140 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í ágúst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2023 13:02 Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Gunnlaugur Róbertsson Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Þjóðgarðsvörður segir ekki uppselt á staðinn en oft sé þröngt þar á þingi. Starfsfólk suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur haft meira en nóg að gera í sumar við að þjóna ferðamönnum en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið eins og í Skaftafelli og á Jökulsárlóni. 120 þúsund gestir komu til dæmis á Jökulsárlón í júlí og um 140 þúsund í ágúst. Þrátt fyrir allan þennan fjölda segir Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Höfn, að starfsemin hafi gengið ótrúlega vel í sumar. „Já, það hefur gengiðrosalega vel. Fólk er almennt kurteist og eru hérna til að skoða þessa frábæru náttúru, sem er í Vatnajökulsþjóðgarði. Allir eru mjög opnir fyrir fræðslu frá landvörðum og fræðslugöngur með landvörðum hafa verið mjög vel sóttar hjá okkur þannig að það eru bara allir komnir til að hafa gaman,” segir Steinunn Hödd. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem er mjög ánægð með hvað sumarið hefur gengið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrr í sumar hófst gjaldtaka á bílastæðinu við Jökulsárlón. Hvernig hefur það komið út? „Það hefur gengið rosalega vel og engin stór vandamál, sem hafa komið upp. Gestirnir okkar eru yfirhöfuð tilbúnir til að borga fyrir þessa þjónustu, sem er í formi landvörslu, fræðslu, bílastæði og salerni, þannig að það hefur bara gengið ofboðslega vel.” Er uppselt á Jökulsárlón eða er hægt að taka endalaust við fólki þar? „Það er kannski ekki uppselt en það er orðið svolítið þröngt á þingi þarna yfir sumartímann en með haustinu fer aðeins að fækka.” Steinunn Hödd segir að ekki sé uppselt á Jökulsárlón en þar sé þó oft þröngt á þingi.Gunnlaugur Róbertsson En hvernig leggst haustið og vetur í Steinunni Hödd og hennar starfsfólk? „Haustið leggst bara mjög vel í okkur. Þá breytist aðeins starfsemin í þjóðgarðinum því þá förum við meira í að taka á móti fólki, sem er að fara í íshellaferðir og jöklagöngu á bæði Breiðamerkurjökli og Falljökli. Þá breytist aðeins samsetning gestanna og fækkar aðeins en verkefni landvarða og starfsfólksins eru alltaf þau sömu eða að standa vörð um náttúruna og passa að allir gangi vel um svæðið okkar,” segir Steinunn Hödd. Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Starfsfólk suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur haft meira en nóg að gera í sumar við að þjóna ferðamönnum en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið eins og í Skaftafelli og á Jökulsárlóni. 120 þúsund gestir komu til dæmis á Jökulsárlón í júlí og um 140 þúsund í ágúst. Þrátt fyrir allan þennan fjölda segir Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Höfn, að starfsemin hafi gengið ótrúlega vel í sumar. „Já, það hefur gengiðrosalega vel. Fólk er almennt kurteist og eru hérna til að skoða þessa frábæru náttúru, sem er í Vatnajökulsþjóðgarði. Allir eru mjög opnir fyrir fræðslu frá landvörðum og fræðslugöngur með landvörðum hafa verið mjög vel sóttar hjá okkur þannig að það eru bara allir komnir til að hafa gaman,” segir Steinunn Hödd. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem er mjög ánægð með hvað sumarið hefur gengið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrr í sumar hófst gjaldtaka á bílastæðinu við Jökulsárlón. Hvernig hefur það komið út? „Það hefur gengið rosalega vel og engin stór vandamál, sem hafa komið upp. Gestirnir okkar eru yfirhöfuð tilbúnir til að borga fyrir þessa þjónustu, sem er í formi landvörslu, fræðslu, bílastæði og salerni, þannig að það hefur bara gengið ofboðslega vel.” Er uppselt á Jökulsárlón eða er hægt að taka endalaust við fólki þar? „Það er kannski ekki uppselt en það er orðið svolítið þröngt á þingi þarna yfir sumartímann en með haustinu fer aðeins að fækka.” Steinunn Hödd segir að ekki sé uppselt á Jökulsárlón en þar sé þó oft þröngt á þingi.Gunnlaugur Róbertsson En hvernig leggst haustið og vetur í Steinunni Hödd og hennar starfsfólk? „Haustið leggst bara mjög vel í okkur. Þá breytist aðeins starfsemin í þjóðgarðinum því þá förum við meira í að taka á móti fólki, sem er að fara í íshellaferðir og jöklagöngu á bæði Breiðamerkurjökli og Falljökli. Þá breytist aðeins samsetning gestanna og fækkar aðeins en verkefni landvarða og starfsfólksins eru alltaf þau sömu eða að standa vörð um náttúruna og passa að allir gangi vel um svæðið okkar,” segir Steinunn Hödd.
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira