Skógareldarnir á Tenerife í rénun Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. september 2023 15:08 Skógareldarnir á Tenerife hófust þann 16. ágúst en 9 dagar liðu áður en náðist að hemja þá. AP Skógareldarnir á Tenerife eru skæðustu skógareldar ársins á Spáni og þeir skæðustu á Kanaríeyjum í meira en 40 ár. Stjórnvöld á Tenerife hafa gefið út að slökkvilið hafi náð valdi á skógareldunum á norðanverðri eyjunni og að þeir muni ekki dreifast frekar. Enn loga þó eldar víða innan svæðisins. Skæðustu skógareldar ársins Þetta eru skæðustu skógareldar sumarsins á Spáni og þeir skæðustu á eyjunni í meira en 4 áratugi. Alls loguðu eldar á 14.700 hekturum lands, það eru 6% flatarmáls á Tenerife og samsvarar því að 25% flatarmáls í Madrid, höfuðborg Spánar hefði orðið eldi að bráð. Til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er þetta stærra svæði en allt flatarmál Akureyrar eða Kópavogs, og 70 sinnum stærra en Seltjarnarnes. Skemmdir á þriðjungi alls skóglendis Eldarnir hófust þann 16. ágúst og það liðu 9 dagar áður en náðist að hemja þá. Þá höfðu þeir skemmt 30% af öllu skóglendi Tenerife. Sérfræðingar segja að ein helsta ástæða þess að eldarnir breiddust svo hratt út, sé hin svokallaða Kanaríeyjafura sem sé eins og bensín fyrir eldinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá springi könglar furunnar eins og poppmaís og hraði þar með útbreiðslu eldsins. Þá hefur lítið rignt á eyjunni, eins og reyndar alls staðar á Spáni og því breiddust eldarnir enn hraðar út en ella. Enginn mannskaði af völdum eldanna Þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu geta eyjaskeggjar engu að síður verið þakklátir örlaganornunum. Alls þurftu um 13.000 manns að yfirgefa heimili sín og 2.000 dýr voru flutt á brott. Engu að síður eyðilögðu eldarnir ekki eitt einasta hús og enginn mannskaði varð af völdum eldanna. Sérfræðingar segja að það taki náttúruna nokkra áratugi að ná sér að fullu, sem dæmi má nefna að í þjóðgarðinum í kringum eldfjallið Teide á miðri eyjunni urðu 18 plöntur sem eru í útrýmingarhættu fyrir miklum skemmdum. Sömuleiðis var skarð hoggið í um 25 fuglategundir á eyjunni og 5 til 6 leðurblökutegundir. Spánn Kanaríeyjar Gróðureldar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Stjórnvöld á Tenerife hafa gefið út að slökkvilið hafi náð valdi á skógareldunum á norðanverðri eyjunni og að þeir muni ekki dreifast frekar. Enn loga þó eldar víða innan svæðisins. Skæðustu skógareldar ársins Þetta eru skæðustu skógareldar sumarsins á Spáni og þeir skæðustu á eyjunni í meira en 4 áratugi. Alls loguðu eldar á 14.700 hekturum lands, það eru 6% flatarmáls á Tenerife og samsvarar því að 25% flatarmáls í Madrid, höfuðborg Spánar hefði orðið eldi að bráð. Til að setja þetta í íslenskt samhengi, þá er þetta stærra svæði en allt flatarmál Akureyrar eða Kópavogs, og 70 sinnum stærra en Seltjarnarnes. Skemmdir á þriðjungi alls skóglendis Eldarnir hófust þann 16. ágúst og það liðu 9 dagar áður en náðist að hemja þá. Þá höfðu þeir skemmt 30% af öllu skóglendi Tenerife. Sérfræðingar segja að ein helsta ástæða þess að eldarnir breiddust svo hratt út, sé hin svokallaða Kanaríeyjafura sem sé eins og bensín fyrir eldinn. Til að bæta gráu ofan á svart þá springi könglar furunnar eins og poppmaís og hraði þar með útbreiðslu eldsins. Þá hefur lítið rignt á eyjunni, eins og reyndar alls staðar á Spáni og því breiddust eldarnir enn hraðar út en ella. Enginn mannskaði af völdum eldanna Þrátt fyrir gríðarlega eyðileggingu geta eyjaskeggjar engu að síður verið þakklátir örlaganornunum. Alls þurftu um 13.000 manns að yfirgefa heimili sín og 2.000 dýr voru flutt á brott. Engu að síður eyðilögðu eldarnir ekki eitt einasta hús og enginn mannskaði varð af völdum eldanna. Sérfræðingar segja að það taki náttúruna nokkra áratugi að ná sér að fullu, sem dæmi má nefna að í þjóðgarðinum í kringum eldfjallið Teide á miðri eyjunni urðu 18 plöntur sem eru í útrýmingarhættu fyrir miklum skemmdum. Sömuleiðis var skarð hoggið í um 25 fuglategundir á eyjunni og 5 til 6 leðurblökutegundir.
Spánn Kanaríeyjar Gróðureldar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira