Tillögur og úrbætur til þess fallnar að hafa áhrif á árangur hvalveiða Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2023 16:47 Svandís Svavarsdóttir þarf að taka ákvörðun um hvalveiðar fljótlega. Vísir/Vilhelm Starfshópur, sem matvælaráðherra skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í dag. Í starfshópnum sátu fulltrúar matvælaráðuneytis, fulltrúi Matvælastofnunar og fulltrúi Fiskistofu, auk þess sem hópurinn kallaði utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. „Ráðuneytið hefur nú skýrslu starfshópsins til skoðunar þannig að hægt sé að undirbyggja næstu skref. Hér eftir sem hingað til verða allar ráðstafanir byggðar á gildandi lögum, faglegum sjónarmiðum og í samræmi við vandaða stjórnsýslu,“ segir í tilkynningu. Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Ekki hægt að útiloka að nýjar aðferðir séu betri en gamlar Starfshópurinn rýndi fram komnar tillögur að bættum veiðiaðferðum í skýrslunni, auk þess sem fjallað er um önnur atriði sem lúta að ákvarðanatöku um veiðarnar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Starfshópurinn telur að mögulegt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Að mati starfshópsins eru framkomnar tillögur og þær úrbætur sem þeim er ætlað að hafa til þess fallnar að hafa áhrif á árangur við veiðarnar. Starfshópurinn telur ekki unnt að útiloka miðað við lýsingar á þeim ólíku aðferðum sem lagt hefur verið mat á að veiðar með breyttum aðferðum séu betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum sé litið til mögulegra samlegðaráhrifa þeirra. Utan verksviðs að ákveða hvort hvalveiðar séu ásættanlegar Í lokaorðum skýrslunnar segir að starfshópnum hafi verið falið að rýna fyrirliggjandi tillögur sem snúa að úrbótum að veiðiaðferðum og veiðarfærum sem notaðar eru við veiðar á langreyðum, bæta við tillögum eftir atvikum og skila tillögum um valkosti eða mögulegar lausnir um hvað sé raunhæft. Þær úrbótatillögur sem starfshópurinn telji að komi helst til greina séu ný gerð miðs, ný skotlína, skotlínukarfa, mat á færi og þjálfun og reynsla skotmanna og áhafna. Í þeim tilvikum þegar skjóta þarf lausum skutli sé það mat starfshópsins að skutulskott sé til bóta. „Rýni starfshópsins hefur tekið til þess hvort og þá hvernig unnt er að bæta búnað og aðferðir við veiðar á langreyðum. Eins og fram kemur telur starfshópurinn að ýmsar leiðir séu færar í þeim efnum. Í þessu felst hins vegar ekki mat á því hvort framkomnar úrbætur séu til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Fellur það utan við verksvið starfshópsins,“ segir í lokaorðum. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15 Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Starfshópurinn skilaði af sér skýrslu til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í dag. Í starfshópnum sátu fulltrúar matvælaráðuneytis, fulltrúi Matvælastofnunar og fulltrúi Fiskistofu, auk þess sem hópurinn kallaði utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. „Ráðuneytið hefur nú skýrslu starfshópsins til skoðunar þannig að hægt sé að undirbyggja næstu skref. Hér eftir sem hingað til verða allar ráðstafanir byggðar á gildandi lögum, faglegum sjónarmiðum og í samræmi við vandaða stjórnsýslu,“ segir í tilkynningu. Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Ekki hægt að útiloka að nýjar aðferðir séu betri en gamlar Starfshópurinn rýndi fram komnar tillögur að bættum veiðiaðferðum í skýrslunni, auk þess sem fjallað er um önnur atriði sem lúta að ákvarðanatöku um veiðarnar. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru eftirfarandi: Starfshópurinn telur að mögulegt sé að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Að mati starfshópsins eru framkomnar tillögur og þær úrbætur sem þeim er ætlað að hafa til þess fallnar að hafa áhrif á árangur við veiðarnar. Starfshópurinn telur ekki unnt að útiloka miðað við lýsingar á þeim ólíku aðferðum sem lagt hefur verið mat á að veiðar með breyttum aðferðum séu betur til þess fallnar en eldri aðferðir að fækka frávikum sé litið til mögulegra samlegðaráhrifa þeirra. Utan verksviðs að ákveða hvort hvalveiðar séu ásættanlegar Í lokaorðum skýrslunnar segir að starfshópnum hafi verið falið að rýna fyrirliggjandi tillögur sem snúa að úrbótum að veiðiaðferðum og veiðarfærum sem notaðar eru við veiðar á langreyðum, bæta við tillögum eftir atvikum og skila tillögum um valkosti eða mögulegar lausnir um hvað sé raunhæft. Þær úrbótatillögur sem starfshópurinn telji að komi helst til greina séu ný gerð miðs, ný skotlína, skotlínukarfa, mat á færi og þjálfun og reynsla skotmanna og áhafna. Í þeim tilvikum þegar skjóta þarf lausum skutli sé það mat starfshópsins að skutulskott sé til bóta. „Rýni starfshópsins hefur tekið til þess hvort og þá hvernig unnt er að bæta búnað og aðferðir við veiðar á langreyðum. Eins og fram kemur telur starfshópurinn að ýmsar leiðir séu færar í þeim efnum. Í þessu felst hins vegar ekki mat á því hvort framkomnar úrbætur séu til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Fellur það utan við verksvið starfshópsins,“ segir í lokaorðum.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15 Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Áframhaldandi bann hafi alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag. 28. ágúst 2023 12:15
Andstaðan eykst almennt og frekar hjá körlum Andstaða við hvalveiðar hefur aukist á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. 42 prósent segjast nú mótfallin hvalveiðum, samanborið við 35 prósent í maí 2022. 28. ágúst 2023 07:53