Kallar Rubiales gungu og segir hann hafa skemmt sér með táningum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 07:00 Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Alex Pantling/Getty Images Juan Rubiales, frændi Luis Rubiales – forseta spænska knattspyrnusambandsins, kallar frænda sinn gungu og segir frá veisluhöldum með táningum sem voru mögulega ólögráða. Luis hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann kyssti Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, á munninn eftir að Spánn sigraði England í úrslitum HM kvenna í knattspyrnu fyrr í mánuðinum. Þó nærri allir hafi gefist upp á Luis, að móður hans undanskilinni, þá situr Luis sem fastast sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Það er hins vegar ljóst að móðir hans er ein á báti þegar kemur að Rubiales-fjölskyldunni og stuðningi við Luis. Juan Rubiales starfaði fyrir frænda sinn frá 2018 til 2020 en þar áður starfaði hann sem blaðamaður. Hann mætti í viðtal við spænska miðilinn El Confidencial og það er ljóst að álit Juan á frænda sínum er ekki hátt. Juan tekur fram í viðtalinu að öll Rubiales-fjölskyldan, fyrir utan móður Luis, standi með Jenni Hermoso. Þá bætir hann við að frændi sinn sé „gunga“ sem er sjúkur í völd, lúxuslíferni og kvenfólk. „Hann þarf endurmenntun í því hvernig maður kemur fram við konur,“ bætti Juan við. Þá sagði hann frá veislu sem frændi hans hélt í bænum Salobreña á Spáni. Juan lýsti því hvernig fjöldinn allur af táningsstelpum hefði verið á svæðinu, stúlkur sem voru nægilega ungar til að vera dætur hans. Juan gat ekki staðfest hvort táningarnir væru orðnir lögráða en Luis sagði að þær væru af „skemmtistöðum bæjarins.“ Entrevista a Juan Rubiales: "Yo me di cuenta de que no tenía talla para ser presidente de la Federación, ni quería serlo. Ha utilizado la RFEF para su bien personal""Es un hombre obsesionado con el poder, el lujo, el dinero e incluso las mujeres. Creo que necesita un programa pic.twitter.com/pwz0GlX148— El Confidencial (@elconfidencial) August 30, 2023 „Ég veit ekki hvað gerðist þar og ég vil ekki vitað það. Ég læsti mig inn í herberginu mínu og horfði á fótbolta. Ég trúði þessu ekki,“ sagði Juan um veisluna í Salobreña. Eftir veisluna ku Luis hafa eytt öllum smáskilaboðum í símanum sínum og hafa ráðið sér einkaspæjara. „Hann var hræddur, hann hélt það myndi einhver tilkynna hvað gerðist, sagði Juan jafnframt. Þegar þetta er skrifað er Luis enn í starfi þrátt fyrir mikil mótmæli. Hversu lengi hann verður við völd verður að koma í ljós. Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Luis hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann kyssti Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, á munninn eftir að Spánn sigraði England í úrslitum HM kvenna í knattspyrnu fyrr í mánuðinum. Þó nærri allir hafi gefist upp á Luis, að móður hans undanskilinni, þá situr Luis sem fastast sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Það er hins vegar ljóst að móðir hans er ein á báti þegar kemur að Rubiales-fjölskyldunni og stuðningi við Luis. Juan Rubiales starfaði fyrir frænda sinn frá 2018 til 2020 en þar áður starfaði hann sem blaðamaður. Hann mætti í viðtal við spænska miðilinn El Confidencial og það er ljóst að álit Juan á frænda sínum er ekki hátt. Juan tekur fram í viðtalinu að öll Rubiales-fjölskyldan, fyrir utan móður Luis, standi með Jenni Hermoso. Þá bætir hann við að frændi sinn sé „gunga“ sem er sjúkur í völd, lúxuslíferni og kvenfólk. „Hann þarf endurmenntun í því hvernig maður kemur fram við konur,“ bætti Juan við. Þá sagði hann frá veislu sem frændi hans hélt í bænum Salobreña á Spáni. Juan lýsti því hvernig fjöldinn allur af táningsstelpum hefði verið á svæðinu, stúlkur sem voru nægilega ungar til að vera dætur hans. Juan gat ekki staðfest hvort táningarnir væru orðnir lögráða en Luis sagði að þær væru af „skemmtistöðum bæjarins.“ Entrevista a Juan Rubiales: "Yo me di cuenta de que no tenía talla para ser presidente de la Federación, ni quería serlo. Ha utilizado la RFEF para su bien personal""Es un hombre obsesionado con el poder, el lujo, el dinero e incluso las mujeres. Creo que necesita un programa pic.twitter.com/pwz0GlX148— El Confidencial (@elconfidencial) August 30, 2023 „Ég veit ekki hvað gerðist þar og ég vil ekki vitað það. Ég læsti mig inn í herberginu mínu og horfði á fótbolta. Ég trúði þessu ekki,“ sagði Juan um veisluna í Salobreña. Eftir veisluna ku Luis hafa eytt öllum smáskilaboðum í símanum sínum og hafa ráðið sér einkaspæjara. „Hann var hræddur, hann hélt það myndi einhver tilkynna hvað gerðist, sagði Juan jafnframt. Þegar þetta er skrifað er Luis enn í starfi þrátt fyrir mikil mótmæli. Hversu lengi hann verður við völd verður að koma í ljós.
Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira