„David Walliams, uppáhalds rithöfundur allra og kynþokkafyllsti maður jarðar!“ skrifar Dorrit við myndina þar sem þau virðast bæði vera skellihlæjandi.
Dorrit er dugleg að birta myndir af sér og fræga fólkinu á Instagram-síðu sinni. Þar má nefna Karl Bretlandskonung, leikarana Tom Cruise og Michael Caine, Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, og Vitali Klitschko, borgarstjóra Kænugarðs og fyrrverandi þungvigarboxaranum.
Jafnframt var Dorrit dugleg að greina frá ferðalagi sínu og bandarísku sjónvarpskonunnar Mörthu Stewart á Íslandi á dögunum.
Og þá er ekki langt síðan að mynd af henni og hvalveiðimótmælandanum Anahitu Babaei birtist á síðunni.