Það var Facundo Torres sem skoraði eina mark leiksins þegar Orlando City vann 0-1 sigur gegn FC Cincinnati í Austurdeild MLS-deildarinnar í nótt. Markið kom á 44. mínútu leiksins og þrátt fyrir að hafa þurft að spila seinustu andartök leiksins manni færri eftir að Wilder Cartagena fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma héldu gestirnir út.
Dagur Dan var í byrjunarliði Orlando, en var tekinn af velli þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.
Orlando City situr nú í þriðja sæti Austurdeildarinnar með 47 tig eftir 27 leiki, tíu stigum minna en FC Cincinnati sem trónir á toppnum.
Þá lék Nökkvi Þeyr Þórisson allan leikinn fyrir St. Louis City er liðið mátti þola 2-1 tap gegn Sporting Kansas City.
Nökkvi og félagar tróna þó enn á toppi Vesturdeildarinnar með 47 stig eftir 27 leiki, en Sporting Kansas City situr í 11. sæti með 15 stigum minna.