Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2023 23:41 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. Mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa svipt mann frelsi í um fimm klukkustundir að heimili hans og beitt hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná frá honum verðmætum. Annar þeirra hafi slegið hann í höfuðið og í kjölfarið hafi þeir í sameiningu bundið hann á höndum og fótum í rúmi hans. Hinn hafi þá lagt hníf að hálsi og enni mannsins og hótað honum lífláti, jafnframt sem hann hafi otað sporjárni að honum og hótað að reka það inn í endaþarm hans og neytt hann þannig til að gefa upp lykilorð að farsíma sínum og heimabanka. Hótuðu öllu illu Á meðan hafi félaginn farið ránshendi um heimili fórnarlambsins og safnað saman sjónvarpstæki, leikjatölvu, trommusetti, fartölvu, hátalara, húslyklum og farsíma. Þá hafi þeir borið munina í sameiningu út í bíl fórnarlambsins, ekið honum á brott og skilið fórnarlamb sitt eftir bundið og með límt fyrir munn með flutningalímbandi. Við atlöguna hlaut maðurinn um fjögurra sentimetra stórt stjörnulaga sár á hnakka og rispu á enni og í hársverði. Handtekinn í miðjum rúnti Annar mannanna var handtekinn síðar sama dag þegar lögregla stöðvaði för hans á Snorrabraut þegar hann rúntaði um á bíl fórnarlambsins. Í bílnum fannst ofangreindur ránsfengur. Hinn maðurinn var sömuleiðis handtekinn samdægurs. Sá var með farsíma fórnarlambsins í fórum sínum og þá hafði verið búinn að ráðstafa rétt tæplega sjö hundruð þúsund krónum af bankareikningi fórnarlambsins með símanum. Beitti klaufhamri á endaþarm og typpi Maðurinn sem er sakaður um að hafa slegið fórnarlambið í höfuðið með flösku sætir ákæru fyrir stórfellda líkamsárás auk ákæru fyrir frelsissvipringu og rán, sem hinn sætir einnig. Sá sætir auk þess ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot, með því að hafa í ofangreint sinn, þar sem maðurinn lá bundinn í rúmi sínu á höndum og fótum, haft við hann önnur kynferðismök en samræði gegn vilja hans, með því að draga buxur og nærbuxur hans niður og þrýsta klaufhamri í endaþarmsop hans og þannig skakað hamrinum fram og til baka og slegið hann tvívegis með hamrinum í getnaðarlim hans og á sama tíma tekið athæfið upp á farsíma hans og hótað honum að setja myndskeiðið í dreifingu á netinu ef hann leitaði til lögreglu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Mennirnir tveir eru sakaðir um að hafa svipt mann frelsi í um fimm klukkustundir að heimili hans og beitt hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná frá honum verðmætum. Annar þeirra hafi slegið hann í höfuðið og í kjölfarið hafi þeir í sameiningu bundið hann á höndum og fótum í rúmi hans. Hinn hafi þá lagt hníf að hálsi og enni mannsins og hótað honum lífláti, jafnframt sem hann hafi otað sporjárni að honum og hótað að reka það inn í endaþarm hans og neytt hann þannig til að gefa upp lykilorð að farsíma sínum og heimabanka. Hótuðu öllu illu Á meðan hafi félaginn farið ránshendi um heimili fórnarlambsins og safnað saman sjónvarpstæki, leikjatölvu, trommusetti, fartölvu, hátalara, húslyklum og farsíma. Þá hafi þeir borið munina í sameiningu út í bíl fórnarlambsins, ekið honum á brott og skilið fórnarlamb sitt eftir bundið og með límt fyrir munn með flutningalímbandi. Við atlöguna hlaut maðurinn um fjögurra sentimetra stórt stjörnulaga sár á hnakka og rispu á enni og í hársverði. Handtekinn í miðjum rúnti Annar mannanna var handtekinn síðar sama dag þegar lögregla stöðvaði för hans á Snorrabraut þegar hann rúntaði um á bíl fórnarlambsins. Í bílnum fannst ofangreindur ránsfengur. Hinn maðurinn var sömuleiðis handtekinn samdægurs. Sá var með farsíma fórnarlambsins í fórum sínum og þá hafði verið búinn að ráðstafa rétt tæplega sjö hundruð þúsund krónum af bankareikningi fórnarlambsins með símanum. Beitti klaufhamri á endaþarm og typpi Maðurinn sem er sakaður um að hafa slegið fórnarlambið í höfuðið með flösku sætir ákæru fyrir stórfellda líkamsárás auk ákæru fyrir frelsissvipringu og rán, sem hinn sætir einnig. Sá sætir auk þess ákæru fyrir nauðgun og kynferðisbrot, með því að hafa í ofangreint sinn, þar sem maðurinn lá bundinn í rúmi sínu á höndum og fótum, haft við hann önnur kynferðismök en samræði gegn vilja hans, með því að draga buxur og nærbuxur hans niður og þrýsta klaufhamri í endaþarmsop hans og þannig skakað hamrinum fram og til baka og slegið hann tvívegis með hamrinum í getnaðarlim hans og á sama tíma tekið athæfið upp á farsíma hans og hótað honum að setja myndskeiðið í dreifingu á netinu ef hann leitaði til lögreglu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira