Hundrað ára dansari í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2023 20:38 Gunnar Jónsson, 100 ára dansari með Eygló Alexandersdóttur, danskennara sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ. Gunnar sem býr á Hrafnistu á Nesvöllum mætir alltaf í danstíma hjá Eygló Alexandersdóttur og konunum, sem eru í tíma með honum einu sinni í viku. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en hann er fæddur 7. maí 1923 í Austurey í Laugardal í Árnessýslu. Hópurinn mætir í klukkutíma á viku í danstíma þar sem allskonar dansar eru dansaðar. Gunnar fer þar fremstur í flokki innan um konurnar sínar, eins og hann segir sjálfur. Hann er eini karlinn, sem þorir að mæta í danstímana og leiðist það ekki að vera innan um allar konurnar. „Jú, jú, þetta er mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei verið í eins skemmtilegum dansi. Það er frábært að geta dansað svona því það er svo góð hreyfing í þessu,” segir Gunnar. Gunnar lítur svo vel út og er svo flottur á dansgólfinu að það verður að spyrja hann hvort það sé örugglega rétt að hann sé orðinn 100 ára ? „Ég rengi það ekki, mér er sagt það,” segir hann og skellihlær. Og danskennarinn er að rifna úr stolti af hafa Gunnar í dansinum. „Þetta er hress karl, góður karl, mjög góður og hress og hann er mjög taktviss. Hann heldur uppi heiðri karlmanna hérna á Suðurnesjum með því að vera eini karlmaðurinn í danshópnum,” segir Eygló Alexandersdóttir, danskennari. Það er alltaf mikið fjör í danstímum hjá hópnum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dansfélagar Gunnars eru mjög stoltar af honum. „Gunnar er yndislegur, ljúfur og góður. Við erum allar skotnar í honum og ánægðar með hann,” segir Guðrún Greipsdóttir. „Hann er alveg frábær, ótrúlega ern og duglegur og svo er hann eini karlinn hér á svæðinu, sem leggur í okkur,” segir Brynja Sigfúsdóttir hlægjandi. En er hann 100 ára, er hann ekki að skrökva því? „Ég gæti alveg trúað því að hann væri að skrökva þessu því hann er svo flottur. Nei, nei, hann er hundrað þessi maður, svona unglingur,” segir Sigríður Tryggvína Óskarsdóttir. Gunnar er að standa sig frábærlega í danstímunum verandi 100 ára með öllum konunum sínum eins og hann kallar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Eldri borgarar Dans Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Gunnar sem býr á Hrafnistu á Nesvöllum mætir alltaf í danstíma hjá Eygló Alexandersdóttur og konunum, sem eru í tíma með honum einu sinni í viku. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en hann er fæddur 7. maí 1923 í Austurey í Laugardal í Árnessýslu. Hópurinn mætir í klukkutíma á viku í danstíma þar sem allskonar dansar eru dansaðar. Gunnar fer þar fremstur í flokki innan um konurnar sínar, eins og hann segir sjálfur. Hann er eini karlinn, sem þorir að mæta í danstímana og leiðist það ekki að vera innan um allar konurnar. „Jú, jú, þetta er mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei verið í eins skemmtilegum dansi. Það er frábært að geta dansað svona því það er svo góð hreyfing í þessu,” segir Gunnar. Gunnar lítur svo vel út og er svo flottur á dansgólfinu að það verður að spyrja hann hvort það sé örugglega rétt að hann sé orðinn 100 ára ? „Ég rengi það ekki, mér er sagt það,” segir hann og skellihlær. Og danskennarinn er að rifna úr stolti af hafa Gunnar í dansinum. „Þetta er hress karl, góður karl, mjög góður og hress og hann er mjög taktviss. Hann heldur uppi heiðri karlmanna hérna á Suðurnesjum með því að vera eini karlmaðurinn í danshópnum,” segir Eygló Alexandersdóttir, danskennari. Það er alltaf mikið fjör í danstímum hjá hópnum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dansfélagar Gunnars eru mjög stoltar af honum. „Gunnar er yndislegur, ljúfur og góður. Við erum allar skotnar í honum og ánægðar með hann,” segir Guðrún Greipsdóttir. „Hann er alveg frábær, ótrúlega ern og duglegur og svo er hann eini karlinn hér á svæðinu, sem leggur í okkur,” segir Brynja Sigfúsdóttir hlægjandi. En er hann 100 ára, er hann ekki að skrökva því? „Ég gæti alveg trúað því að hann væri að skrökva þessu því hann er svo flottur. Nei, nei, hann er hundrað þessi maður, svona unglingur,” segir Sigríður Tryggvína Óskarsdóttir. Gunnar er að standa sig frábærlega í danstímunum verandi 100 ára með öllum konunum sínum eins og hann kallar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Eldri borgarar Dans Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira