við BG3 er hann ekki gallalaus. Ég hef orðið var við útlitsgalla og spilunargalla og leikurinn hefur nokkrum sinnum frosið eða crashað. Starfsmenn Larian Studios eru þó búnir að gefa út nokkra plástra og ég hef fulla trú á því að þeir muni standa þétt við þennan leik. Leikurinn getur líka verið flókinn og kerfi hans eru oft illa útskýrð. Það finnst mér allavega. Kannski er ég bara vitlaus en það borgar sig að lesa almennilega um hvað galdrar og hæfileikar leiksins gera og prófa sig áfram. Þá er vert að nefna að kerfi leiksins sem heldur utan um eigur manns og muni sökkar stundum. Ég er búinn að verja merkilega miklum tíma í að færa mat, mixtúrur og vopn milli kista og bakpoka, sem getur verið frekar þreytandi. Það getur verið erfitt að halda utan um þetta. Það sama er hægt að segja um dagbók spilara í leiknum. Hún segir manni oft lítið um það hvað maður á að gera og maður þarf oft að verja töluverðum tíma í að átta sig á því, eða nota netið. Það er líka hægt. Annar galli er sá að fylgisveinar manns geta verið mjög heimskir þegar kemur að því að fylgja manni eftir. Sérstaklega þegar maður hoppar eitthvað, eins og maður þarf að gera mjög oft. Það kemur reglulega fyrir að maður þarf að handstýra öllum fjórum persónunum í gegnum eitthvað svæði, sem er pirrandi. Umhverfi Baldur's Gate 3 er oftar en ekki mjög flott.Larian Studios Samantekt-ish Starfsmenn Larian Studios hafa skilað af sér mögnuðum leik sem ég á erfitt með að gagnrýna af einhverju viti. Það er vel hægt að tapa sér klukkustundunum saman í þessum leik og skemmta sér konunglega. Baldur's Gate 3 er heljarinnar leikur sem enginn aðdáandi hlutverkaleikja á að láta fram hjá sér fara. Eitt stærsta vandamálið er þó það að hann krefst mikillar skuldbindingar og það tekur tugi klukkustunda að fara einu sinni í gegnum hann og endurspilunargildi leiksins er mjög mikið. Það er best að líta á þetta sem langtímafjárfestingu.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira