„Grípum geirinn í hönd!“ Gylfi Þór Gíslason skrifar 4. september 2023 09:02 Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Undir merkjum Alþýðusambandsins voru unnir stórir sigrar, má þar nefna vökulögin 1918, lög um verkamannabústaði 1928, almannatryggingar 1936, vinnulöggjöfin 1938, orlofsréttur 1942, atvinnuleysistryggingar 1956 og svo má lengi telja. Með samstilltu átaki alþýðu landsins undir merkjum Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands sem klofnaði fljótlega úr því að vera einn flokkur í félag kommúnista, síðar sósíalista og þar næst bandalags. Samhliða baráttunni og í kjölfar sundrungar var reynt að búa til samfylkingu alþýðunnar með sameiningu jafnaðarmanna og sósíalista en ekkert gekk fyrr en um aldarmót með stofnun Samfylkingarinnar sem hefur tæpum 25 árum síðar náð vopnum sínum og stefnir til sigurs í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir og að þær gangi eftir. Samstaðan um landhelgina Ekki má gleyma samstöðu fólksins í landinu fyrir útærslu landhelginnar. Þjóðin stóð saman í því að standa vörð um fiskveiðilögsögu landsins. Haldnir voru margir fjölmennir samstöðufundir á Lækjartorgi um miðja síðustu öld um mikilvægi þess að tryggja útfærslu landhelginnar og að koma úr lögsögu okkar erlendu togurunum sem voru á veiðum hér allt í kringum landið. En undir lok aldarinnar var sett á kvótakerfi undir forystu sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í samstarfi við Landsamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem hefur leitt af sér síðar að fiskimiðin eru komin á hendur örfárra aðila í landinu. Húsnæðisvandinn er mannanna verk Félagslega íbúðarkerfið var lagt niður af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í lok síðustu aldar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu jafnaðarmanna og fór þar fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir, sem hélt lengstu ræðu í sögu Alþingis þegar hún talaði í rúmar 10 klukkustundir, að öðrum ólöstuðum. Hún sagði m.a. í upphafi þeirra ræðu: „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi“ Fólkið í landinu sýpur seiðið af þeirri ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna um allt land. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref........“ Síðasta vetur var kjarabaráttan hörð en samið var til skamms tíma og eru svo til allir kjarasamningar lausir núna í kringum áramótin. Þetta verður erfiður vetur á sama tíma og að verðbólgan er há. Í samningunum þurfa öll að koma að samningaborðinu, verkalýðshreyfingin, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin. En það er ekki gæfulegt þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu í landinu heldur bendir á Seðlabankann í því samhengi. Svo ekki er við miklu að búast á þeim bænum. Forysta Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hún vill aukið samráð og meiri tengingu við verkalýðsfélögin í landinu eins og í upphafi síðustu aldar þegar fólkið í ASÍ var með tengingu í Alþýðuflokkinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur sagt að Samfylkingin á að vera fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Með því að endurvekja verkalýðsmálaráð í upphafi síðasta árs var grunnurinn lagður að þessari tengingu. Við í verkalýðsmálaráði munum vinna að því í vetur að efla þau tengsl og með því auka vægi verkalýðsfélaga innan flokksins til framtíðar. Sýna fólkinu í landinu að við viljum byggja með því réttlátara samfélag allra. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Stéttarfélög Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Undir merkjum Alþýðusambandsins voru unnir stórir sigrar, má þar nefna vökulögin 1918, lög um verkamannabústaði 1928, almannatryggingar 1936, vinnulöggjöfin 1938, orlofsréttur 1942, atvinnuleysistryggingar 1956 og svo má lengi telja. Með samstilltu átaki alþýðu landsins undir merkjum Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands sem klofnaði fljótlega úr því að vera einn flokkur í félag kommúnista, síðar sósíalista og þar næst bandalags. Samhliða baráttunni og í kjölfar sundrungar var reynt að búa til samfylkingu alþýðunnar með sameiningu jafnaðarmanna og sósíalista en ekkert gekk fyrr en um aldarmót með stofnun Samfylkingarinnar sem hefur tæpum 25 árum síðar náð vopnum sínum og stefnir til sigurs í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir og að þær gangi eftir. Samstaðan um landhelgina Ekki má gleyma samstöðu fólksins í landinu fyrir útærslu landhelginnar. Þjóðin stóð saman í því að standa vörð um fiskveiðilögsögu landsins. Haldnir voru margir fjölmennir samstöðufundir á Lækjartorgi um miðja síðustu öld um mikilvægi þess að tryggja útfærslu landhelginnar og að koma úr lögsögu okkar erlendu togurunum sem voru á veiðum hér allt í kringum landið. En undir lok aldarinnar var sett á kvótakerfi undir forystu sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í samstarfi við Landsamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem hefur leitt af sér síðar að fiskimiðin eru komin á hendur örfárra aðila í landinu. Húsnæðisvandinn er mannanna verk Félagslega íbúðarkerfið var lagt niður af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í lok síðustu aldar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu jafnaðarmanna og fór þar fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir, sem hélt lengstu ræðu í sögu Alþingis þegar hún talaði í rúmar 10 klukkustundir, að öðrum ólöstuðum. Hún sagði m.a. í upphafi þeirra ræðu: „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi“ Fólkið í landinu sýpur seiðið af þeirri ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna um allt land. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref........“ Síðasta vetur var kjarabaráttan hörð en samið var til skamms tíma og eru svo til allir kjarasamningar lausir núna í kringum áramótin. Þetta verður erfiður vetur á sama tíma og að verðbólgan er há. Í samningunum þurfa öll að koma að samningaborðinu, verkalýðshreyfingin, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin. En það er ekki gæfulegt þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu í landinu heldur bendir á Seðlabankann í því samhengi. Svo ekki er við miklu að búast á þeim bænum. Forysta Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hún vill aukið samráð og meiri tengingu við verkalýðsfélögin í landinu eins og í upphafi síðustu aldar þegar fólkið í ASÍ var með tengingu í Alþýðuflokkinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur sagt að Samfylkingin á að vera fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Með því að endurvekja verkalýðsmálaráð í upphafi síðasta árs var grunnurinn lagður að þessari tengingu. Við í verkalýðsmálaráði munum vinna að því í vetur að efla þau tengsl og með því auka vægi verkalýðsfélaga innan flokksins til framtíðar. Sýna fólkinu í landinu að við viljum byggja með því réttlátara samfélag allra. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun