25 starfsmönnum Grid var sagt upp Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2023 13:44 Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. Aukin áhersla verði lögð á tekjusköpun. Grid Tuttugu og fimm starfsmönnum upplýsingatæknifyrirtækisins Grid var sagt upp störfum í síðasta mánuði. Þetta staðfestir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. „Þetta er aldrei auðveld ákvörðun en við höfum verið í aggressífri vöruþróun undanfarin ár og fengið til þess heilmikið fjármagn. Nú er fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hins vegar töluvert mikið breytt og við vorum ekki að ná að fjármagna þetta áfram af sama krafti. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að segja upp meirihluta starfsfólksins,“ segir Hjálmar. Tólf manna hópur starfar áfram Hjálmar segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. „Sá hópur er þá nokkuð vel fjármagnaður og getur látið reyna á það sem við teljum okkur geta gert, byggt á þeirri frábæru vinnu sem hópurinn sem því miður þurfti að fara, hefur verið að vinna síðustu ár.“ Hann segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar snemma í ágústmánuði og að flestir starfsmannanna hafi verið á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Flestir starfsmennirnir hafi því verið farnir um miðjan síðasta mánuð. Aukin áhersla á tekjusköpun Hjálmar segir Grid hafa þróað hugbúnaðarlausn sem byggi ofan á töflureikna, sem hjálpi til við framsetningu og úrvinnslu gagna sem unnin eru í Excel eða Google Sheets. „Grunnþróunin á allri þeirri tækni er vel á veg komin og við erum með nokkur þúsund fyrirtæki sem eru aktífir notendur. Núna verða kannski einhverjar áherslubreytingar þannig að við munum leggja meiri áherslu á tekjusköpun til skemmri tíma, fremur en aggressífa vöruþróun og að byggja upp notkun sem er kannski ekki alltaf greidd.“ Erfið ákvörðun Hjálmar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að ráðast í uppsagnirnar og að hann vilji þakka öllu því frábæra fólki sem uppsagnirnar hafi náð til fyrir vel unnin störf. Hann óski þeim alls hins besta. „Núna er öflugur hópur af hugbúnaðarsérfræðingum, hönnuðum, markaðsfólki og fleirum að velta fyrir sér næstu tækifærum. Það verður spennandi að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur og þeir vinnuveitendur heppnir sem tekst að ráða þau til sín,“ segir Hjálmar. Vinnumarkaður Upplýsingatækni Tengdar fréttir 52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Þetta staðfestir Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. „Þetta er aldrei auðveld ákvörðun en við höfum verið í aggressífri vöruþróun undanfarin ár og fengið til þess heilmikið fjármagn. Nú er fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hins vegar töluvert mikið breytt og við vorum ekki að ná að fjármagna þetta áfram af sama krafti. Við tókum því þá erfiðu ákvörðun að segja upp meirihluta starfsfólksins,“ segir Hjálmar. Tólf manna hópur starfar áfram Hjálmar segir að tólf manna hópur muni áfram starfa hjá fyrirtækinu. „Sá hópur er þá nokkuð vel fjármagnaður og getur látið reyna á það sem við teljum okkur geta gert, byggt á þeirri frábæru vinnu sem hópurinn sem því miður þurfti að fara, hefur verið að vinna síðustu ár.“ Hann segir að ráðist hafi verið í uppsagnirnar snemma í ágústmánuði og að flestir starfsmannanna hafi verið á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Flestir starfsmennirnir hafi því verið farnir um miðjan síðasta mánuð. Aukin áhersla á tekjusköpun Hjálmar segir Grid hafa þróað hugbúnaðarlausn sem byggi ofan á töflureikna, sem hjálpi til við framsetningu og úrvinnslu gagna sem unnin eru í Excel eða Google Sheets. „Grunnþróunin á allri þeirri tækni er vel á veg komin og við erum með nokkur þúsund fyrirtæki sem eru aktífir notendur. Núna verða kannski einhverjar áherslubreytingar þannig að við munum leggja meiri áherslu á tekjusköpun til skemmri tíma, fremur en aggressífa vöruþróun og að byggja upp notkun sem er kannski ekki alltaf greidd.“ Erfið ákvörðun Hjálmar segir það hafa verið erfiða ákvörðun að ráðast í uppsagnirnar og að hann vilji þakka öllu því frábæra fólki sem uppsagnirnar hafi náð til fyrir vel unnin störf. Hann óski þeim alls hins besta. „Núna er öflugur hópur af hugbúnaðarsérfræðingum, hönnuðum, markaðsfólki og fleirum að velta fyrir sér næstu tækifærum. Það verður spennandi að sjá hvað þau taka sér fyrir hendur og þeir vinnuveitendur heppnir sem tekst að ráða þau til sín,“ segir Hjálmar.
Vinnumarkaður Upplýsingatækni Tengdar fréttir 52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
52 misstu vinnuna í tveimur hópuppsögnum í ágúst Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum ágústmánuði þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. 5. september 2023 08:26
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent