Góð stemning í Leifsstöð þegar ný töskufæribönd voru tekin í notkun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 21:00 Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia segir daginn í dag marka tímamót í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Vísir/Sigurjón Nýr og rúmbetri töskusalur beið farþega sem lentu á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi í dag. Töskusalurinn er fyrsti áfanginn sem tekinn er í notkun í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar. Töskusalurinn er í nýrri viðbyggingu við flugstöðina í svokallaðri austurálmu. Í dag voru vígð þrjú ný töskubönd sem eru stærri og afkastameiri en þau sem fyrir voru. Nýju böndin eru hallandi og geta tekið á móti talsvert fleiri töskum en eldri böndin. Síðar munu tvö bönd í viðbót bætast við. Eldri böndin verða fjarlægð en á því svæði verður síðar opnuð ný og endurbætt fríhafnarverslun fyrir komufarþega. „Varðandi farangur þá erum við bæði að fá meiri afköst, erum að fá fleiri töskur fyrir per meter, betri aðgengi fyrir farþega, erum að fá opnari sal, betri hljóðgæði og loftgæði í salinn okkar, sem er náttúrulega jákvætt fyrir farþega og starfsfólkið okkar,“ segir Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia. „Svo erum við líka með nýja farangursmóttöku sem við erum líka að opna í dag sem er hinum megin við vegginn sem farþegar sjá oftast ekki. Þar er líka betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar. Við erum farinað spá meira í hvernig starfsfólkið er að beita sér og annað. Þannig við erum að taka svona þessi jákvæðu skref, að hugsa betur og betur um bæði farþegana og starfsfólkið.“ Nýju töskuböndin eru stærri og afkastameiri en þau gömlu. Vísir/Sigurjón Fyrstu farþegarnir sem nýttu sér nýja töskubeltið komu frá Dublin og Frankfurt með vélum Play og Lufthansa. Þeirra biðu góðar móttökur, kampavín og ýmis sætindi auk tónlistaratriða. Framundan er gríðarmikil uppbygging á flugvallarsvæðinu. Áætlað er að framkvæmdum við austurbygginguna ljúki á síðari hluta næsta árs þegar meðal annars verður tekið í notkun stærra veitingasvæði og fjórir nýir landgangar. Austurálman tuttugu þúsund fermetrar, en til samanburðar er Laugardalshöll sautján þúsund fermetrar. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Töskusalurinn er í nýrri viðbyggingu við flugstöðina í svokallaðri austurálmu. Í dag voru vígð þrjú ný töskubönd sem eru stærri og afkastameiri en þau sem fyrir voru. Nýju böndin eru hallandi og geta tekið á móti talsvert fleiri töskum en eldri böndin. Síðar munu tvö bönd í viðbót bætast við. Eldri böndin verða fjarlægð en á því svæði verður síðar opnuð ný og endurbætt fríhafnarverslun fyrir komufarþega. „Varðandi farangur þá erum við bæði að fá meiri afköst, erum að fá fleiri töskur fyrir per meter, betri aðgengi fyrir farþega, erum að fá opnari sal, betri hljóðgæði og loftgæði í salinn okkar, sem er náttúrulega jákvætt fyrir farþega og starfsfólkið okkar,“ segir Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia. „Svo erum við líka með nýja farangursmóttöku sem við erum líka að opna í dag sem er hinum megin við vegginn sem farþegar sjá oftast ekki. Þar er líka betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar. Við erum farinað spá meira í hvernig starfsfólkið er að beita sér og annað. Þannig við erum að taka svona þessi jákvæðu skref, að hugsa betur og betur um bæði farþegana og starfsfólkið.“ Nýju töskuböndin eru stærri og afkastameiri en þau gömlu. Vísir/Sigurjón Fyrstu farþegarnir sem nýttu sér nýja töskubeltið komu frá Dublin og Frankfurt með vélum Play og Lufthansa. Þeirra biðu góðar móttökur, kampavín og ýmis sætindi auk tónlistaratriða. Framundan er gríðarmikil uppbygging á flugvallarsvæðinu. Áætlað er að framkvæmdum við austurbygginguna ljúki á síðari hluta næsta árs þegar meðal annars verður tekið í notkun stærra veitingasvæði og fjórir nýir landgangar. Austurálman tuttugu þúsund fermetrar, en til samanburðar er Laugardalshöll sautján þúsund fermetrar.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira