„Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. september 2023 17:32 Heimir á hliðarlínunni í dag Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í 2-0 sigri gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildarinnar. FH tókst með þessum sigri að gulltryggja sig inn í efri hlutann áður en deildinni er skipt í tvennt og úrslitakeppnin hefst. „Bara frábær leikur hjá FH liðinu í dag, skildum allt eftir á vellinum, spilum við frábært Blikalið og mér fannst við á löngum köflum vera sterkari aðilinn. Sköpum okkur mikið af hættulegum færum og vorum pínu klaufar að skora ekki meira.“- Sagði Heimir strax að leik loknum. FH hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu síðan í 12. umferð gegn Fram, þar áður hafði liðið haldið hreinu í 2. og 4. umferð gegn KR og Stjörnunni. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins á gervigrasi í allt sumar. „Ég var ánægður með að við héldum hreinu, það er búið að vera vesen hjá okkur að fá alltof mikið af mörkum á okkur í sumar og að halda hreinu á þessum erfiða útivelli, við getum ekki verið annað en sáttir.“ Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þeir hvítklæddu út af miklum krafti í seinni hálfleikinn, áherslubreytingar þjálfarans virðast hafa skilað árangri. „Við fórum bara yfir það sem við þurftum að laga, þeir voru að ná að skipta boltanum of mikið á milli og við vorum að tapa stöðunum 1 á móti 1. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og spiluðum bara gríðarlega vel, þetta hefur oft verið mjög kaflaskipt hjá okkur en í dag fannst mér þetta heilsteypt.“ FH endar í 5. sæti deildarinnar, jafnt Stjörnunni í 4. sæti að stigum. Heimir segir að þar með sé markmiðinu náð, liðið mun svo nýta landsleikjahléið sem er framundan til að skipuleggja sig fyrir lokasprettinn. „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag og við erum ánægðir með það. Svo kemur bara landsleikjahlé núna og þá förum við yfir hver næstu markmið eru, við erum ekkert búnir að hugsa neitt lengra en það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
„Bara frábær leikur hjá FH liðinu í dag, skildum allt eftir á vellinum, spilum við frábært Blikalið og mér fannst við á löngum köflum vera sterkari aðilinn. Sköpum okkur mikið af hættulegum færum og vorum pínu klaufar að skora ekki meira.“- Sagði Heimir strax að leik loknum. FH hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu síðan í 12. umferð gegn Fram, þar áður hafði liðið haldið hreinu í 2. og 4. umferð gegn KR og Stjörnunni. Þetta var einnig fyrsti sigur liðsins á gervigrasi í allt sumar. „Ég var ánægður með að við héldum hreinu, það er búið að vera vesen hjá okkur að fá alltof mikið af mörkum á okkur í sumar og að halda hreinu á þessum erfiða útivelli, við getum ekki verið annað en sáttir.“ Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komu þeir hvítklæddu út af miklum krafti í seinni hálfleikinn, áherslubreytingar þjálfarans virðast hafa skilað árangri. „Við fórum bara yfir það sem við þurftum að laga, þeir voru að ná að skipta boltanum of mikið á milli og við vorum að tapa stöðunum 1 á móti 1. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik og spiluðum bara gríðarlega vel, þetta hefur oft verið mjög kaflaskipt hjá okkur en í dag fannst mér þetta heilsteypt.“ FH endar í 5. sæti deildarinnar, jafnt Stjörnunni í 4. sæti að stigum. Heimir segir að þar með sé markmiðinu náð, liðið mun svo nýta landsleikjahléið sem er framundan til að skipuleggja sig fyrir lokasprettinn. „Markmiðið fyrir þetta tímabil var að koma okkur í efri hlutann, það heppnaðist í dag og við erum ánægðir með það. Svo kemur bara landsleikjahlé núna og þá förum við yfir hver næstu markmið eru, við erum ekkert búnir að hugsa neitt lengra en það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira