Hann er því orðinn sá tenniskappi í sögunni sem hefur oftast komist í undanúrslit á risamóti. Þá var þetta í þrettánda sinn í röð sem hann kemst í gegnum fjórðungsúrslit á Opna bandaríska á ferlinum í þrettán tilraunum. Hann er því enn taplaus í fjórðungúrslitum risamótsins.
Þessi 36 ára Serbi hafði betur gegn Taylor Fritz í nótt. Hann vann fyrsta settið 6-1 og næstu tvö 6-4 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Þar mætir hann Bandaríkjamanninum Ben Shelton.
Til samanburðar er Shelton á leið í sinn fyrsta undanúrslitaleik á risamóti í tennis, á meðan Djokovic er á leið í undanúrslitaleik númer 47.
IDEMOOO LET’S GOOOOO 4️⃣7️⃣ #USOpen pic.twitter.com/6p7jk2iTK4
— Novak Djokovic (@DjokerNole) September 6, 2023