Rekstrarhalli Kópavogs tæplega tvöfalt meiri en spáð var Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 14:20 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2023 var neikvæð um 1,4 milljarða króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 754 milljónir króna. Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 7. september. Í fréttatilkynningu af því tilefni segir að niðurstaðan endurspegli góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi. „Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi muni áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta sem snýr að málefnum fatlaðs fólks sé sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. „Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ er haft eftir Ásdísi. Hallann megi rekja til vaxta og verðbólgu Í tilkynnningu segir að neikvæða afkomu megi rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hafi verið óhagstæð undanfarin ár. Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, hafi verið jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum. Í þessum tölum sé tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins. Meginskýring á verri afkomu en áætlað var sé meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Heildarskuldir samstæðunnar hafi hækkað um 773 milljón króna, þar af séu verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmið bæjarins hafi síðustu áramót verið 95 prósent sem sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent. Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður. Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 7. september. Í fréttatilkynningu af því tilefni segir að niðurstaðan endurspegli góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi. „Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi muni áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta sem snýr að málefnum fatlaðs fólks sé sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. „Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ er haft eftir Ásdísi. Hallann megi rekja til vaxta og verðbólgu Í tilkynnningu segir að neikvæða afkomu megi rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hafi verið óhagstæð undanfarin ár. Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, hafi verið jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum. Í þessum tölum sé tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins. Meginskýring á verri afkomu en áætlað var sé meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Heildarskuldir samstæðunnar hafi hækkað um 773 milljón króna, þar af séu verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmið bæjarins hafi síðustu áramót verið 95 prósent sem sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent. Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður.
Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira