Þegar gefur á bátinn Hildur Björnsdóttir skrifar 1. september 2023 09:30 Á vordögum við afgreiðslu ársreiknings, sem sýndi nær sextán milljarða hallarekstur, sagði borgarstjóri gríðarlegan viðsnúning framundan í rekstri borgarinnar. Oddviti Framsóknar boðaði aðgerðir, nú skyldi tekið í hornin á rekstrinum. Það var því fróðlegt að líta þriggja mánaða uppgjör borgarsjóðs á dögunum. Þar birtist rekstrarniðurstaða sem reyndist nær tveimur milljörðum lakari en áætlanir borgarstjóra gáfu til kynna. Þegar sex mánaða uppgjör fyrirtækja og félaga í eigu Reykjavíkurborgar eru svo skoðuð málast upp sífellt dekkri mynd af fjármálum borgarinnar. Um margra ára skeið hefur rekstur borgarsjóðs stigversnað. Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga borgarinnar hafa hins vegar gert meirihlutanum kleift að klappa sér á bakið fyrir rekstrarafrek við erfiðar aðstæður. Hækkandi álverð á heimsmörkuðum og sprenging í húsnæðisverði áranna 2020 til 2022 reyndust helstu ástæður þess að samstæða Reykjavíkuborgar skilaði jákvæðri niðurstöðu - jafnvel þó rekstur borgarinnar hafi í reynd farið versnandi með hverju árshlutauppgjörinu. Nú gefur hins vegar á bátinn. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar átti samstæða borgarinnar að skila ríflega átta milljarða afgangi á árinu 2023. Var það ekki síst vegna væntrar afkomu tveggja stærstu dótturfélaga borgarinnar, Félagsbústaða og Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2023 átti matsbreyting á fjárfestingaeignum Félagsbústaða að skila tæpum 7,6 milljörðum króna á yfirstandandi ári. Reyndin er sú að á fyrstu sex mánuðum ársins nemur matsbreyting á eignum Félagsbústaða um 580 milljónum króna. Að sama skapi var áætluð afkoma Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2023 ríflega 13,3 milljarðar króna. Reyndin er sú að Orkuveita Reykjavíkur tapaði 795 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Til að bíta höfuðuð af skömm ámælisverðrar áæltanagerðar meirihlutans voru verðbólguforsendur ársins 2023 4,9 prósent. Nú er ljóst að sú forsenda er strax fallin um sjálfa sig. Ekki nema til komi sprenging í húsnæðisverði á Íslandi, rokhækkun í alþjóðlegu álverði og hraður samdráttur í innlendri verðbólgu (óháð því hversu ósamrýmanlegir þessir þrír þættir eru), þá er augljóst að rekstur borgarinnar verður mörgum milljörðum lakari en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Sé einungis litið til Félagsbústaða og Orkuveitunnar vantar um það bil 10 milljarða upp á að áætlanir samstæðu borgarinnar gangi eftir. Ekki er boðlegt að kvarta undan verðbólgu umfram væntingar. Að styðjast við verðbólguspá sem var gefin út í júnílok 2022 er í besta falli vanþekking og í versta falli einbeittur vilji til að blekkja kjósendur. Nú má ljóst vera að hvorki verður af þeim viðsnúningi sem borgarstjóri lofaði - né heldur þeim aðgerðum sem tilvonandi borgarstjóri boðaði. Þá er ekki síður ljóst að ekki verður tekið í hornin á rekstrinum, fyrr en tekið hefur verið í hornin á meirihlutanum. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Hildur Björnsdóttir Borgarstjórn Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á vordögum við afgreiðslu ársreiknings, sem sýndi nær sextán milljarða hallarekstur, sagði borgarstjóri gríðarlegan viðsnúning framundan í rekstri borgarinnar. Oddviti Framsóknar boðaði aðgerðir, nú skyldi tekið í hornin á rekstrinum. Það var því fróðlegt að líta þriggja mánaða uppgjör borgarsjóðs á dögunum. Þar birtist rekstrarniðurstaða sem reyndist nær tveimur milljörðum lakari en áætlanir borgarstjóra gáfu til kynna. Þegar sex mánaða uppgjör fyrirtækja og félaga í eigu Reykjavíkurborgar eru svo skoðuð málast upp sífellt dekkri mynd af fjármálum borgarinnar. Um margra ára skeið hefur rekstur borgarsjóðs stigversnað. Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga borgarinnar hafa hins vegar gert meirihlutanum kleift að klappa sér á bakið fyrir rekstrarafrek við erfiðar aðstæður. Hækkandi álverð á heimsmörkuðum og sprenging í húsnæðisverði áranna 2020 til 2022 reyndust helstu ástæður þess að samstæða Reykjavíkuborgar skilaði jákvæðri niðurstöðu - jafnvel þó rekstur borgarinnar hafi í reynd farið versnandi með hverju árshlutauppgjörinu. Nú gefur hins vegar á bátinn. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar átti samstæða borgarinnar að skila ríflega átta milljarða afgangi á árinu 2023. Var það ekki síst vegna væntrar afkomu tveggja stærstu dótturfélaga borgarinnar, Félagsbústaða og Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2023 átti matsbreyting á fjárfestingaeignum Félagsbústaða að skila tæpum 7,6 milljörðum króna á yfirstandandi ári. Reyndin er sú að á fyrstu sex mánuðum ársins nemur matsbreyting á eignum Félagsbústaða um 580 milljónum króna. Að sama skapi var áætluð afkoma Orkuveitu Reykjavíkur á árinu 2023 ríflega 13,3 milljarðar króna. Reyndin er sú að Orkuveita Reykjavíkur tapaði 795 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Til að bíta höfuðuð af skömm ámælisverðrar áæltanagerðar meirihlutans voru verðbólguforsendur ársins 2023 4,9 prósent. Nú er ljóst að sú forsenda er strax fallin um sjálfa sig. Ekki nema til komi sprenging í húsnæðisverði á Íslandi, rokhækkun í alþjóðlegu álverði og hraður samdráttur í innlendri verðbólgu (óháð því hversu ósamrýmanlegir þessir þrír þættir eru), þá er augljóst að rekstur borgarinnar verður mörgum milljörðum lakari en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Sé einungis litið til Félagsbústaða og Orkuveitunnar vantar um það bil 10 milljarða upp á að áætlanir samstæðu borgarinnar gangi eftir. Ekki er boðlegt að kvarta undan verðbólgu umfram væntingar. Að styðjast við verðbólguspá sem var gefin út í júnílok 2022 er í besta falli vanþekking og í versta falli einbeittur vilji til að blekkja kjósendur. Nú má ljóst vera að hvorki verður af þeim viðsnúningi sem borgarstjóri lofaði - né heldur þeim aðgerðum sem tilvonandi borgarstjóri boðaði. Þá er ekki síður ljóst að ekki verður tekið í hornin á rekstrinum, fyrr en tekið hefur verið í hornin á meirihlutanum. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun