Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. september 2023 07:33 Svo virðist sem tveir skutlar hafi verið notaðir á dýrið en samtökin segja að meðfylgjandi myndir hafi verið teknar af liðsmönnum samtakanna í hvalstöðinni snemma í morgun. Paul Watson Foundation Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. Tvö dýr höfðu verið drepin í gærdag en Morgunblaðið greinir frá því að Hvalur 9 hafi náð öðru dýri í gærkvöldi. Þar er haft eftir stöðvarstjóranum í hvalstöðinni að veiðarnar hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir aðstæður en blindaþoka og leiðindaveður var á svæðinu. Hann segir ennfremur ólíklegt að skipin fari aftur út á næstunni vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Paul Watson Foundation Dýraverndunarsamtökin Paul Watson Foundation sendu fréttastofu myndir af því þegar hvalirnir voru dregnir á land í hvalstöðinni í Hvalfirði snemma í morgun. Imogen Sawyer, talskona samtakanna segir að á myndunum megi augljóslega sjá að eitt dýrið hið minnsta hafi verið skotið tvisvar sinnum með hvalskutli. Einn skutullinn virðist hafa hafnað fyrir ofan kjaft dýrsins og hinn í síðu þess. Paul Watson Foundation Samtökin segja þetta þetta augljóst brot á dýraverndarlögunum en í nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum sem Svandís Svavarsdóttir setti áður en veiðar voru heimilaðar að nýju segir að ávallt skuli stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Að mati samtakanna er ómögulegt að það hafi tekist í þessu tilfelli þar sem það taki rúmar 120 sekúndur að hlaða skutulbyssuna og skjóta á ný. Þetta vinnulag samræmist ekki íslenskum lögum um velferð dýra að mati samtakanna. Hvalveiðar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Tvö dýr höfðu verið drepin í gærdag en Morgunblaðið greinir frá því að Hvalur 9 hafi náð öðru dýri í gærkvöldi. Þar er haft eftir stöðvarstjóranum í hvalstöðinni að veiðarnar hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir aðstæður en blindaþoka og leiðindaveður var á svæðinu. Hann segir ennfremur ólíklegt að skipin fari aftur út á næstunni vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Paul Watson Foundation Dýraverndunarsamtökin Paul Watson Foundation sendu fréttastofu myndir af því þegar hvalirnir voru dregnir á land í hvalstöðinni í Hvalfirði snemma í morgun. Imogen Sawyer, talskona samtakanna segir að á myndunum megi augljóslega sjá að eitt dýrið hið minnsta hafi verið skotið tvisvar sinnum með hvalskutli. Einn skutullinn virðist hafa hafnað fyrir ofan kjaft dýrsins og hinn í síðu þess. Paul Watson Foundation Samtökin segja þetta þetta augljóst brot á dýraverndarlögunum en í nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum sem Svandís Svavarsdóttir setti áður en veiðar voru heimilaðar að nýju segir að ávallt skuli stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Að mati samtakanna er ómögulegt að það hafi tekist í þessu tilfelli þar sem það taki rúmar 120 sekúndur að hlaða skutulbyssuna og skjóta á ný. Þetta vinnulag samræmist ekki íslenskum lögum um velferð dýra að mati samtakanna.
Hvalveiðar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira