Hamborgarakeðjur í hremmingum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. september 2023 14:31 Burger King hamborgarakeðjan í Bandaríkjunum er sökuð um að auglýsa miklu stærri hamborgara heldur en viðskiptavinir fá í hendurnar. Dómsmál hefst í New York á næstunni. Wikimedia Commons Dómsmál hefur verið höfðað í Bandaríkjunum gegn hamborgarakeðjunni Burger King fyrir að sýna hamborgara í auglýsingum sem eru miklu stærri og girnilegri en þeir sem viðskiptavinir fá svo í hendurnar til að seðja hungur sitt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9cPxh2DikIA">watch on YouTube</a> Íslenskir hamborgaraunnendur þekkja fæstir þessar Whopper auglýsingar Burger King sem dynja í eyrum Bandaríkjamanna fremur reglulega. Auglýsingar sýna stærri hamborgara Nú hefur einn viðskiptavinur keðjunnar höfðað mál gegn henni og segir hana svindla. Whopper hamborgararnir sem sýndir séu í auglýsingunum séu 35 prósentum stærri en þeir séu í rauninni og innihaldi helmingi meira kjöt en viðskiptavinurinn fái í hendurnar. Og magann. Slík niðurstaða krefst vafalítið nokkurrar yfirlegu og jafnvel stærðfræðikunnáttu, en dómari í New York hefur í öllu falli samþykkt málshöfðunina og hefjast réttarhöld með kviðdómi innan skamms. „Þetta má“, segir Burger King Lögfræðingar Burger King hafna þessu með öllu. Eðlilega. Þeir segja að Burger King beri engin skylda til að afhenda hamborgara sem líti út nákvæmlega eins og í auglýsingunum. Dómarinn í málinu segir hins vegar að það verði kviðdómenda og þar með almennra neytenda að kveða upp úr með það. En Burger King er ekki eina skyndibitakeðjan sem á í hremmingum í bandaríska dómskerfinu um þessar mundir. Taco Bell hefur verið stefnt fyrir að selja pítsur og vefjur sem innihaldi rétt um helming þess kjöts sem sýnt er í auglýsingum og hamborgarakeðjunum McDonald´s og Wendy´s hefur einnig verið stefnt fyrir sviksamlega viðskiptahætti af sama meiði. Vilja meira en 5 milljónir dala í skaðabætur Í öllum þessum stefnum fara viðskiptavinir fram á að minnsta kosti 5 milljóna dala skaðabætur, andvirði um 650 milljóna íslenskra króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa einn hamborgara handa hverjum núlifandi Íslendingi, og eiga afgang. Matur Bandaríkin Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
<a href="https://www.youtube.com/watch?v=9cPxh2DikIA">watch on YouTube</a> Íslenskir hamborgaraunnendur þekkja fæstir þessar Whopper auglýsingar Burger King sem dynja í eyrum Bandaríkjamanna fremur reglulega. Auglýsingar sýna stærri hamborgara Nú hefur einn viðskiptavinur keðjunnar höfðað mál gegn henni og segir hana svindla. Whopper hamborgararnir sem sýndir séu í auglýsingunum séu 35 prósentum stærri en þeir séu í rauninni og innihaldi helmingi meira kjöt en viðskiptavinurinn fái í hendurnar. Og magann. Slík niðurstaða krefst vafalítið nokkurrar yfirlegu og jafnvel stærðfræðikunnáttu, en dómari í New York hefur í öllu falli samþykkt málshöfðunina og hefjast réttarhöld með kviðdómi innan skamms. „Þetta má“, segir Burger King Lögfræðingar Burger King hafna þessu með öllu. Eðlilega. Þeir segja að Burger King beri engin skylda til að afhenda hamborgara sem líti út nákvæmlega eins og í auglýsingunum. Dómarinn í málinu segir hins vegar að það verði kviðdómenda og þar með almennra neytenda að kveða upp úr með það. En Burger King er ekki eina skyndibitakeðjan sem á í hremmingum í bandaríska dómskerfinu um þessar mundir. Taco Bell hefur verið stefnt fyrir að selja pítsur og vefjur sem innihaldi rétt um helming þess kjöts sem sýnt er í auglýsingum og hamborgarakeðjunum McDonald´s og Wendy´s hefur einnig verið stefnt fyrir sviksamlega viðskiptahætti af sama meiði. Vilja meira en 5 milljónir dala í skaðabætur Í öllum þessum stefnum fara viðskiptavinir fram á að minnsta kosti 5 milljóna dala skaðabætur, andvirði um 650 milljóna íslenskra króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa einn hamborgara handa hverjum núlifandi Íslendingi, og eiga afgang.
Matur Bandaríkin Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira