Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2023 14:37 Gylfi Þór Sigurðsson hefur leikið 78 landsleiki og skorað 25 mörk. vísir/Hulda Margrét Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi hefur skrifað undir eins árs samning við Lyngby sem er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þjálfari þess er Freyr Alexandersson sem Gylfi þekkir vel frá því Freyr var í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. Þá leika Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon með Lyngby og Alfreð Finnbogason er nýfarinn frá liðinu. „Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk hjá félaginu. Það er ekkert leyndarmál að samband okkar Freys er gott. Ég hef líka talað mikið við Alfreð sem er mjög góður vinur minn. Hann sagði mér margt um félagið, andrúmsloftið þar og liðið sjálft. Bæði Freyr og Alfreð töluðu vel um félagið og hingað til skil ég af hverju,“ sagði Gylfi við heimasíðu Lyngby. „Ég upplifi Lyngby sem mjög fjölskylduvænt félag þar sem andrúmsloftið í kringum liðið er gott. Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir. Hópurinn virðist vera í góðu jafnvægi og ég er mjög ánægður að vera hérna.“ Gylfi hlakkar til að hjálpa Lyngby að ná markmiðum sínum á tímabilinu með reynslu sinni og færni. „Ég vona að ég geti lagt mitt að mörkum með reynslu og getu. Ég veit að það eru margir ungir og hæfileikaríkir leikmenn í liðinu sem vilja læra af mér svo við getum tekið næsta skref,“ sagði Gylfi sem er spenntur að spila fyrir framan stuðningsmenn Lyngby. „Ég hef heyrt um stuðninginn sem við fáum og hlakka mjög til að hitta og ekki síst spila fyrir stuðningsmennina.“ Gylfi mun leika í treyju númer átján hjá Lyngby. Danski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira
Gylfi hefur skrifað undir eins árs samning við Lyngby sem er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þjálfari þess er Freyr Alexandersson sem Gylfi þekkir vel frá því Freyr var í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. Þá leika Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon með Lyngby og Alfreð Finnbogason er nýfarinn frá liðinu. „Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk hjá félaginu. Það er ekkert leyndarmál að samband okkar Freys er gott. Ég hef líka talað mikið við Alfreð sem er mjög góður vinur minn. Hann sagði mér margt um félagið, andrúmsloftið þar og liðið sjálft. Bæði Freyr og Alfreð töluðu vel um félagið og hingað til skil ég af hverju,“ sagði Gylfi við heimasíðu Lyngby. „Ég upplifi Lyngby sem mjög fjölskylduvænt félag þar sem andrúmsloftið í kringum liðið er gott. Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir. Hópurinn virðist vera í góðu jafnvægi og ég er mjög ánægður að vera hérna.“ Gylfi hlakkar til að hjálpa Lyngby að ná markmiðum sínum á tímabilinu með reynslu sinni og færni. „Ég vona að ég geti lagt mitt að mörkum með reynslu og getu. Ég veit að það eru margir ungir og hæfileikaríkir leikmenn í liðinu sem vilja læra af mér svo við getum tekið næsta skref,“ sagði Gylfi sem er spenntur að spila fyrir framan stuðningsmenn Lyngby. „Ég hef heyrt um stuðninginn sem við fáum og hlakka mjög til að hitta og ekki síst spila fyrir stuðningsmennina.“ Gylfi mun leika í treyju númer átján hjá Lyngby.
Danski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Sjá meira