Sainz og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, voru eðlilega með stuðning áhorfenda á bakvið sig, enda er ítalski kappaksturinn heimavöllur Ferrari.
Lokahluti tímatökunnar var æsispennandi þar sem Sainz, Leclerc og Verstappen börðust um ráspólinn fram á síðasta hring. Leclerc kláraði sinn síðasta hring fyrstur á tímanum 1:20,361, en Verstappen kom stuttu síðar og bætti tíman um 0,054 sekúndur og hirti ráspólinn af Leclerc.
Sainz átti þó síðasta orðið þegar hann kom í mark á tímanum 1:20,294, aðeins 0,014 sekúndum hraðari en Verstappen, og tryggði sér ráspólinn.
Verstappen verður því á milli Ferrari-mannana tveggja þegar farið verður af stað á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir fimmti.
CARLOS SAINZ IS ON POLE IN MONZA!!!! 🙌🇮🇹
— Formula 1 (@F1) September 2, 2023
The Tifosi go wild as @CarlosSainz55 puts it on pole on home soil for @ScuderiaFerrari!! 💚🤍❤️#ItalianGP #F1 pic.twitter.com/tsLBq1JYJi