Ísak og félagar lentu þó undir strax á þriðju mínútu leiksins, en jöfnuðu metin rúmum tíu mínútum síðar og staðan var 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Heimamenn í Düsseldorf bættu svo tveimur mörkum við snemma í síðari hálfleik og gerðu þar með út um leikinn. Niðurstaðan því 3-1 sigur og Fortuna Düsseldorf lyftir sér á toppinn.
Ísak og félagar eru nú með tíu stig eftir fimm leiki, jafn mörg og Hamburger SV og einu stigi meira en Hansa Rostock og Holstein Kiel sem öll eiga leik til góða.