Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Jón Þór Stefánsson skrifar 1. september 2023 14:23 „Hún trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ segir Elon Musk um dóttur sína. Mynd/EPA Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. Fram kemur að í aðdraganda kaupanna hafi Elon Musk verið orðinn áhyggjufullur vegna pólitískrar rétthugsunar, sem hann er sagður líkja við veiru í daglegu tali. Áhyggjur Musk byggja á máli elsta barns hans, sem tilkynnti fjölskyldumeðlimum sínum í fyrra að hún væri trans. Þá var hún sextán ára gömul. „Ekki segja föður mínum frá þessu“ „Hæ, ég er trans og ég heiti núna Jenna,“ á hún að hafa sent fjölskyldumeðlimi sínum. „Ekki segja föður mínum frá þessu,“ bætti hún við. Þegar Musk frétti af þessu hafi hann verið nokkuð sleginn yfir fregnunum. Ekki bætti úr skák fyrir hann þegar hann komst að því að Jenna aðhylltist Marxisma. „Hún gekk lengra en að vera sósíalisti. Hún er bara algjör kommúnisti og trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ er haft eftir Musk í bókinni. Þess má geta að Musk er ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Valdi honum miklum sársauka Málið er sagt fara mikið fyrir brjóstið á honum. Um sé að ræða það sem hafi valdið honum mestum sársauka síðan fyrsta barnið hans lést nokkurra vikna gamalt árið 2002. Jenna umgengst ekki föður sinn þessa dagana, en Musk vill meina að hann hafi ítrekað reynt að ná sáttum við hana, en án árangurs. „Hún vill bara ekki umgangast mig,“ segir hann. Fram kemur að Musk kenni skólum sem hún stundaði nám við í Los Angeles um málið. Þar hafi hún verið innrætt af hugmyndafræðinni sem hún aðhyllist nú. Jafnframt leit hann svo á að Twitter væri orðið uppfullt af þessum sömu hugmyndum. Og það er ein megin ástæða þess að hann lét til skarar skríða og keypti Twitter, sem heitir nú X. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Fram kemur að í aðdraganda kaupanna hafi Elon Musk verið orðinn áhyggjufullur vegna pólitískrar rétthugsunar, sem hann er sagður líkja við veiru í daglegu tali. Áhyggjur Musk byggja á máli elsta barns hans, sem tilkynnti fjölskyldumeðlimum sínum í fyrra að hún væri trans. Þá var hún sextán ára gömul. „Ekki segja föður mínum frá þessu“ „Hæ, ég er trans og ég heiti núna Jenna,“ á hún að hafa sent fjölskyldumeðlimi sínum. „Ekki segja föður mínum frá þessu,“ bætti hún við. Þegar Musk frétti af þessu hafi hann verið nokkuð sleginn yfir fregnunum. Ekki bætti úr skák fyrir hann þegar hann komst að því að Jenna aðhylltist Marxisma. „Hún gekk lengra en að vera sósíalisti. Hún er bara algjör kommúnisti og trúir því að allir sem eru ríkir séu illmenni,“ er haft eftir Musk í bókinni. Þess má geta að Musk er ríkasti maður heims samkvæmt Forbes. Valdi honum miklum sársauka Málið er sagt fara mikið fyrir brjóstið á honum. Um sé að ræða það sem hafi valdið honum mestum sársauka síðan fyrsta barnið hans lést nokkurra vikna gamalt árið 2002. Jenna umgengst ekki föður sinn þessa dagana, en Musk vill meina að hann hafi ítrekað reynt að ná sáttum við hana, en án árangurs. „Hún vill bara ekki umgangast mig,“ segir hann. Fram kemur að Musk kenni skólum sem hún stundaði nám við í Los Angeles um málið. Þar hafi hún verið innrætt af hugmyndafræðinni sem hún aðhyllist nú. Jafnframt leit hann svo á að Twitter væri orðið uppfullt af þessum sömu hugmyndum. Og það er ein megin ástæða þess að hann lét til skarar skríða og keypti Twitter, sem heitir nú X.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira