Fjársjóður hafsins Rúnar Magni Jónsson skrifar 1. september 2023 09:01 Íslendingar hafa löngum verið meðvitaðir um möguleika á sjálfbærri öflun, ræktun og vinnslu á þörungum. Á undanförnum misserum hefur komið enn frekar í ljós hversu mikil tækifæri leynast undir yfirborði sjávar. Við strendur landsins er mikið magn af villtum þörungum ásamt því að skilyrði á Íslandi eru einstaklega góð til ræktunar á þörungum, bæði á láði og legi. Þrátt fyrir það erum við aðeins nýfarin að sækja inn á ört stækkandi markað þörunga í heiminum. Í nýlegri skýrslu frá World Bank um sjávarþörunga er spáð miklum vexti í geiranum á næstu árum. Þörungar skiptast í tvær tegundir, stórþörunga sem eru þang og þari unnin beint úr sjónum, bæði úr þörungaeldi og sem villtur gróður, og smáþörunga sem eru ræktaðir á landi. Án þess að við séum meðvituð um það þá er verið að nýta þörungaafurðir í fjölda vara s.s. íblöndunarefni í matvæli, fæðubótarefni, dýrafóður, áburð, snyrtivörur, plast, pappa, efnavöru og margt fleira. Þannig felast í ræktun og eldi þörunga gríðarlegir möguleikar til nýsköpunar. Heildarframleiðsla þörunga á heimsvísu samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er um 36 milljónir tonna, þar af eru 35 milljónir tonna úr ræktun. Kína er þar langstærst ásamt öðrum Asíulöndum en Kanada og Bandaríkin hafa verið að sækja í sig veðrið. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að samskonar framleiðsla í Evrópu muni vaxa úr 300.000 tonnum á ári í 8 milljónir tonna á ári árið 2030 og að virði markaðarins í Evrópu verði í kringum 9,3 milljarða evra sama ár. Í skýrslu frá Matvælaráðuneytinu frá því í febrúar á þessu ári kemur fram að tækifæri Íslands til að taka þátt í þessum vexti séu mikil. Íslensk fyrirtæki líkt og Vaxa Technologies og Algalíf eru nú þegar í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að ræktun og þróun á smáþörungum en einstakar aðstæður hér á landi, sem lúta að jarðvarma, hreinum og köldum sjó, hreinu vatni og grænni orku, gera Ísland að ákjósanlegum stað fyrir slíka ræktun. Þegar kemur að því að rækta sjávarþörunga í sjó hefur skort umgjörð og regluverk hér á landi. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar þá veittu Norðmenn fyrstu tilraunaleyfi til þörungaræktunar í sjó árið 2009 og í Færeyjum árið 2011. Útlit er þó fyrir að á næstu misserum verði gerð bragabót þar á sem mun flýta fyrir framþróun greinarinnar hér á landi. Grænu akrarnir í sjónum við landið geyma margar milljónir tonna af ónýttu hráefni í formi stórþörunga sem frumkvöðlar hér á landi sjá mikil tækifæri í að nýta með sjálfbærum hætti. Sjávarþörunga höfum við frá landnámi verið að nýta og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur verið starfrækt samfleytt í nærri 40 ár en þess utan hefur nýting sjávarþörunga verið í mjög litlum mæli. Til að setja hlutina í samhengi þá var útflutningur árið 2022 á villtum sjávarafurðum frá Íslandi í kringum 1 milljón tonn og sjóeldisafurða um 40.000 tonn. Þörungar gætu þannig myndað þriðju stoðina við nýtingu sjávarafurða hér við land en eins ótrúlega og það hljómar þá uppfyllir hafsvæði jarðar innan við 3% af fæðuþörf heimsins en þekur yfir 70% af yfirborðinu. Þegar þörungar eru skoðaðir betur kemur í ljós að þetta er einstaklega umhverfisvænn iðnaður sem stuðlar að bindingu kolefnis, bæði með framleiðslu á þörungunum sjálfum, en einnig með afleiddum vörum. Ef fram heldur sem horfir er áætlað að þörungaframleiðsla í Evrópu stuðli að minnkuðu kolefnisspori um meira en 5 milljónir tonna og bindingu á um 20 þúsund tonnum af kolefni og 2 þúsund tonnum af fosfór árlega. Þörungarnir sjálfir binda rúmlega 20 sinnum meira magn af kolefni en sambærilegt jarðnæði skóga á landi og afurðir þörungaræktunar eru vel til þess fallnar að minnka kolefnisspor annars iðnaðar. Ýmis nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun og vinnslu hafa sprottið upp og hreiðrað um sig, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Aðstæður til ræktunar og vinnslu þara og þangs virðast vera hagfelldar allt í kringum landið og því ekki ólíklegt að nýsköpunarfyrirtæki í þessum geira spretti upp víða með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á efnahags- og mannlíf á svæðinu. Arion banki vill taka þátt í þessari uppbyggingu og hefur aukin þekking innan bankans á ræktun og vinnslu þörunga opnað augun fyrir miklum tækifærum í iðnaðinum. Nýverið fór fram afar vel heppnuð alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík sem hafði þörunga, þörungaræktun og vörur framleiddar úr þörungum að umfjöllunarefni og voru þátttakendurnir margir af helstu sérfræðingum þörungaræktunar í heiminum sem og fulltrúar frá þeim fyrirtækjum, innlendum sem erlendum, sem lifa og hrærast í þessum heimi. Markmið Arctic Algae ráðstefnunnar var vissulega að fræða en ekki síður að taka stöðuna á þessum vaxandi iðnaði hér á landi. Ráðstefnan er markvert framlag til stefnumótunar og ákvörðunar varðandi næstu skref hér á landi. Við hjá Arion banka erum stolt af því að hafa verið styrktaraðili ráðstefnunnar sem hefur vonandi opnað augu landsmanna fyrir því að fjársjóðskista hafsins bíði okkar í formi stórþörunga og að náttúruauðlindir landsins setji okkur í fremstu röð við ræktun smáþörunga. Höfundur er forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa löngum verið meðvitaðir um möguleika á sjálfbærri öflun, ræktun og vinnslu á þörungum. Á undanförnum misserum hefur komið enn frekar í ljós hversu mikil tækifæri leynast undir yfirborði sjávar. Við strendur landsins er mikið magn af villtum þörungum ásamt því að skilyrði á Íslandi eru einstaklega góð til ræktunar á þörungum, bæði á láði og legi. Þrátt fyrir það erum við aðeins nýfarin að sækja inn á ört stækkandi markað þörunga í heiminum. Í nýlegri skýrslu frá World Bank um sjávarþörunga er spáð miklum vexti í geiranum á næstu árum. Þörungar skiptast í tvær tegundir, stórþörunga sem eru þang og þari unnin beint úr sjónum, bæði úr þörungaeldi og sem villtur gróður, og smáþörunga sem eru ræktaðir á landi. Án þess að við séum meðvituð um það þá er verið að nýta þörungaafurðir í fjölda vara s.s. íblöndunarefni í matvæli, fæðubótarefni, dýrafóður, áburð, snyrtivörur, plast, pappa, efnavöru og margt fleira. Þannig felast í ræktun og eldi þörunga gríðarlegir möguleikar til nýsköpunar. Heildarframleiðsla þörunga á heimsvísu samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) er um 36 milljónir tonna, þar af eru 35 milljónir tonna úr ræktun. Kína er þar langstærst ásamt öðrum Asíulöndum en Kanada og Bandaríkin hafa verið að sækja í sig veðrið. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að samskonar framleiðsla í Evrópu muni vaxa úr 300.000 tonnum á ári í 8 milljónir tonna á ári árið 2030 og að virði markaðarins í Evrópu verði í kringum 9,3 milljarða evra sama ár. Í skýrslu frá Matvælaráðuneytinu frá því í febrúar á þessu ári kemur fram að tækifæri Íslands til að taka þátt í þessum vexti séu mikil. Íslensk fyrirtæki líkt og Vaxa Technologies og Algalíf eru nú þegar í fremstu röð á heimsvísu þegar kemur að ræktun og þróun á smáþörungum en einstakar aðstæður hér á landi, sem lúta að jarðvarma, hreinum og köldum sjó, hreinu vatni og grænni orku, gera Ísland að ákjósanlegum stað fyrir slíka ræktun. Þegar kemur að því að rækta sjávarþörunga í sjó hefur skort umgjörð og regluverk hér á landi. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar þá veittu Norðmenn fyrstu tilraunaleyfi til þörungaræktunar í sjó árið 2009 og í Færeyjum árið 2011. Útlit er þó fyrir að á næstu misserum verði gerð bragabót þar á sem mun flýta fyrir framþróun greinarinnar hér á landi. Grænu akrarnir í sjónum við landið geyma margar milljónir tonna af ónýttu hráefni í formi stórþörunga sem frumkvöðlar hér á landi sjá mikil tækifæri í að nýta með sjálfbærum hætti. Sjávarþörunga höfum við frá landnámi verið að nýta og Þörungaverksmiðjan á Reykhólum hefur verið starfrækt samfleytt í nærri 40 ár en þess utan hefur nýting sjávarþörunga verið í mjög litlum mæli. Til að setja hlutina í samhengi þá var útflutningur árið 2022 á villtum sjávarafurðum frá Íslandi í kringum 1 milljón tonn og sjóeldisafurða um 40.000 tonn. Þörungar gætu þannig myndað þriðju stoðina við nýtingu sjávarafurða hér við land en eins ótrúlega og það hljómar þá uppfyllir hafsvæði jarðar innan við 3% af fæðuþörf heimsins en þekur yfir 70% af yfirborðinu. Þegar þörungar eru skoðaðir betur kemur í ljós að þetta er einstaklega umhverfisvænn iðnaður sem stuðlar að bindingu kolefnis, bæði með framleiðslu á þörungunum sjálfum, en einnig með afleiddum vörum. Ef fram heldur sem horfir er áætlað að þörungaframleiðsla í Evrópu stuðli að minnkuðu kolefnisspori um meira en 5 milljónir tonna og bindingu á um 20 þúsund tonnum af kolefni og 2 þúsund tonnum af fosfór árlega. Þörungarnir sjálfir binda rúmlega 20 sinnum meira magn af kolefni en sambærilegt jarðnæði skóga á landi og afurðir þörungaræktunar eru vel til þess fallnar að minnka kolefnisspor annars iðnaðar. Ýmis nýsköpunarfyrirtæki í þörungaræktun og vinnslu hafa sprottið upp og hreiðrað um sig, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðinni. Aðstæður til ræktunar og vinnslu þara og þangs virðast vera hagfelldar allt í kringum landið og því ekki ólíklegt að nýsköpunarfyrirtæki í þessum geira spretti upp víða með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á efnahags- og mannlíf á svæðinu. Arion banki vill taka þátt í þessari uppbyggingu og hefur aukin þekking innan bankans á ræktun og vinnslu þörunga opnað augun fyrir miklum tækifærum í iðnaðinum. Nýverið fór fram afar vel heppnuð alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík sem hafði þörunga, þörungaræktun og vörur framleiddar úr þörungum að umfjöllunarefni og voru þátttakendurnir margir af helstu sérfræðingum þörungaræktunar í heiminum sem og fulltrúar frá þeim fyrirtækjum, innlendum sem erlendum, sem lifa og hrærast í þessum heimi. Markmið Arctic Algae ráðstefnunnar var vissulega að fræða en ekki síður að taka stöðuna á þessum vaxandi iðnaði hér á landi. Ráðstefnan er markvert framlag til stefnumótunar og ákvörðunar varðandi næstu skref hér á landi. Við hjá Arion banka erum stolt af því að hafa verið styrktaraðili ráðstefnunnar sem hefur vonandi opnað augu landsmanna fyrir því að fjársjóðskista hafsins bíði okkar í formi stórþörunga og að náttúruauðlindir landsins setji okkur í fremstu röð við ræktun smáþörunga. Höfundur er forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion banka.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun