Í tilkynningu um vistaskiptin segir að ráðning Thelmu Christelar muni efla tækni- og hugverka- og persónuverndarteymi BBA//Fjeldco með þekkingu hennar og reynslu af evrópskri og bandarískri persónuvernd, gervigreind og hugverkarétti, en eftirspurn eftir slíkri þjónustu fari sífellt vaxandi með aukinni notkun gervigreindar og öflun persónuupplýsinga í daglegu lífi.
Thelma Christel hafi áður starfað í tækni-, hugverka- og persónuverndarteymi Lex lögmannsstofu þar sem hún hafi meðal annars veitt ráðgjöf á sviði persónuverndar og tækniréttar til innlendra og alþjóðlegra fyrirtækja.
Thelma Christel sé menntaður lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands og lauk nýverið LL.M gráðu í tækni-og hugverkarétti frá UC Berkeley. Í námi sínu í UC Berkeley hafi Thelma Christel einbeitt sér að rannsóknum á sviði gervigreindar, tölvuleikja, netöryggis, hugverkaréttinda og persónuverndar.
Thelma Christel sinni stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands og muni einnig sinna stundakennslu við Háskólann á Bifröst á næsta ári.Hún sitji einnig í ráðgjafarnefnd Bonterms, nýsköpunarfyrirtækis í San Francisco, sem vinni að því að útbúa staðlaða samningsskilmála fyrir fyrirtæki.
BBA//Fjeldco sé ein stærsta lögmannsstofa landsins á sviði fjármála– og fyrirtækjalögfræði. Á stofunni starfi yfir þrjátíu lögfræðingar, sérhæfðir í fyrirtækjalögfræði, með málflutningsréttindi á Íslandi, í Englandi, Frakklandi og New York.