Sagður bera ábyrgð á baneitraðri vinnustaðamenningu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. september 2023 16:36 Jimmy Fallon ásamt hljómsveitarmeðlimum The Rolling Stones í London í gær vegna útgáfu plötunnar Hackney Diamonds. Starfsmenn Tonight Show lýsa hræðilegum aðstæðum í viðtali við tímaritið sem ber svo gott sem sama nafn og sveitin. Scott Garfitt/Invision/AP Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar. Starfsmennirnir segja spjallþáttastjórnandann bera ábyrgð á eitraðri menningu við framleiðsluna. Hún byrji hjá honum og hafi náð til undirmanna hans en níu yfirmenn hafa komið að gerð þáttanna síðastliðin níu ár. Jimmy Fallon tók við stjórnartaumi þáttanna árið 2014 af Jay Leno sem hætti við að hætta um stund og mætti aftur um fjögurra ára skeið frá 2010 eftir að hafa gert Conan O'Brien að arftaka sínum árið 2009. Í viðtali við Rolling Stone lýsa starfsmennirnir því að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði hvern dag. Starfsmenn hafi rætt sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga.“ Hann sé gjarn á að láta skap sitt bitna á starfsfólki, sem geti aldrei vitað upp á hár hvernig hann muni hegða sér þann daginn. Þá lýsa tveir starfsmenn því í viðtalinu hvernig á „slæmum Jimmy degi“ bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hafi eitt sinn verið gestur í þættinum. Þeir segja Fallon hafa skammað starfsmann sem var falið að halda á minnisspjaldi. Starfsmennirnir segja andartakið hafa verið afar óþægilegt og að Seinfeld hafi sagt Fallon að biðja starfsmanninn afsökunar, hálf partinn í gríni en samt ekki. Það hafi hann gert. Augnablikið hafi verið klippt úr þættinum en starfsmennirnir segja það hafa verið eitt það furðulegasta sem þeir hafi séð á setti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7XpDnZCEZhA">watch on YouTube</a> Gestaherbergin nýtt sem „grátherbergi“ Þeir reka stemninguna á vinnustaðnum beint til spjallþáttastjórnandans sem þeir segja að geri ítrekað lítið úr starfsfólki. Það samskiptamunstur sé einnig að finna í samskiptum annarra yfirmanna við undirmenn sína, sem hegði sér á sama hátt og grínistinn. Starfsfólkið ræðir við Rolling Stone undir nafnleynd vegna ótta við viðbrögð Fallon og framleiðenda. Sjö þeirra segja að starf sitt á setti þáttanna hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Algengt sé að starfsfólk grínist með sjálfsvíg á setti og þá séu herbergi sem ætluð séu gestum nýtt sem „grátherbergi“ af starfsfólki. Þar geti starfsfólk sýnt tilfinningar sínar og fengið útrás vegna hegðunar yfirmanna sinna. Starfsfólkið er sagt vinna í öllum hlutum framleiðslu þáttanna, þar sé að finna tökumenn, handritshöfundar og aðstoðarmenn. Margir hinna fyrrverandi starfsmanna segja bandaríska tímaritinu að þeir hafi hætt í vinnunni vegna geðrænnar heilsu sinnar. Aðrir segjast hafa verið reknir af þáttastjórnendum. Einn fyrrverandi starfsmaður segir upplifunina hafa verið ömurlega þar sem þetta hafi verið draumastarfið hans. Hann hafi alltaf viljað skrifa fyrir grínþátt líkt og þennan en vinnan hafi fljótlega breyst í martröð. Annar starfsmaður segir framleiðendur þáttanna finna fyrir mikilli pressu vegna gríðarlegra vinsælda þáttanna. Þeir láti það óhikað bitna á starfsfólkinu. Fólk hafi upplifað sem svo að jafnvel ein mistök yrðu til þess að viðkomandi yrði rekinn. Minntust ekki orði á Fallon Rolling Stone segist í umfjöllun sinni hafa haft samband við rúmlega áttatíu núverandi og fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Margir hafi hrósað Fallon í hástert fyrir hæfileika en segir í umfjöllun tímaritsins að athygli hafi vakið að enginn þeirra hafi viljað tjá sig um vinnustaðamenningu á setti og þá hafi enginn hrósað henni. Þá vildi Jimmy Fallon sjálfur ekki tjá sig vegna umfjöllunar tímaritsins. Talsmaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar segir í yfirlýsingu til tímaritsins að forsvarsmenn hennar séu stoltir af kvöldþættinum, en í umfjöllun Rolling Stone segir að það vekji athygli að ekki sé minnst einu orði á spjallþáttastjórnandann í tilkynningunni. Segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að allar ábendingar starfsfólks um líðan séu teknar alvarlega. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Starfsmennirnir segja spjallþáttastjórnandann bera ábyrgð á eitraðri menningu við framleiðsluna. Hún byrji hjá honum og hafi náð til undirmanna hans en níu yfirmenn hafa komið að gerð þáttanna síðastliðin níu ár. Jimmy Fallon tók við stjórnartaumi þáttanna árið 2014 af Jay Leno sem hætti við að hætta um stund og mætti aftur um fjögurra ára skeið frá 2010 eftir að hafa gert Conan O'Brien að arftaka sínum árið 2009. Í viðtali við Rolling Stone lýsa starfsmennirnir því að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði hvern dag. Starfsmenn hafi rætt sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga.“ Hann sé gjarn á að láta skap sitt bitna á starfsfólki, sem geti aldrei vitað upp á hár hvernig hann muni hegða sér þann daginn. Þá lýsa tveir starfsmenn því í viðtalinu hvernig á „slæmum Jimmy degi“ bandaríski grínistinn Jerry Seinfeld hafi eitt sinn verið gestur í þættinum. Þeir segja Fallon hafa skammað starfsmann sem var falið að halda á minnisspjaldi. Starfsmennirnir segja andartakið hafa verið afar óþægilegt og að Seinfeld hafi sagt Fallon að biðja starfsmanninn afsökunar, hálf partinn í gríni en samt ekki. Það hafi hann gert. Augnablikið hafi verið klippt úr þættinum en starfsmennirnir segja það hafa verið eitt það furðulegasta sem þeir hafi séð á setti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=7XpDnZCEZhA">watch on YouTube</a> Gestaherbergin nýtt sem „grátherbergi“ Þeir reka stemninguna á vinnustaðnum beint til spjallþáttastjórnandans sem þeir segja að geri ítrekað lítið úr starfsfólki. Það samskiptamunstur sé einnig að finna í samskiptum annarra yfirmanna við undirmenn sína, sem hegði sér á sama hátt og grínistinn. Starfsfólkið ræðir við Rolling Stone undir nafnleynd vegna ótta við viðbrögð Fallon og framleiðenda. Sjö þeirra segja að starf sitt á setti þáttanna hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Algengt sé að starfsfólk grínist með sjálfsvíg á setti og þá séu herbergi sem ætluð séu gestum nýtt sem „grátherbergi“ af starfsfólki. Þar geti starfsfólk sýnt tilfinningar sínar og fengið útrás vegna hegðunar yfirmanna sinna. Starfsfólkið er sagt vinna í öllum hlutum framleiðslu þáttanna, þar sé að finna tökumenn, handritshöfundar og aðstoðarmenn. Margir hinna fyrrverandi starfsmanna segja bandaríska tímaritinu að þeir hafi hætt í vinnunni vegna geðrænnar heilsu sinnar. Aðrir segjast hafa verið reknir af þáttastjórnendum. Einn fyrrverandi starfsmaður segir upplifunina hafa verið ömurlega þar sem þetta hafi verið draumastarfið hans. Hann hafi alltaf viljað skrifa fyrir grínþátt líkt og þennan en vinnan hafi fljótlega breyst í martröð. Annar starfsmaður segir framleiðendur þáttanna finna fyrir mikilli pressu vegna gríðarlegra vinsælda þáttanna. Þeir láti það óhikað bitna á starfsfólkinu. Fólk hafi upplifað sem svo að jafnvel ein mistök yrðu til þess að viðkomandi yrði rekinn. Minntust ekki orði á Fallon Rolling Stone segist í umfjöllun sinni hafa haft samband við rúmlega áttatíu núverandi og fyrrverandi starfsmenn þáttanna. Margir hafi hrósað Fallon í hástert fyrir hæfileika en segir í umfjöllun tímaritsins að athygli hafi vakið að enginn þeirra hafi viljað tjá sig um vinnustaðamenningu á setti og þá hafi enginn hrósað henni. Þá vildi Jimmy Fallon sjálfur ekki tjá sig vegna umfjöllunar tímaritsins. Talsmaður NBC sjónvarpsstöðvarinnar segir í yfirlýsingu til tímaritsins að forsvarsmenn hennar séu stoltir af kvöldþættinum, en í umfjöllun Rolling Stone segir að það vekji athygli að ekki sé minnst einu orði á spjallþáttastjórnandann í tilkynningunni. Segja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar að allar ábendingar starfsfólks um líðan séu teknar alvarlega.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira