Septemberspá Siggu Kling: Leyfðu þér að flæða og lífinu að gerast Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku vatnsberinn minn. Þessi tilvera sem þér er færð, er nákvæmlega þannig sem þú lítur á lífið. Ef að þú vorkennir þér, alveg sama hvaða stöðu þú hefur í lífinu, þá missirðu máttinn, sérð ekki hvað þér er raunverulega gefið og hvað þú raunverulega getur. Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Það er mikill kvíði í hjarta þínu, sem á hreinlega ekki að búa þar. Þú gerir svo marga hluti núna sem tengjast hreyfingu. Efla orku og efla andann, þá sérðu regnbogann og möguleikana sem þú hefur. Ekki fara samt út í öfgar, eins og þú átt til, heldur leyfðu þér að flæða og lífinu að gerast. Það færir þér vanda ef þú ert sífellt að skipta um skoðun, því að þú ert einbeittur einn daginn um að hafa lífið svona, og svo hinn daginn, hverfur þú aftur í að þú þurfir eitthvað annað. Þetta er allt bara hugarburður sem er að fylla heilabúið þitt. Það væri ansi magnað fyrir þig að skrifa niður hvað þú vilt að gerist fyrir þig, núna í september. Ekki gera lista fyrir lífið, heldur lista fyrir núið, og jafnvel bara viku fram í tímann. Því að þú elskar að vera upptekinn við eitthvað sem að nærir þig. Eins og jafnvel alltaf, eru miklar freistingar í kringum þig og það þarf að taka ákvörðun um hversu langt þú vilt ganga þar. Ef þú gerir eitthvað sem þú jafnvel skammast þín fyrir, þá kemur það í ljós. Allt mun koma upp á yfirborðið, svo þú skalt elska að hafa hreina samvisku. Þann 23. september er mikið að gerast í kringum þig, hvort sem það tengist þeirri staðsetningu sem þú ert á, eða eru fréttir utan úr heimi, eða eitthvað þar af merkilegra. Þarna kemur sá tími sem þú þarft að hafa hreinar og einfaldar skoðanir og vefja allt í kring um þig með kærleika og einlægni. Þú hefur einstaka hæfileika til að geta jafnvel breytt heiminum, en byrjaðu samt á því að setja þig sem sterkan miðjupunkt. Nú er öld vatnsberans í miklum snúningi. Það eru sterk tákn um upphaf og endalok, sem að er í raun og veru mikil og falleg blessun fyrir þig. Þeir sem eru á lausu gætu haldið að þeir væru ástfangnir, en ef þú ert ekki viss, þá vandaðu valið og notaðu visku þína til þess að gera það sem er rétt í stöðunni. Þú ert að laða til þín allt sem þú hugsar, svo gefðu heilanum gott að borða. Knús og kossar Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Það er mikill kvíði í hjarta þínu, sem á hreinlega ekki að búa þar. Þú gerir svo marga hluti núna sem tengjast hreyfingu. Efla orku og efla andann, þá sérðu regnbogann og möguleikana sem þú hefur. Ekki fara samt út í öfgar, eins og þú átt til, heldur leyfðu þér að flæða og lífinu að gerast. Það færir þér vanda ef þú ert sífellt að skipta um skoðun, því að þú ert einbeittur einn daginn um að hafa lífið svona, og svo hinn daginn, hverfur þú aftur í að þú þurfir eitthvað annað. Þetta er allt bara hugarburður sem er að fylla heilabúið þitt. Það væri ansi magnað fyrir þig að skrifa niður hvað þú vilt að gerist fyrir þig, núna í september. Ekki gera lista fyrir lífið, heldur lista fyrir núið, og jafnvel bara viku fram í tímann. Því að þú elskar að vera upptekinn við eitthvað sem að nærir þig. Eins og jafnvel alltaf, eru miklar freistingar í kringum þig og það þarf að taka ákvörðun um hversu langt þú vilt ganga þar. Ef þú gerir eitthvað sem þú jafnvel skammast þín fyrir, þá kemur það í ljós. Allt mun koma upp á yfirborðið, svo þú skalt elska að hafa hreina samvisku. Þann 23. september er mikið að gerast í kringum þig, hvort sem það tengist þeirri staðsetningu sem þú ert á, eða eru fréttir utan úr heimi, eða eitthvað þar af merkilegra. Þarna kemur sá tími sem þú þarft að hafa hreinar og einfaldar skoðanir og vefja allt í kring um þig með kærleika og einlægni. Þú hefur einstaka hæfileika til að geta jafnvel breytt heiminum, en byrjaðu samt á því að setja þig sem sterkan miðjupunkt. Nú er öld vatnsberans í miklum snúningi. Það eru sterk tákn um upphaf og endalok, sem að er í raun og veru mikil og falleg blessun fyrir þig. Þeir sem eru á lausu gætu haldið að þeir væru ástfangnir, en ef þú ert ekki viss, þá vandaðu valið og notaðu visku þína til þess að gera það sem er rétt í stöðunni. Þú ert að laða til þín allt sem þú hugsar, svo gefðu heilanum gott að borða. Knús og kossar Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira