„Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. september 2023 17:32 Heimir á hliðarlínunni í dag Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigri gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar. FH tókst með þessum sigri að gulltryggja sig inn í efri hlutann áður en deildinni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin hefst. „Bara frábær leikur hjá FH liðinu í dag, skildum allt eftir á vellinum, spilum við frábært Blikalið og mér fannst við á löngum köflum vera sterkari aðilinn. Sköpum okkur mikið af hættulegum færum og vorum pínu klaufar að skora ekki meira.“- Sagði Heimir strax að leik loknum. FH hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu síðan í 12. umferð gegn Fram, þar áður hafði liðið haldið hreinu í 2. og 4. umferð gegn KR og Stjörnunni. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins á gervigrasi í allt sumar. „Ég var ánægður með að við héldum hreinu, það er búið að vera vesen hjá okkur að fá alltof mikið af mörkum á okkur í sumar og að halda hreinu á þessum erfiða útivelli, við getum ekki verið annað en sáttir.“ Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þeir hvítklæddu út af miklum krafti í seinni hálfleikinn, áherslubreytingar þjálfarans virðast hafa skilað árangri. „Við fórum bara yfir það sem við þurftum að laga, þeir voru að ná að skipta boltanum of mikið á milli og við vorum að tapa stöðunum 1 á móti 1. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og spiluðum bara gríðarlega vel, þetta hefur oft verið mjög kaflaskipt hjá okkur en í dag fannst mér þetta heilsteypt.“ FH endar í 5. sæti deildarinnar, jafnt Stjörnunni í 4. sæti að stigum. Heimir segir að þar með sé markmiðinu náð, liðið mun svo nýta landsleikjahléið sem er framundan til að skipuleggja sig fyrir lokasprettinn. „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag og við erum ánægðir með það. Svo kemur bara landsleikjahlé núna og þá förum við yfir hver næstu markmið eru, við erum ekkert búnir að hugsa neitt lengra en það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
„Bara frábær leikur hjá FH liðinu í dag, skildum allt eftir á vellinum, spilum við frábært Blikalið og mér fannst við á löngum köflum vera sterkari aðilinn. Sköpum okkur mikið af hættulegum færum og vorum pínu klaufar að skora ekki meira.“- Sagði Heimir strax að leik loknum. FH hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu síðan í 12. umferð gegn Fram, þar áður hafði liðið haldið hreinu í 2. og 4. umferð gegn KR og Stjörnunni. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins á gervigrasi í allt sumar. „Ég var ánægður með að við héldum hreinu, það er búið að vera vesen hjá okkur að fá alltof mikið af mörkum á okkur í sumar og að halda hreinu á þessum erfiða útivelli, við getum ekki verið annað en sáttir.“ Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þeir hvítklæddu út af miklum krafti í seinni hálfleikinn, áherslubreytingar þjálfarans virðast hafa skilað árangri. „Við fórum bara yfir það sem við þurftum að laga, þeir voru að ná að skipta boltanum of mikið á milli og við vorum að tapa stöðunum 1 á móti 1. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og spiluðum bara gríðarlega vel, þetta hefur oft verið mjög kaflaskipt hjá okkur en í dag fannst mér þetta heilsteypt.“ FH endar í 5. sæti deildarinnar, jafnt Stjörnunni í 4. sæti að stigum. Heimir segir að þar með sé markmiðinu náð, liðið mun svo nýta landsleikjahléið sem er framundan til að skipuleggja sig fyrir lokasprettinn. „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag og við erum ánægðir með það. Svo kemur bara landsleikjahlé núna og þá förum við yfir hver næstu markmið eru, við erum ekkert búnir að hugsa neitt lengra en það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira