Fótbolti

Ágúst Orri genginn í raðir Genoa

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ágúst Orri Þorsteinsson er orðinn leikmaður Genoa.
Ágúst Orri Þorsteinsson er orðinn leikmaður Genoa. Genoa

Knattspyrnumaðurinn Ágúst Orri Þorsteinsson er genginn í raðir ítalska úrvalsdeildarfélagsins Genoa frá Breiðabliki.

Ágúst er 18 ára gamall vængmaður sem hefur komið við sögu í 14 leikjum fyrir Breiðablik í sumar, þar af níu sinnum sem byrjunarliðsmaður, og skorað í þeim eitt mark.

Hann gekk í raðir Malmö fyrir tímabilið í fyrra, en snéri aftur í herbúðir Breiðabliks í byrjun þessa árs.

Ágúst á að baki 15 leiki fyrir yngri landsliðs Íslands og var meðal annars hluti af U19 ára landsliðinu sem tók þátt á lokakeppni EM í sumar. Þar skoraði hann eitt mark, í leik gegn Spánverjum.

Hjá Genoa hittir Ágúst fyrir annan Íslending, en Albert Guðmundsson leikur með liðinu. Albert hefur þó verið orðaður við brottför frá félaginu og hefur Napoli verið nefnt í því samhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×