Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 16:19 Andrew Tate, bróðir hans og tveir aðrir hafa verið ákærðir í Rúmeníu. EPA/ROBERT GHEMENT Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. Samskiptin sem um ræðir ná frá mars 2019 til apríl 2020 og þykir því líklegt að raunverulegur fjöldi mögulegra fórnarlamba þeirra sé mun hærri. Andrew Tate og bróðir hans Tristan voru handteknir í Rúmeníu í lok síðasta árs, ásamt þeim Georgianu Naghel og Luana Radu. Þau eru sökuð um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu þar sem þeir neyddu þær að framleiða klámefni, bönnuðu þeim að fara úr húsi og héldu þeim sem þrælum, samkvæmt saksóknurum. Þeir voru ákærðir í júní en var nýverið sleppt úr stofufangelsi. Þau neita öll sök. BBC sagði áður frá því að Tate og bróðir hans Tristan hafi talað sín á milli um að „hneppa tíkur í þrældóm“ og að þeir hafi stungið tekjum kvennanna í eigin vasa. Umfjöllun miðilsins byggir á afriti af umfangsmiklum samskiptum bræðranna og annarra manna sem saman mynduðu hóp á samfélagsmiðlinum Telegram. Þennan hóp kölluðu þeir „Stríðsherbergið“. Aðgangur að þessum hópi kostaði átta þúsund dali á ári og fengu áskrifendur þá aðgang að bræðrunum og þeirra helstu samstarfsmönnum. Helstu aðstoðarmenn bræðranna voru kallaðir herforingjar innan þessa hóps. Í yfirlýsingu sem talsmaður Tate sendi á BBC segir að stríðsherbergið hafi verið vettvangur fyrir uppbyggingu aga, sjálfstrausts þar sem áskrifendur hafi aðgang að þúsundum atvinnumanna frá heiminum öllum sem hvetja til sjálfsábyrgðar og slíks. Samskipti manna innan þessa „Stríðsherbergis“ benda þó frekar til þess, samkvæmt blaðamönnum BBC, að fólki hafi verið kennt það hvernig tæla ætti konur til kynlífsstarfa. Hvernig hægt sé að táldraga konur og einangra þær frá fjölskyldum þeirra, með því markmiði að fá þær til að taka upp klámefni og hafa af þeim peningana fyrir það. Kennsla þessi var kölluð PhD, sem í flestum tilfellum stendur fyrir Doctor of Philosophy. Þarna stóð það hins vegar fyrir „Pimpin‘ Hoes Degree“. Blaðamenn BBC fundu tvær konur sem voru tældar til klámframleiðslu af tveimur meðlimum „Stríðsherbergisins“ og var rætt við þær. Frásagnir þeirra bentu sterklega til þess að mennirnir sem brutu á þeim hafi fylgt sömu formúlunni, þó önnur þeirra hafi búið í Argentínu og hin í Bandaríkjunum. Þær segjast hafa verið einangraðar frá vinum og ættingjum og þá hafi þær einnig verið beittar líkamlegu ofbeldi. Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Samskiptin sem um ræðir ná frá mars 2019 til apríl 2020 og þykir því líklegt að raunverulegur fjöldi mögulegra fórnarlamba þeirra sé mun hærri. Andrew Tate og bróðir hans Tristan voru handteknir í Rúmeníu í lok síðasta árs, ásamt þeim Georgianu Naghel og Luana Radu. Þau eru sökuð um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu þar sem þeir neyddu þær að framleiða klámefni, bönnuðu þeim að fara úr húsi og héldu þeim sem þrælum, samkvæmt saksóknurum. Þeir voru ákærðir í júní en var nýverið sleppt úr stofufangelsi. Þau neita öll sök. BBC sagði áður frá því að Tate og bróðir hans Tristan hafi talað sín á milli um að „hneppa tíkur í þrældóm“ og að þeir hafi stungið tekjum kvennanna í eigin vasa. Umfjöllun miðilsins byggir á afriti af umfangsmiklum samskiptum bræðranna og annarra manna sem saman mynduðu hóp á samfélagsmiðlinum Telegram. Þennan hóp kölluðu þeir „Stríðsherbergið“. Aðgangur að þessum hópi kostaði átta þúsund dali á ári og fengu áskrifendur þá aðgang að bræðrunum og þeirra helstu samstarfsmönnum. Helstu aðstoðarmenn bræðranna voru kallaðir herforingjar innan þessa hóps. Í yfirlýsingu sem talsmaður Tate sendi á BBC segir að stríðsherbergið hafi verið vettvangur fyrir uppbyggingu aga, sjálfstrausts þar sem áskrifendur hafi aðgang að þúsundum atvinnumanna frá heiminum öllum sem hvetja til sjálfsábyrgðar og slíks. Samskipti manna innan þessa „Stríðsherbergis“ benda þó frekar til þess, samkvæmt blaðamönnum BBC, að fólki hafi verið kennt það hvernig tæla ætti konur til kynlífsstarfa. Hvernig hægt sé að táldraga konur og einangra þær frá fjölskyldum þeirra, með því markmiði að fá þær til að taka upp klámefni og hafa af þeim peningana fyrir það. Kennsla þessi var kölluð PhD, sem í flestum tilfellum stendur fyrir Doctor of Philosophy. Þarna stóð það hins vegar fyrir „Pimpin‘ Hoes Degree“. Blaðamenn BBC fundu tvær konur sem voru tældar til klámframleiðslu af tveimur meðlimum „Stríðsherbergisins“ og var rætt við þær. Frásagnir þeirra bentu sterklega til þess að mennirnir sem brutu á þeim hafi fylgt sömu formúlunni, þó önnur þeirra hafi búið í Argentínu og hin í Bandaríkjunum. Þær segjast hafa verið einangraðar frá vinum og ættingjum og þá hafi þær einnig verið beittar líkamlegu ofbeldi.
Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu. 20. júní 2023 11:03