Haaland átti algjörlega frábært tímabil þegar hann skoraði 36 mörk í 38 leikjum fyrir Englandsmeistara Manchester City, sem er met.
Haaland kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina og virtist ekkert geta stöðvað hann í markaskorun á leið City í átt að enska meistaratitlinum.
Norðmaðurinn var einnig tilnefndur sem besti ungi leikmaður deildarinnar, enda aðeins 23 ára gamall, en það var Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, sem hreppti þau verðlaun.