Man United biðst afsökunar að hafa boðið dæmdum barnaníðing á leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2023 23:30 Geoff Konopka stýrði kvennaliði Man United áður en hann var dæmdur í fangelsi. Manchester United Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur einokað fyrirsagnir í flestum fjölmiðlum síðustu daga og ekki vegna afreka liðsins inn á knattspyrnuvellinum. Ekki varð umtalið minna þegar í ljós kom að félagið hefði boðið dæmdum barnaníðing á leik hjá kvennaliði félagsins á síðustu leiktíð. Man United hefur beðist afsökunar á athæfinu. Mál Mason Greenwood var í brennidepli fyrr í sumar þegar það virtist sem Man United ætlaði að taka hann inn í leikmannahóp sinn á nýjan leik. Greenwood var ásakaður um tilraun til nauðgunar ásamt því að hafa beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var á endanum lánaður til Getafe á Spáni. Þá hefur Antony verið í fréttunum undanfarið eftir að fyrrverandi kærasta hans ásakaði Brasilíumanninn um að beita sig líkamlegu ofbeldi á meðan samband þeirra stóð yfir. Leikmaðurinn neitar sök. Ofan á allt þetta þá féll markaðsvirði félagsins um fleiri milljarða og kvennalið félagsins bauð dæmdum barnaníðing á leik undir lok síðustu leiktíðar. The first manager of #MUFC's women's team, Geoff Konopka, was a special guest at a game at Old Trafford last year & celebrated in the club museum, despite being a convicted paedophile. The club didn't know about his conviction until alerted externally https://t.co/JvJvrqijkS— James Ducker (@TelegraphDucker) September 7, 2023 Geoff Konopka þjálfari kvennaliðs Manchester United frá 1983 til 2001. Árið 2011 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi og settur á lista yfir kynferðisbrotamenn í áratug eftir að hafa verið dæmdur fyrir samtals 19 brot gegn stúlkum yngri en 16 ára. Það virðist sem enginn hjá Man United hafi vitað af dómnum en Konopka var boðið að horfa á kvennalið félagsins spila við Everton. Á fimmtudag gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það hefði nýverið fengið upplýsingar um sakfellinguna og hefði verið í sambandi við yfirvöld til að staðfesta upplýsingarnar sem því bárust. Manchester United have apologised for inviting Geoff Konopka to a WSL match last season.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2023 Í stuttri yfirlýsingu sagðist félagið hafa brugðist við með viðeigandi hætti og myndi ekki tengjast Konopka með neinum hætti í framtíðinni. Þá sagðist félagið votta fórnarlömbum samúð sína sem og öllum sem þessir skelfilegu glæpir hafa haft áhrif á. Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Sjá meira
Mál Mason Greenwood var í brennidepli fyrr í sumar þegar það virtist sem Man United ætlaði að taka hann inn í leikmannahóp sinn á nýjan leik. Greenwood var ásakaður um tilraun til nauðgunar ásamt því að hafa beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hann var á endanum lánaður til Getafe á Spáni. Þá hefur Antony verið í fréttunum undanfarið eftir að fyrrverandi kærasta hans ásakaði Brasilíumanninn um að beita sig líkamlegu ofbeldi á meðan samband þeirra stóð yfir. Leikmaðurinn neitar sök. Ofan á allt þetta þá féll markaðsvirði félagsins um fleiri milljarða og kvennalið félagsins bauð dæmdum barnaníðing á leik undir lok síðustu leiktíðar. The first manager of #MUFC's women's team, Geoff Konopka, was a special guest at a game at Old Trafford last year & celebrated in the club museum, despite being a convicted paedophile. The club didn't know about his conviction until alerted externally https://t.co/JvJvrqijkS— James Ducker (@TelegraphDucker) September 7, 2023 Geoff Konopka þjálfari kvennaliðs Manchester United frá 1983 til 2001. Árið 2011 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi og settur á lista yfir kynferðisbrotamenn í áratug eftir að hafa verið dæmdur fyrir samtals 19 brot gegn stúlkum yngri en 16 ára. Það virðist sem enginn hjá Man United hafi vitað af dómnum en Konopka var boðið að horfa á kvennalið félagsins spila við Everton. Á fimmtudag gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það hefði nýverið fengið upplýsingar um sakfellinguna og hefði verið í sambandi við yfirvöld til að staðfesta upplýsingarnar sem því bárust. Manchester United have apologised for inviting Geoff Konopka to a WSL match last season.— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 7, 2023 Í stuttri yfirlýsingu sagðist félagið hafa brugðist við með viðeigandi hætti og myndi ekki tengjast Konopka með neinum hætti í framtíðinni. Þá sagðist félagið votta fórnarlömbum samúð sína sem og öllum sem þessir skelfilegu glæpir hafa haft áhrif á.
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Fleiri fréttir Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Sjá meira