Öflugt kaupréttarkerfi laðar að framúrskarandi starfskrafta Nanna Elísa Jakobsdóttir og Kolbrún Hrafnkelsdóttir skrifa 9. september 2023 08:01 Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. En mikilvægasta verkefnið er að byggja upp hæft teymi til að leiða þessa vinnu þannig að hugmyndin raungerist og úr verði öflugt fyrirtæki. Þar geta kaupréttir leikið lykilhlutverk. Viðkvæm sprotafyrirtæki þurfa að fá rými og næringu til þess að vaxa og dafna. Velgengni sprotafyrirtækja byggir í upphafi að miklu leyti á fámennu teymi sem ber ábyrgð á afdrifum fyrirtækisins. Fjármagn er yfirleitt af skornum skammti og starfsaðstæðurnar geta verið mjög krefjandi. Eigi að síður þarf að laða að hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að vinna hörðum höndum að vexti fyrirtækisins og skapa tryggð þannig að það velji að vinna fyrir sprotafyrirtæki, meira að segja þegar aðrir öruggari kostir standa til boða. Með því að ganga til liðs við sprotafyrirtæki fær starfsfólk tækifæri til þess að vera hluti af einhverju nýju og spennandi, en það er ekki alltaf nóg eitt og sér. Starfsfólk sem er tilbúið að fara í þá óvissu sem felst í því að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki á fyrstu skrefum ætti að fá ríkulega launað fyrir sína vinnu, sérstaklega ef þeirra framlag skilar verðmætaaukningu. Kaupréttir í nýsköpunarfyrirtækjum eru því mikilvægt tól fyrir starfsfólk og stjórnendur sem taka oft á sig launalækkun samhliða því að taka áhættu í þágu framfara og hagvaxtar, að breyta hugmynd í öflugt og jafnvel alþjóðlegt fyrirtæki. Það er einnig mikilvægt fyrir hluthafa nýsköpunarfyrirtækja að allir gangi í takt við framtíðarsýn fyrirtækisins og að teymið sé um borð þrátt fyrir að á móti blási. Vel útfært kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn í nýsköpunarfyrirtækjum getur skapað aukið traust og virkað sem frábær hvati, þar sem starfsmennirnir fá beinan fjárhagslegan ávinning ef vel gengur. Þó er mikilvægt að taka fram að kaupréttir geta aldrei komið í stað sanngjarnra launa fyrir starfsfólk. Það getur tekið nýsköpunarfyrirtæki fjölmörg ár og oft yfir áratug að komast í jákvætt tekjustreymi. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa hvað mest samfélagsleg áhrif; til að mynda fyrirtæki sem þróa loftslagslausnir eins og fyrirtækið CRI, eða fyrirtæki í líftækniframleiðslu, eins og Kerecis og Florealis. Controlant, sem er eitt verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki landsins og þjónustar í dag stærstu lyfjafyrirtæki í heimi, hófst sem hugmynd tveggja vina sem unnu baki brotnu við skrifborðið heima hjá sér og unnu svo að þróun fyrirtækisins í yfir áratug áður en það varð stórfyrirtækið sem það er í dag. Þessum fyrirtækjum tókst að laða til sín kraftmikið og hæft starfsfólk sem varð svo lykillinn að framgangi þeirra. Fyrirtæki þessi eru hluti af hugverkaiðnaði, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða útflutningsstoð Íslands á síðustu árum. Nágrannalönd Íslands, svo sem Svíþjóð og Eystrasaltslöndin, hafa innleitt í lög reglur sem miða að því að starfsfólk sitji ekki uppi með hærri skattbyrði en gengur og gerist í tilvikum almennra fjárfesta þegar verðmæti fyrirtækis eykst. Í íslenskri skattalöggjöf er litið á hagnað sem starfsfólk og stjórnarmenn hljóta af kaupréttum sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegu meðferð og aðrar launagreiðslur. Á sama tíma og almennir fjárfestar greiða fjármagnstekjuskatt komi til hagnaðar. Í vor tóku gildi jákvæðar breytingar á tekjuskattslögum í tilviki smæstu fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki veltir undir 650 milljónum króna og hefur færri en 25 starfsmenn er ágóði af kaupréttum skattlagður sem fjármagnstekjur. Með þessu voru tekin afar varfærin en mikilvæg skref til bóta á kaupréttarkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Það er mikilvægt fyrir framtíðarhagvöxt og áframhaldandi velsæld í íslensku samfélagi að huga stöðugt að öflugri umgjörð fyrir nýsköpun. Vel útfært kaupréttarkerfi og hagstætt skattalegt umhverfi geta þar skipt sköpum. Því skiptir máli að stjórnvöld stígi enn ákveðnari og stærri skref í þá átt að stuðla að skilvirku skattaumhverfi fyrir kauprétti nýsköpunarfyrirtækja. Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Kolbrún er stofnandi Florealis, stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja og fulltrúi í Vísinda- og nýsköpunarráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skattar og tollar Vinnumarkaður Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. En mikilvægasta verkefnið er að byggja upp hæft teymi til að leiða þessa vinnu þannig að hugmyndin raungerist og úr verði öflugt fyrirtæki. Þar geta kaupréttir leikið lykilhlutverk. Viðkvæm sprotafyrirtæki þurfa að fá rými og næringu til þess að vaxa og dafna. Velgengni sprotafyrirtækja byggir í upphafi að miklu leyti á fámennu teymi sem ber ábyrgð á afdrifum fyrirtækisins. Fjármagn er yfirleitt af skornum skammti og starfsaðstæðurnar geta verið mjög krefjandi. Eigi að síður þarf að laða að hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að vinna hörðum höndum að vexti fyrirtækisins og skapa tryggð þannig að það velji að vinna fyrir sprotafyrirtæki, meira að segja þegar aðrir öruggari kostir standa til boða. Með því að ganga til liðs við sprotafyrirtæki fær starfsfólk tækifæri til þess að vera hluti af einhverju nýju og spennandi, en það er ekki alltaf nóg eitt og sér. Starfsfólk sem er tilbúið að fara í þá óvissu sem felst í því að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki á fyrstu skrefum ætti að fá ríkulega launað fyrir sína vinnu, sérstaklega ef þeirra framlag skilar verðmætaaukningu. Kaupréttir í nýsköpunarfyrirtækjum eru því mikilvægt tól fyrir starfsfólk og stjórnendur sem taka oft á sig launalækkun samhliða því að taka áhættu í þágu framfara og hagvaxtar, að breyta hugmynd í öflugt og jafnvel alþjóðlegt fyrirtæki. Það er einnig mikilvægt fyrir hluthafa nýsköpunarfyrirtækja að allir gangi í takt við framtíðarsýn fyrirtækisins og að teymið sé um borð þrátt fyrir að á móti blási. Vel útfært kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn í nýsköpunarfyrirtækjum getur skapað aukið traust og virkað sem frábær hvati, þar sem starfsmennirnir fá beinan fjárhagslegan ávinning ef vel gengur. Þó er mikilvægt að taka fram að kaupréttir geta aldrei komið í stað sanngjarnra launa fyrir starfsfólk. Það getur tekið nýsköpunarfyrirtæki fjölmörg ár og oft yfir áratug að komast í jákvætt tekjustreymi. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa hvað mest samfélagsleg áhrif; til að mynda fyrirtæki sem þróa loftslagslausnir eins og fyrirtækið CRI, eða fyrirtæki í líftækniframleiðslu, eins og Kerecis og Florealis. Controlant, sem er eitt verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki landsins og þjónustar í dag stærstu lyfjafyrirtæki í heimi, hófst sem hugmynd tveggja vina sem unnu baki brotnu við skrifborðið heima hjá sér og unnu svo að þróun fyrirtækisins í yfir áratug áður en það varð stórfyrirtækið sem það er í dag. Þessum fyrirtækjum tókst að laða til sín kraftmikið og hæft starfsfólk sem varð svo lykillinn að framgangi þeirra. Fyrirtæki þessi eru hluti af hugverkaiðnaði, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða útflutningsstoð Íslands á síðustu árum. Nágrannalönd Íslands, svo sem Svíþjóð og Eystrasaltslöndin, hafa innleitt í lög reglur sem miða að því að starfsfólk sitji ekki uppi með hærri skattbyrði en gengur og gerist í tilvikum almennra fjárfesta þegar verðmæti fyrirtækis eykst. Í íslenskri skattalöggjöf er litið á hagnað sem starfsfólk og stjórnarmenn hljóta af kaupréttum sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegu meðferð og aðrar launagreiðslur. Á sama tíma og almennir fjárfestar greiða fjármagnstekjuskatt komi til hagnaðar. Í vor tóku gildi jákvæðar breytingar á tekjuskattslögum í tilviki smæstu fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki veltir undir 650 milljónum króna og hefur færri en 25 starfsmenn er ágóði af kaupréttum skattlagður sem fjármagnstekjur. Með þessu voru tekin afar varfærin en mikilvæg skref til bóta á kaupréttarkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Það er mikilvægt fyrir framtíðarhagvöxt og áframhaldandi velsæld í íslensku samfélagi að huga stöðugt að öflugri umgjörð fyrir nýsköpun. Vel útfært kaupréttarkerfi og hagstætt skattalegt umhverfi geta þar skipt sköpum. Því skiptir máli að stjórnvöld stígi enn ákveðnari og stærri skref í þá átt að stuðla að skilvirku skattaumhverfi fyrir kauprétti nýsköpunarfyrirtækja. Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Kolbrún er stofnandi Florealis, stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja og fulltrúi í Vísinda- og nýsköpunarráði.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar