Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar áður en úrslitakeppnin hefst Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 10:16 Víkingur getur orðið Íslandsmeistari strax í dag. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu fer fram í dag áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Allir sex leikir dagsins hefjast á sama tíma og verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Þrátt fyrir að enn verði heilar fimm umferðir eftir þegar lokaumferðin klárast í dag er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn svo gott sem ráðin. Spurningin hver verður Íslandsmeistari á í raun ekki lengur rétt á sér, heldur ætti fólk frekar að spyrja sig að því hvenær Víkingur klárar dæmið. Víkingur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari strax í dag með sigri gegn Fram í Úlfarsárdalnum ef önnur úrslit falla með liðinu. Raunar er það bara einn annar leikur sem getur haft raunveruleg áhrif á það hvort Víkingar fagni titlinum í dag eða seinna, en það er viðureign Vals og HK á Origo-vellinum. Breiðablik getur reyndar enn í besta falli jafnað Víkinga að stigum. Gríðarlegur munur í markatölu og hverfandi líkur á því að Víkingar tapi öllum sex leikjunum sem liðið á eftir gera það að verkum að það er í raun óþarfi að velta því fyrir sér. Staðan í deildinni.KSÍ/Skjáskot Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan eru Víkingar með 14 stiga forskot þegar lokaumferðin er framundan. Eftir að deildinni verður skipt upp verða aðeins 15 stig eftir í pottinum, sem þýðir að ef Víkingar sigra Fram og Valur tapar eða gerir jafntefli gegn HK á sama tíma er Víkingur Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögunni. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 2021, en þá hafði félagið beðið í 30 ár eftir titlinum. Nú stefnir hins vegar í að biðin milli titla verði heldur styttri. Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2021.Vísir/Hulda Margrét Hörð Evrópubarátta framundan Þrátt fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem búin er enn líf í baráttunni á öðrum vígstöðvum. Evróppubaráttan lifir enn góðu lífi þar sem fjögur lið berjast um hið eftirsótta fjórða sæti sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópukeppni. Það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari, en liðið er nú þegar komið í úrslitaleikinn þar sem KA bíður þeirra. Rétt eins og að Víkingur er að öllum líkindum búinn að tryggja sér fyrsta sætið þykir ansi líklegt að Valur og Breiðablik muni berjast um annað og þriðja sæti, en Stjarnan, FH, KR og KA horfa öll girndaraugum á fjórða sætið. Stjarnan, FH og KR eru öll jöfn að stigum með 31 stig, en KA er þremur stigum á eftir pakkanum. Það er því ljóst að baráttan um mögulegt Evrópusæti verður hörð, en KA-menn hafa tvöfaldan séns þar sem liðið getur komið sér í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingum í bikarúrslitum og um leið gert fjórða sætið nánast verðlaust. KA á enn góðan möguleika á Evrópusæti, bæði í gegnum deildarkeppnina og bikarinn.Vísir / Anton Fallbaráttan lifir góðu lífi Evrópubaráttan er ekki sú eina sem lifir góðu lífi í Bestu-deild karla því fallbaráttan gerir það svo sannarlega líka. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 12 stig, sjö stigum frá öruggu sæti, og þurfa því að snúa við blaðinu helst ekki seinna en strax til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þá er þéttur pakki fyrir ofan neðsta sætið þar sem aðeins tvö stig skilja þrjú lið að. Fylkir situr í níunda sæti með 20 stig, Fram í því tíunda með 19 og ÍBV í næst neðsta sæti með 18. Raunar geta öll liðin frá fjórða sæti og niður í það neðsta enn tæknilega séð fallið, en nánar verður ekki farið í þá útreikninga hér. Eins og staðan er núna eru það Fylkir, Fram, ÍBV og Keflavík sem eiga í mestri hættu á að falla. Leikir dagsins Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3) Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þrátt fyrir að enn verði heilar fimm umferðir eftir þegar lokaumferðin klárast í dag er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn svo gott sem ráðin. Spurningin hver verður Íslandsmeistari á í raun ekki lengur rétt á sér, heldur ætti fólk frekar að spyrja sig að því hvenær Víkingur klárar dæmið. Víkingur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari strax í dag með sigri gegn Fram í Úlfarsárdalnum ef önnur úrslit falla með liðinu. Raunar er það bara einn annar leikur sem getur haft raunveruleg áhrif á það hvort Víkingar fagni titlinum í dag eða seinna, en það er viðureign Vals og HK á Origo-vellinum. Breiðablik getur reyndar enn í besta falli jafnað Víkinga að stigum. Gríðarlegur munur í markatölu og hverfandi líkur á því að Víkingar tapi öllum sex leikjunum sem liðið á eftir gera það að verkum að það er í raun óþarfi að velta því fyrir sér. Staðan í deildinni.KSÍ/Skjáskot Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan eru Víkingar með 14 stiga forskot þegar lokaumferðin er framundan. Eftir að deildinni verður skipt upp verða aðeins 15 stig eftir í pottinum, sem þýðir að ef Víkingar sigra Fram og Valur tapar eða gerir jafntefli gegn HK á sama tíma er Víkingur Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögunni. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 2021, en þá hafði félagið beðið í 30 ár eftir titlinum. Nú stefnir hins vegar í að biðin milli titla verði heldur styttri. Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2021.Vísir/Hulda Margrét Hörð Evrópubarátta framundan Þrátt fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem búin er enn líf í baráttunni á öðrum vígstöðvum. Evróppubaráttan lifir enn góðu lífi þar sem fjögur lið berjast um hið eftirsótta fjórða sæti sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópukeppni. Það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari, en liðið er nú þegar komið í úrslitaleikinn þar sem KA bíður þeirra. Rétt eins og að Víkingur er að öllum líkindum búinn að tryggja sér fyrsta sætið þykir ansi líklegt að Valur og Breiðablik muni berjast um annað og þriðja sæti, en Stjarnan, FH, KR og KA horfa öll girndaraugum á fjórða sætið. Stjarnan, FH og KR eru öll jöfn að stigum með 31 stig, en KA er þremur stigum á eftir pakkanum. Það er því ljóst að baráttan um mögulegt Evrópusæti verður hörð, en KA-menn hafa tvöfaldan séns þar sem liðið getur komið sér í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingum í bikarúrslitum og um leið gert fjórða sætið nánast verðlaust. KA á enn góðan möguleika á Evrópusæti, bæði í gegnum deildarkeppnina og bikarinn.Vísir / Anton Fallbaráttan lifir góðu lífi Evrópubaráttan er ekki sú eina sem lifir góðu lífi í Bestu-deild karla því fallbaráttan gerir það svo sannarlega líka. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 12 stig, sjö stigum frá öruggu sæti, og þurfa því að snúa við blaðinu helst ekki seinna en strax til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þá er þéttur pakki fyrir ofan neðsta sætið þar sem aðeins tvö stig skilja þrjú lið að. Fylkir situr í níunda sæti með 20 stig, Fram í því tíunda með 19 og ÍBV í næst neðsta sæti með 18. Raunar geta öll liðin frá fjórða sæti og niður í það neðsta enn tæknilega séð fallið, en nánar verður ekki farið í þá útreikninga hér. Eins og staðan er núna eru það Fylkir, Fram, ÍBV og Keflavík sem eiga í mestri hættu á að falla. Leikir dagsins Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn