Eldislaxar veiðast í mörgum ám Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2023 12:46 Það er sorglegt að segja frá því að eldislax hefur veiðst ansi víða síðustu daga og það er augljóst að þetta er bara byrjunin. Fullyrðing talsmanna þeirra fyrirtækja sem standa að sjókvíaeldi um að þetta sé örugg atvinnugrein og að lax sem sleppi úr kvíum fari ekki upp í árnar á landinu er lítils virði í dag. Listinn yfir árnar þar sem eldislaxar hafa veiðst síðustu daga er orðinn ansi langur og lengist enn. Um er að ræða eldislax af norskum uppruna sem er erfðalega mjög frábrugðinn íslenska laxinum og skaðsemi blöndunar þessara tveggja erfðastofna er hinum einstaka stofni Íslenska laxsins mjög hættuleg. Ítrekuð slys við sjókvíaeldi getur ekki annað en verið umhugsunarmál fyrir alla sem að greininni standa sem og þeim sem eiga mikið undir því að Íslenski laxinn haldi velli. Meðal þeirra laxveiðiáa þar sem eldislaxar hafa veiðst í eru Víðidalsá, Blanda, Miðfjarðará, Laxá í Aðaldal, Langá, Laxá á Ásum, Vatnsdalsá og Sandá í Þistilfirði en þessi listi er ekki tæmandi. Það er augljóst að gríðalegir hagsmunir eru undir hjá báðum aðilum, bæði fyrirtækjum í sjókvíaeldi sem og landeigendum, leigutökum, veiðimönnum og öllum þeim sem starfa við báðar þessar atvinnu greinar. Staðan má samt ekki verða sú að önnur greinin eigi það á hættu að útrýma annarri en það er það sem við erum að tefla á tæpasta vaði með. Sjáðu til, það er hægt að fara með eldið á land en villti laxinn á ekki annað að en ána sína. Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Veiði
Fullyrðing talsmanna þeirra fyrirtækja sem standa að sjókvíaeldi um að þetta sé örugg atvinnugrein og að lax sem sleppi úr kvíum fari ekki upp í árnar á landinu er lítils virði í dag. Listinn yfir árnar þar sem eldislaxar hafa veiðst síðustu daga er orðinn ansi langur og lengist enn. Um er að ræða eldislax af norskum uppruna sem er erfðalega mjög frábrugðinn íslenska laxinum og skaðsemi blöndunar þessara tveggja erfðastofna er hinum einstaka stofni Íslenska laxsins mjög hættuleg. Ítrekuð slys við sjókvíaeldi getur ekki annað en verið umhugsunarmál fyrir alla sem að greininni standa sem og þeim sem eiga mikið undir því að Íslenski laxinn haldi velli. Meðal þeirra laxveiðiáa þar sem eldislaxar hafa veiðst í eru Víðidalsá, Blanda, Miðfjarðará, Laxá í Aðaldal, Langá, Laxá á Ásum, Vatnsdalsá og Sandá í Þistilfirði en þessi listi er ekki tæmandi. Það er augljóst að gríðalegir hagsmunir eru undir hjá báðum aðilum, bæði fyrirtækjum í sjókvíaeldi sem og landeigendum, leigutökum, veiðimönnum og öllum þeim sem starfa við báðar þessar atvinnu greinar. Staðan má samt ekki verða sú að önnur greinin eigi það á hættu að útrýma annarri en það er það sem við erum að tefla á tæpasta vaði með. Sjáðu til, það er hægt að fara með eldið á land en villti laxinn á ekki annað að en ána sína.
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Veiði