Fullyrða að þjálfari heimsmeistaranna verði látinn fara í vikunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 07:30 Jorge Vilda (t.h.) gerði Spánverja að heimmsmeisturum kvenna í fyrsta sinn í sögunni. Hann er þó langt frá því að vera laus við að vera umdeildur. Maja Hitij - FIFA/FIFA via Getty Images Spænski miðillinn Sport.es greindi frá því í gærkvöldi að búið sé að taka ákvörðun um að láta Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, taka poka sinn í vikunni. Vilda gerði Spánverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn í sögunni í kvennaflokki í síðasta mánuði, en þrátt fyrir það hefur hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, verið efst á baugi í fréttaflutningi eftir mótið. Rubialessmellti rembingskossi á Jenni Hermoso gegn hennar vilja í verðlaunaafhendingunni og í kjölfarið var hann dæmdur í 90 daga bann frá afskiptum af knattspyrnu af FIFA. Á neyðarfundi spænska sambandsins sást Vilda svo klappa fyrir ræðu Rubiales þar sem hann sagðist ekki ætla að hætta sem forseti. Í ræðunni bauð Rubiales Vilda einnig nýjan ofursamning og því nokkuð ljóst að þeir félagar styðja við bakið á hvorum öðrum. Þá hjálpar það líklega ekki stöðu Vilda sem þjálfari spænska kvennalandsliðsins að fyrir heimsmeistaramótið ríkti einnig mikil ólga í kringum liðið. Fjöldi leikmanna neituðu að æfa og spila fyrir landsliðið á meðan Vilda var við völd og 15 leikmenn sendu sameiginlegt bréf á spænska sambandið þar sem því var haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Nú deilir Colin Millar, íþróttafréttamaður hjá The Daily Mail, grein frá spænska miðlinum Sport.es þar sem fullyrt er að Vilda verði látinn hætta sem þjálfari spænska liðsins strax í þessari viku. Búið sé að taka ákvörðunina, en fyrst þurfi Pedro Rocha, bráðabirgðaforseti spænska knattspyrnusambandsins, að funda með Vilda áður en tilkynnt verði um botthvarf þjálfarans. Spain women national team coach Jorge Vilda is leaving his position . Only an official announcement is missing and is expected early this week. Comes just 10 days after Rubiales - unauthorised - publicly promised him a long-term, lucrative contract. https://t.co/2vixggeDxP— Colin Millar (@Millar_Colin) September 4, 2023 Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins. 29. ágúst 2023 18:00 Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso. 26. ágúst 2023 16:41 Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins. 25. ágúst 2023 15:00 Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. 1. október 2022 09:30 Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. 23. september 2022 09:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Vilda gerði Spánverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn í sögunni í kvennaflokki í síðasta mánuði, en þrátt fyrir það hefur hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, verið efst á baugi í fréttaflutningi eftir mótið. Rubialessmellti rembingskossi á Jenni Hermoso gegn hennar vilja í verðlaunaafhendingunni og í kjölfarið var hann dæmdur í 90 daga bann frá afskiptum af knattspyrnu af FIFA. Á neyðarfundi spænska sambandsins sást Vilda svo klappa fyrir ræðu Rubiales þar sem hann sagðist ekki ætla að hætta sem forseti. Í ræðunni bauð Rubiales Vilda einnig nýjan ofursamning og því nokkuð ljóst að þeir félagar styðja við bakið á hvorum öðrum. Þá hjálpar það líklega ekki stöðu Vilda sem þjálfari spænska kvennalandsliðsins að fyrir heimsmeistaramótið ríkti einnig mikil ólga í kringum liðið. Fjöldi leikmanna neituðu að æfa og spila fyrir landsliðið á meðan Vilda var við völd og 15 leikmenn sendu sameiginlegt bréf á spænska sambandið þar sem því var haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Nú deilir Colin Millar, íþróttafréttamaður hjá The Daily Mail, grein frá spænska miðlinum Sport.es þar sem fullyrt er að Vilda verði látinn hætta sem þjálfari spænska liðsins strax í þessari viku. Búið sé að taka ákvörðunina, en fyrst þurfi Pedro Rocha, bráðabirgðaforseti spænska knattspyrnusambandsins, að funda með Vilda áður en tilkynnt verði um botthvarf þjálfarans. Spain women national team coach Jorge Vilda is leaving his position . Only an official announcement is missing and is expected early this week. Comes just 10 days after Rubiales - unauthorised - publicly promised him a long-term, lucrative contract. https://t.co/2vixggeDxP— Colin Millar (@Millar_Colin) September 4, 2023
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins. 29. ágúst 2023 18:00 Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso. 26. ágúst 2023 16:41 Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins. 25. ágúst 2023 15:00 Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. 1. október 2022 09:30 Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. 23. september 2022 09:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Spænska knattspyrnusambandið leitar leiða til að reka Vilda Spænska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort það sé möguleiki á því að reka Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins. 29. ágúst 2023 18:00
Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso. 26. ágúst 2023 16:41
Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins. 25. ágúst 2023 15:00
Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. 1. október 2022 09:30
Uppreisn á Spáni: Vilja þjálfarann burt og sambandið hótar bönnum 15 leikmenn spænska kvennalandsliðsins í fótbolta hafa hafnað því að vera í landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. Þær vilja ekki spila fyrir þjálfarann Jorge Vilda. 23. september 2022 09:00